Þegar stjörnur fall´á storð

Nýárskveðja 2023 – Gleðilegt nýtt ár og þakka liðið.

Þankar á tímamótum. Hér er birt þýðing á „negrasálmi“ sem ég þýddi í gær, gamlársdag 2022 og tók svo upp söng minn á honum ásamt hugvekju um mannlíf um áramót og einnig á þeim tímamótum sem hinst verða á jörðu.

Mynd af Veraldarvefnum

Hér fyrir neðan er hljóðskrá með söng mínum og hugvekju

Lesa meira

Jól á norðurslóðum

Sálmur sem ég þýddi úr norsku fyrir nokkrum árum og tjáir jólin í lífi fólks á köldum norðurslóðum.

Guð hefur gefið fólkinu bústað og ból og þar þraukar það veturinn og er hörku duglegt eins og Guð sjálfur! Konur og karlar starfa saman og eru jöfn. Lífið er friðsælt og gjöfult en hafa þarf fyrir því.

Neðst er að finna hljóðupptöku þar sem þýðandinn raular sálminn. Takið viljann fyrir verkið, kæru áheyrendur!

Myndin var fengin að láni af vef Rannís: Vísindavika Norðurslóða 2020
Send blessun og frið yfir fjörðinn,
fær blessun og ljós yfir lönd.
Og blessa þau eilífu orðin
um vonir og útrétta hönd.
Vernda það smáa þú gafst oss
þann daginn oss bar hér að strönd,
gef oss að trúa og lát oss ei flækjast
í fátæktarbönd.

Vér horfðum oft grátand' í gaupnir
en glæst er hin sterka trú,
nú karlarnir konunum jafnir,
öll hörkudugleg sem þú.
Nú bíður vor harðasta hríðin
með harðfylgi náum vér heim,
þar ljósið lýsir og aðventutíðin
er kom frá Betlehem.

Guðs friður í djúpi, á fjalli,
svo farnist vel byggð og jörð,
Guðs friður í fjárhús' og stalli,
yfir fannir og harðan svörð.
Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,
þín miskunn nær út yfir jörð,
heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur
og fólkið - þína hjörð.

Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.
Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019.

Með þöggun fölsum við söguna

Örn Bárður Jónsson spyr hvort við þurfum ekki að horfast í augum við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja?

Þú getur lesið textann hér fyrir neðan eða hlustað á hlóðupptöku með höfundi – eða gert hvort tveggja, lesið og hlustað!

Hana dreymdi draum. Hún var bara stelpa með fána og blöðru og tók þátt í hátíð­ar­höldum 17. júní. Allir voru í góðu skapi, margir fánar blöktu, í sölu­básum feng­ust pylsur og sæl­gæti. Það var sung­ið, haldnar voru ræð­ur, en eng­inn sagði hvers vegna dag­ur­inn væri hald­inn hátíð­leg­ur, hvorki í ræðum né í fréttum Rúv, hvorki í útvarpi né sjón­varpi. Og draum­ur­inn hélt áfram og nú var allt í einu runn­inn upp annar dagur sem heitir Hall­oween. Stelpan var í svörtum bún­ingi með upp­mjóan svartan hatt og sveif á milli húsa þar sem sæt­indi voru í boði. Dásam­legt ævin­týri. En hún hafði ekki hug­mynd um hvað þessi dagur merkti eða hvaðan hann var kom­inn en hafði hug­boð um að þetta væri amer­ískur barna­dag­ur. En eng­inn gat svarað henni, eng­inn vissi merk­ingu þess­ara daga.

Lesa meira

Máttur skáldskapar og menningar

Um Verbúðina. Hugleiðing um spillingu, sem gegnsýrir þjóðfélag okkar og hvernig menningin með skáldskapinn að vopni afhjúpar lygar og spillingu og birtir sannleikann eins og sólin skær á himni og vekur nýjar vonir um betri tíð.

Merkilegt hvernig menning og listir túlka veruleikann á annan hátt en allar aðrar greinar mannlegrar tjáningar. Þess vegna getum við ekki lifað án listar og menningar.

Lesa meira

Saga af sundi og hjólreiðum – og blautum manni að austanverðu

 

Mynd af jóladagatali fengin að láni af Vefnum!

Ég vara þig við því þetta er montfærsla á samfélagsmiðli.

Í dag hjólaði ég úr Miðbæ Reykjavíkur, vestur í Sundlaug Seltjarnarness. Synti þar skriðsund og gerði æfingar, fór í heitan nuddpott og gufubað, sem er reyndar annað en Sauna – Nota Bene!

Lesa meira

Um kveðjustundir, menningu, trú og réttlæti

Örn Bárður Jónsson

Uppstigningardagur 21. maí 2020 prédikun við útvarpsmessu í Breiðholtskirkju kl. 11 sem átti að vera á Grund en var flutt vegna Covid-19.

Ræðan er hér ef þú vilt hlusta:

Hér er tengill á upptökuna af allri messunni. Ræðan hefst á mínútu 20:30:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3dn

Þessi þjónuðu við guðsþjónustuna þar sem saman komu um 50 manns sem er hámark þar til í næstu viku en þá mega 200 koma saman!
Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.
Séra Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur predikar.
Lesarar: Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni Biskupsstofu og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma.
Organisti og stjórnandi: Örn Magnússon.
Kór Breiðholtskirkju syngur.

Hljóðupptöku finnur þú á vef RUV, Rás 1, 21. maí 2020 kl. 11 en getur lesið ræðuna hér fyrir neðan. Hún er auðvitað áhrifameiri með hljóði!

Komið þið sæl og blessuð.

Ég var spurður um það á þorranum, að mig minnir, hvort ég væri tilbúinn að prédika við þessa guðsþjónustu. Ég var hikandi í fyrstu, enda kominn á úreldingarlista eins og gamall ryðgaður togari, kominn á eftirlaun, en lét þó til leiðast. Ég hef varla prédikað á íslensku í 5 ár enda starfaði ég og prédikaði yfir norskum söfnuðum, skírði, fermdi, gifti og jarðsöng Norðmenn og varð að tala bæði nýnorsku og svonefnd bókmál. Og nú er ég hér í dag sem fyrrverandi sóknarprestur, einskonar ellismellur, en það orð er notað um gamalt lag sem kannski var einu sinni vinsælt.

Lesa meira

Af hjónabandi Kristínar og Fáfnis – Dæmisaga

Kristín gekk í það heilaga árið 1907.

Fáfnir átti nánast ekkert nema brækurnar sem hann stóð í, en hún var rík af fasteignum og jörðum, hlunnindum og ítökum, vítt og breytt um landið.

Hún lagði þetta allt inn í búið en fékk auðvitað greitt fyrir útgjöld vegna rekstur heimilisins.

Fáfnir tók að sér að hafa umsýslu með eignunum en freistaðist til að braska með þær, seldi sumar jarðir kunningjum og vinum fyrir lágt verð. Lesa meira

Advent og jul 2017

Advent og jul 2017

BRUEN

«Himlene forteller Guds ære, hvelvingen forkynner hans henders verk» Salme 19.2

Første dag etter vintersolhverv, fredag 22. desember, kjørte jeg veien ut på Nes og til Helgøya for å forrette ved en bisettelse kl. 13.30. Det var omkring -10 grader og frostroser på alle løvtrer som hadde mistet sitt løv i høst. Da jeg kom til Tingnes var det frosttåke over sundet og broen som kopler Nes og Helgøy så ikke bra ut.

Og jeg tenkte: Blir det tett tåke ved Helgøya kirke?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Men da jeg kom ditt stå kirken i solskinn og vakkerhet med utrolig vakre trer alt om kring.

23. november 1957 ble broen i mellom Sund og Tingnes åpnet. Broen forener Helgøya og Nes. Det finns mange broer i verden og mange slags broer. På Island hvor jeg kommer fra finns det mange elver med sterke strømmer. Elvene som renner fra isbreene er kalde og vannet i dem er ikke klart og rent men grå av det som vi kaller «jøkulleir». Men over disse elver måtte folk komme seg i gjennom århundrer. Hvordan? Den islandske hesten kunne svømme med rytteren over elven. Hesten ble broen over elven som forenet to adskille bredder.

Vi bygger broer på mange måter. Da vi snakker med hver andre bygger vi broer av ord. Da vi sender brev eller e-post bygger vi broer. Da vi hilser med håndtak bygger vi en bro. Livet handler om kommunikasjon og omgang.

21. desember var årets mørkeste dag her i Norden. Nå er det lidt mere lys. Vi lever av lyset. Solen gir oss liv. Uten solen ville ingen ting leve. Epler og plommer modnes ikke uten sollys, blåveis og Hellig Olavs lysestake eksisterer ikke uten lys og god jord. Alt liv er avhengig av lys og omstendigheter. Alt liv bygger på relasjoner eller broer.

I vikingtiden levde folk i ett todelt år, vinter og sommer. De snakket ikke om vor og høst og aldre ble talt i vintrer. Vi kan være 10 vintre gamle eller 90 vintre og alle der i mellom og kanskje over det. Hvert år reiser vi på den lille kloden som jorden er rundt solen. Reisen tar akkurat ett år og jeg har været rundt solen så mange vintrer jeg har levd. Livet er et under og livets gang og jordens og planetenes og stjernenes gang er ett under.

Hvordan kan vi forstå denne store sammenhengen?

Vi får aldri forstått det helt ut. Hva betyr da livet? Vi vet det ikke i alle detaljer men vi kan, tror jeg, bli enige om att det handler om å lever i godt forhold med hverandre, med gode og trygge broer i mellom oss. Og da kommer vi til gåten om livets slutt. Hva kommer da? Finns det en bro i mellom jord og himmel, i mellom tiden og evigheten? Det finns mange som tro at det finns en bro i mellom himmel og jord. Jul handler om denne broen, om han som sa: Jeg er verdens lys, den som følger meg skal ikke vandre i mørket men ha livets lys. Han sa også da disiplene ble forvirret og forstå ikke hvor mesteren skulle etter sin død og oppstandelse. Da sa han: «Jeg er veien, sannheten og livet.» Han er broen, han som kom den første jul. «Nå møtes jord og himmel i barnet lagt på strå» sier Eivind Skeie i en julesalme. “Nå møtes jord og himmel”. Broen har vært åpnet og den blir aldri stengt. Den varer i all evighet, Broen med stor bokstav, Broen som forener alle generasjoner som er gått borte og vår generasjon og alle som kommer etter oss, Broen som binder alt sammen og gir mening til livet.

En av menneskets viktigste gåve er innbilningskraften. Forfattere og diktere er rike av den. Skaldskap er en av verdens viktigste ting, kraften til å se utover alle grenser og bygge broer i mellom ulike dimensjon, verdener og universer.

I diktet Din tanke er fri står det skrevet:

Og tvinges vi inn
Bak jernslåtte dører.
Da flykter den vind
som tankene fører
Fordi våre tanker
Kan rive ned skranker.
:/:Og slik vil det alltid bli
Vår tanke er fri:/:

Snart kommer julehøytiden med alle sine gode ting, gode minner og vakre. La oss feire jul i tro, håp og kjærlighet, med frie tanker og syn som tør se over sund og elver, over grenser, inn i det ukjente og de uendelige vidder.

Måtte Gud gi deg og din familie riktig god jul og et velsignet nytt år!

Gleðileg jól!

Örn Bárður Jónsson

Aðventu- og jólakveðja 2017

Aðventu- og jólakveðja 2017 til ættingja og vina nær og fjær

BRÚIN

“Himnarnir segja frá dýrð Guðs
og festingin kunngjörir verkin hans handa.” (Sl 19)

Á fyrsta degi eftir vetrarsólhvörf, föstudaginn 22. desember, ók ég sem leið liggur um Heiðmörk, niður á Nes og út í Helgøya, þar sem útför var á dagskrá kl. 13.30. Hitinn var -10 gráður og frostrósir á öllum lauftrjám sem höfðu reyndar fellt lauf sit fyrir löngu. Er ég kom að sundinum milli Ness og Eyjar var frostþoka yfir sundinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá kom ég að brúnni sem tengir land og eyju. Hún var opnuð 23. nóvember 1957. Svona leit hún út og ég husaði: Er svartaþoka við Helgøya kirkju?

 

 

 

 

En þegar þangað kom blasti þessi dýrð við mér og þeim er sóttu kirkju til að kveðja tæplega 92ja ára heiðurskonu.

Í líkræðunni ræddi ég um brúna sem tengir land og eyju og brýrnar sem við byggjum á milli okkar með orðum, handtaki, bréfum, tölvupósti, kveðjum á samfélagsmiðlum, heimsóknum og faðmlögum. Helbrigt mannlíf og samfélag byggist á brúm. Brýr skipta máli í samgönum á landi og hafið tengir Ísland öðum löndum. Hafið er brú. Svo eru það loftbrýrnar sem flestir nota í dag.

Þá liggur beinast við að spyrja í framhaldi af þessari hugvekju um brýr á jörðu og í mannlífi:

Finnst hér í heimi brú
milli himins og jarðar, tíma og eilífðar?

Skáldskapurinn er ein mikilvægasta gáfa mannsandans, hæfileikinn til að ímynda sér það sem ekki blasir við jarðneskum augum. Skáldin hjálpa okkur að skilja hið óskiljanlega. Í aðventusálmi eftir Eyving Skeie segir m.a.:

Nå møtes jord og himmel
i barnet, lagt på strå!

Barnið sem lagt var á strá er brúin sem tengir himinn og jörð, tíma og eilífð. Í útgáfu hins vitra og djúphygla postula, Jóhannesar, sem einn hinna 12 lifði fram á elliár – hinir liðu allir píslarvætti – segir:

Orðið varð hold.

Engin setning í öllu ritverkasafni heimsins, segir meir en þessi 3 orð, engin hefur tjáð hið stærsta í veraldarsögunni, hið dýpsta í heimspeki og guðfræði, með eins knöppum hætti. Setningin merkir að allir kraftar guðdómsins, viska og elska, urðu manneskja, urðu Guð á jörðu, í barninu sem fæddist í Betlehem og var lagt á strá.

Við þekkjum hvað varð um jólabarnið. Kærleikslíf Jesú Krists, vinátta við venjulegt fólk, krítík á vald og hofmóð, þekkjum við af síðum Hinnar helgu bókar. Dauði hans og upprisa lögðu grunn að kristinni kirkju sem byggir boðun sína á vitnisburði sjónarvotta. Þess vegna höldum við kristin jól.

Brúin er opin og þess vegna getum við sungið á jólum með englum og mönnum:

“Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.” Lúkas 2.13b

Guð gefi þér gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár!

Örn Bárður Jónsson

En rund firkant

I et veldig interessant intervju i Vårt land 1. august 2017, så jeg ordet livssynsnøytralt. Overskriften på forsiden var: Søker rom for norrøn tro men artikkelen heter Den sammensatte viking. Ordet har jeg også hørt av og til på radioen. Når jeg hører folk snakke om noe som de mener skal være livssynsnøytralt blir jeg litt forvirret fordi jeg synes ordet bærer i seg en selvmotsigelse.

Jeg tror ikke livssynsnøytralitet finnes overhodet. Jeg tror alle har et livssyn, noe de stoler på som mennesker eller tolker tilværelsene ut fra. Vi kan snakke om ulike livssyn, ulike holdninger til livet og dets spørsmål, men ikke livssynsnøytralitet. Ateister har sitt livssyn, også buddhister, muslimer, agnostikere, kristne, hinduer, de som følger åsatro, human etikere – alle har et livssyn.

To politikere skrev i en avis i fjor at de ville rense det offentlige rommet for all religion fordi det religiøse hører til det private område, hos hver og en, sa de. Men hva vil da fylle det offentlige rommet? Svaret ligger klart: Det livssynet de to politikere har, altså deres egen «tro». Denne tro kan godt få være i det offentlige rommet synes jeg, men ikke bare den. Alle livssyn må få være der, i det minste de ulike livssyn som ikke går imot lov og allmenn rett.

Ordet livssynsnøytralt synes jeg er et oksymoron som er en «språkfigur innenfor retorikk og stilistikksom kombinerer to kontraster. Når to motstående ideer settes sammen, sjokkerer de ved sin nærhet til hverandre, nærmest paradoksalt og selvmotsigende.»

Ordet oksymoron er dannet av de greske oxýs, som betyr ‘skarp’, og moros, ‘tåpelig’.[1] Oksymoron kan altså oversettes med «skarpsindi[n]g (spissformulert) dumhet». (Wikipedia)

Livssynsnøytralitet synes jeg er som en rund firkant og alle vet at den eksisterer ikke. Istedenfor å snakke om livssynsnøytralitet anbefaler jeg at vi bruker ord som for eksempel ulike livssyn, mangfoldig livssyn, eller noe som ikke kan tolkes som et oksymoron.

 

Artikkelen ble publisert i Vårt land høsten 2017