Grænver – grænt í gegn!

Heyrst hefur að Rio Tinto hyggist loka álverinu í Straumsvík.

Ekki græt ég álver sem hættir stafsemi.

En hvað á þá að gera við þetta stóra ver, allar byggingarnar, sem eru gríðarlegt ílát?

Ég sé fyrir mér risavaxið fyrirtæki sem sér okkur fyrir grænmeti árið um kring. Hugsið ykkur þessi stóru hús sem breyta mætti í gróðurhús með því að skipta út bárujárni og setja í staðinn gler eða plast.

Ekki vantar raforkuna til að knýja grænverið og hugsið ykkur þegar túristarnir aka inn í höfuðborgina úr Keflavík og sjá græniðjuna gróa við veginn, knúna raforku úr fallvötnum og sólarorku.

Við þekkjum það vel að tómatarnir sem framleiddir eru hér á landi með þessari orku og hreinu vatni eru bragðmeiri en nokkrir aðrir sem vaxa í útlöndum. Sama má segja um kálið, salatið og allt. Ég fæ vatn í munninn! Ummmmm!

Hættum að selja orkuna á útsölu til auðhringja sem reka eiturspúandi stóriðju og snúum okkur að uppbyggingu innlendrar græniðju, iðju sem er græn í gegn.

Myndin er fengin að láni af Internetinu

Posted in Efnahagsmál, Hugvekjur, Pistlar, Stjórnmál | Leave a comment

Sviðakjammar ræða stóru málin

Nú fer tískuorð sem eldur í sinu í munni íslenskra sérfræðinga innan ólíkra fræðigreina. Orðið er “sviðsmynd”.

Ég heyrði það fyrst notað á dögunum í nýju samhengi af eldfjallafræðingi í viðtali í fjölmiðli. Hann sá fyrir sér aðstæður í framtíðinni og kallaði þær sviðsmynd eða sviðsmyndir ef miklar breytingar voru í spákortum.

Líklega er um að ræða þýðingu á enska orðasambandinu “worst-case scenario” þegar búist er við verstu hugsanlegu aðstæðum. Orðið í umræddri merkingu er því mest notað í spámannatali þegar reynt er að ráða í framtíðina. Ætli við megum ekki kalla menn, sem hvað mest spá í sviðsmyndir af þessu tagi,  áhættustjórnendur. Flott orð það sem kemst varla fyrir á venjulegu nafnspjaldi í greiðslukortastærð.

Í hádegisfréttum RÚV, 25. mars, voru fluttar miklar sviðafréttir úr Seðlabankanum. Þar töluðu sviðatungur fjálglega um hugsanlegar aðstæður í framtíðinni, sviðsmyndir. Engar aðstæður, bara sviðsmyndir.

Stjórnmálamenn hafa líka tekið orðið upp í sig á liðnum vikum og nú tala þeir hver um annan þveran eins og sviðakjammar í stuði á sjálfum þorranum. 

Hingað til hefur dugað að tala um aðstæður eða verstu hugsanlegu aðstæður og það skilja allir og hafa skilið um aldir, jafnvel algjörir sviðakjammar.

Sviðsmynd vísar, eins og orðið ber með sér, til leikhúss þar sem leikmyndahönnuðir starfa. Þeir búa til sviðsmyndir.

“Veröldin öll er leikhús”, sagði enska stórskáldið Spjararskekill. Við erum víst öll í hlutverkum á ýmsum sviðum í henni veröld þar sem við tjáum okkur um margt og sumir nú á þessum síðustu og verstu tímum eins og sviðakjammar.

Posted in Efnahagsmál, Hugvekjur, Myndblogg, Pistlar, Stjórnmál | Leave a comment

Frá-faraldur í kvikmyndahúsum

Ég er áhugamaður um íslenska tungu og tjáningu og verð að viðurkenna að ég get stundum orðið dálítið smámunasamur þegar ég heyri ambögur í málinu og bókstaflegar þýðingar eins og t.d. þær sem eru orðnar að kæk hjá kvikmyndahúsum landsins eða þeim sem annast innflutning og/eða kynningu á myndum.

Þar á bæ eru allar myndir “frá” einhverjum leikstjóra en ekki t.d. “eftir” hann eða hana. Hvernig þætti þér að heyra kynningu á nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar og hún sögð “frá Friðriki Þór”? Eru myndirnar hans ekki “eftir hann”?

Þetta eilífðar “frá”-tal er auðvitað bein þýðing á orðinu “from” á ensku. Viðvaningar sem fást við þýðingar kunna oft ekki það sem heitir “menningarleg yfirfærsla” og merkir að tekið er tillit til menningar og staðbundins málfars við þýðingar og þá má alls ekki nota beina orðabókarþýðingu.

Þekkt er grínþýðingin á íslensku yfir á ensku á setningunni: “Hver á þessa bók?” Í bókstaflegri, orðabókarþýðingu er hún svona: “Hot spring river this book?”

Kæru þýðendur kynningarefnis hjá kvikmyndahúsunum: Hættið nú að tala um að myndir komi “frá” leikstjórum. Þær eru “í leikstjórn NN” eða “eftir leikstjórann NN” eða “úr hans/hennar smiðju” eða “verk leikstjórans NN” o.s.frv.

Ég er ekki “frá” því að allt sé betra í þessu samhengi en orðið “frá”!

P.S. á vindblásnum morgni 14. feb. 2020 þegar mesta óveður í manna minnum gengur yfir landið kemur mér í hug ein snilldar þýðing. Um miðja liðna öld varð víðfræg kvikmynd gerð eftir bókinni Gone With the Wind. Hvernig skyldi titill bókar og myndar hafa verið þýddur? Horfin í rokið? Farin með vindinum? Fokin út í veður og vind? Nei, bókin á íslensku heitir Á hverfanda hveli. Þá kunni fólk íslensku og vísar titillinn vel til hverfulleika tímans og lífsins á snilldarlegan og skáldlega hátt.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Nýtt sveitarfélag, nýtt nafn

Sameining sveitarfélag leiðir oftar en ekki til að nýtt nafn er tekið upp á nýju félagi. Mér virðist umræða í tengslum við slíkar breytingar oft byggjast á misskilningi eða að sumt fólk misskilji hvað gerist við nafnabreytingu sveitarfélags. 

Nú stendur fyrir dyrum sameining sveitarfélaga á Austurlandi og komnar eru 62 tillögur að nýju nafni. En hvað merkir það að nýtt nafn verður tekið upp á nýju sveitarfélagi? 

Sveitarfélag er bara rekstrareining, fyrirtæki, sem heldur utan um fjárhag og rekstur sveitarfélags. 

Þegar sveitarfélagið Reykjanesbær var stofnað, hættu hvorki Keflavík né Njarðvík að vera til. Örnefni í landi haldast, en nýtt nafn rekstrarfélags er tekið upp. Fólk á Suðurnesjum heldur áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar en tilheyrir nú sveitarfélaginu, fyrirtækinu, rekstrareiningunni, sem ber heitið Reykjanesbær.

Fyrir austan verða áfram til Seyðfirðingar o.s.frv., hvað svo sem nýja rekstrareiningin verður kölluð. 

Ég legg til nafnið Austurbyggð á nýja félagið.

Posted in Pistlar, Stjórnmál | Leave a comment

Nýjar myndir úr Reykjavík – New Sketches from Reykjavik, Iceland

Var á fundi um auðlindamálin fyrir viku og skissaði þessa þá. Litaði hana í dag.
Attended a meeting a week ago abour natural resources in Iceland. Did this sketch then and coloured it today.
Fólk á næsta borði ræddi saman og naut lífsins án þess að ég greindi orðaskil.
A couple at the next table had a lively discussion with laughter and good humor.
Kvöldbirta í janúar eftir bjartan dag. Dómkirkjan og Alþingishúsið. Austurvöllur þakinn snjó.
Evening light in January after a bright day. The Reykjavik Cathedral and the Parlament Building. Snow on Austurvöllur-park.
Posted in Uncategorized | Leave a comment

Myndir frá aðventu og jólum. Sketches from the Advent and Christmas season

Á næsta borði sátu menn og gæddu sér á kaffi. Three men drinking coffee and enjoying each others company.

Þjónninn tilbúinn við diskinn og bíður nýrra kúnna.
The waiter expecting new customers.
Horft á sjónvarp um jól. Séra Brown leysir öll mál.
Watching TV at Christmas: Father Brown is a clever detective but and an able priest.
Fíasól fór með mér í göngutúr og kannaði sinn “félagsmiðil”
Fiasol took a walk with me and checked her own social media by sniffing every square meter and leaving some likes with a leak but made only one comment with something more contextual.
Posted in Uncategorized | Leave a comment

WOMAN OF THE HAIR

My daughter Hrafnhildur Arnardóttir aka. Shoplifter.

Icelandic: Hún er í mínum huga – KONA HÁRSINS!

Norwegian: Hun er etter min mening – HÅRETS KVINNE!

English: She is in my view – WOMAN OF THE HAIR!

KONA ÁRSINS. Ég tilnefni hana einnig í þann flokk. Hún fékk 300 þúsund gesti á árinu á sýningu sína í Listasafni Finnlands í Helsinki fyrr á árinu, tugi þúsunda á sýningu sína Chromo Sapiens í Feneyjum og sló met allra listamanna sem sýndu þar með 40 þús. færslum á Instagram. Geri aðrir betur! Veit að ég er vanhæfur en er eftir sem áður óforbetranlegur aðdáandi!

Jeg nominerer henne også til ÅRETS KVINNE på Island. Hun fikk 300 tusen besøkere til sin utstilling i Finlands Nasjonal Museum i Helsinki tidligere i året, flere titusen til sin utstilling Chromo Sapiens i Venezia og fikk over 40 tusen kommentarer på Instagram, flere en noen andre av dem som stilte ut på Biennalen. Jeg vet jeg er inhabil men jeg er en uforbederlig tilhenger!

I further nominate her also as WOMAN OF THE YEAR in Iceland. She got over 300 thousand visitors to her show at National Museum of Finland in Helsinki earlier this the year, tens og thousand to her show Chromo Sapiens at the Venice Biennial and over 40 thousand comments on Instagram, more than any other artist at the Biennial. I know I’m incompetent but I’m still an incurable fan!

Posted in Uncategorized | Leave a comment