Sálmur sem ég þýddi úr norsku fyrir nokkrum árum og tjáir jólin í lífi fólks á köldum norðurslóðum.
Guð hefur gefið fólkinu bústað og ból og þar þraukar það veturinn og er hörku duglegt eins og Guð sjálfur! Konur og karlar starfa saman og eru jöfn. Lífið er friðsælt og gjöfult en hafa þarf fyrir því.
Neðst er að finna hljóðupptöku þar sem þýðandinn raular sálminn. Takið viljann fyrir verkið, kæru áheyrendur!

Send blessun og frið yfir fjörðinn,
fær blessun og ljós yfir lönd.
Og blessa þau eilífu orðin
um vonir og útrétta hönd.
Vernda það smáa þú gafst oss
þann daginn oss bar hér að strönd,
gef oss að trúa og lát oss ei flækjast
í fátæktarbönd.
Vér horfðum oft grátand' í gaupnir
en glæst er hin sterka trú,
nú karlarnir konunum jafnir,
öll hörkudugleg sem þú.
Nú bíður vor harðasta hríðin
með harðfylgi náum vér heim,
þar ljósið lýsir og aðventutíðin
er kom frá Betlehem.
Guðs friður í djúpi, á fjalli,
svo farnist vel byggð og jörð,
Guðs friður í fjárhús' og stalli,
yfir fannir og harðan svörð.
Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,
þín miskunn nær út yfir jörð,
heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur
og fólkið - þína hjörð.
Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.
Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019.