Skoðanaleysi og pólitík

Þekkir þú einhvern sem hefur engar skoðanir? Þekkir þú einhvern sem ekki er pólitískur?

Hvað merkir orðið pólitík? Hvaðan er það komið? Orðið kemur úr grísku. Orðið er polis sem merkir borg og pólitík er þá það sem varðar borgarana, fólkið, velferð þess og kjör.

Ef einhver er ekki pólitískur, þ.e. lætur sig engu varða almannahag, hefur engar skoðanir á því hvernig lífinu skal lifað og hvernig skilgreina ber “líf með reisn” og hvernig styðja ber allt gott sem stefnir lífinu til þess sem við köllum mannsæmandi líf, þá er hann í raun einhverskonar dauðyfli sem í orðabók er skilgreint með orðunum: hræ, letiblóð, rola, skussi.

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við HÍ, var talinn of pólitískur til að gegna ritstjórastarfi hagfræðitímarits í norrænu samstarfi, dæmdur fyrir skoðanir sínar af fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssyni.

Háskólaprófessorar geta að mínu viti ekki verið ópólitískir, geta ekki verið skoðanalausir um málefni þess samfélags sem þeir lifa og hrærast í, en þeir geta vissulega verið óflokksbundnir.

Ég hef mínar pólitísku hugmyndir um lífið og tilveruna og þær eru mótaðar af kristinn trú, af Jesú Kristi og þeirri hefð sem hann spratt úr. Ég er fv. sóknarprestur með skoðanir sem kristinn maður og þær læt ég í ljósi og túlka út frá kristinni kenningu og guðfræði og hugmyndum kristninnar um réttlæti. Ég ólst upp á heimili foreldra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn á dögum kalda stríðsins en voru þó farin að efast á efri árum sínum um heilindi flokksins eftir að hann varð fyrir því sem ég kalla erfðabreytingu, gerðist erfðavilltur eftir gervifrjóvgun með erfðavísum úr öfgafullri nýfrjálshyggju.

Ég var sjálfur hallur undir skoðanir flokksins fyrir þetta tímabil enda ekki um margt að velja á tímum kulnunar milli austurs og vesturs.

En svo þroskast maður og breytist og kemst að því að það er í raun ómögulegt fyrir kristinn mann að vera langt til hægri eða vinstri. Ég vil frelsi í viðskiptum en frelsi með ábyrgð því taumlaust frelsi er bara bjálfagangur. Og ég vil samhjálp og félagslega ábyrgð samfélagsins því við verðum að hafa í heiðri vísustu gildi veraldar: “Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður það skuluðu þér og þeim gera.” Þessi hugsun Jesú hvetur til aðgerða, hún er próaktíf. Gullna reglan finnst líka innan annarra trúarbragða en þar er hún hlutlaus eða passíf: Allt sem þér viljið ekki að aðrir geri yður, skuluð þér ekki gera. Mikill munur er á þessum tveimur útgáfum því Kristur hafnar aðgerðarleysi eða hlutleysi.

Manstu þegar nýfrjálshyggjan tók völdin og klúðraði öllu? Ég sagði ítrekað í ræðu og riti fyrir Hrun að það kynni ekki góðri lukku að stýra að gefa markaðinn frjálsan og hafa eftirlitið veikt. Meðan markaðurinn varð eins og óður unglingur á tryllitæki, var eftirlitskerfið eins og ungabarn í bleyju, reglurnar fáar og enginn til að stöðva skrímslið. Og því fór sem fór. Reyndar skrifaði ég smásöguna Íslensk fjallasala h.f. í janúar 1989 sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 12. apríl sama ár. Hún fjallaði um sölu Esjunnar sem sökk síðan og Ísland tapað öllum sínum fjármunum og virðingu. Hún var rituð 9 árum fyrir Hrun og rættist því miður en Esjan er þó enn á sínum stað.

Höfundur á enn til eintök af bókinni ef lesendur hafa áhuga

Ég hef mínar pólitísku skoðanir og er alls ekki skoðanalaus maður enda eru slíkir dauðyfli í mínum augum og svo djúpt tók Dante Aligheri, í árinni, höfundur hins stórbrotna kvæðis, Guðdómleg gleðileikurinn, að skoðanalausir mönnum væri ætlaður alveg sérstakur staður dýpst í helvíti.

Prófessor Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, vinur minn og sveitungi, benti mér á þessa meintu skoðun Dantes. Ég hef lesið verkið á íslensku og leitað logandi ljósi að tilvitnun í Dante um dauðyflin umræddu en ekki fundið. Í orðræðu um hið sama hafa ekki lakari menn en forsetarnir, John F. Kennedy, Theodor Roosevelt, prestarnir séra John A. Hutton og dr. Martin Luther King jr. og fleiri sagt Dante hafa talað um slíka af lítilli hrifningu svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið.

Ég hef ekki enn fundið tilvitnun stórskáldsins en mun leggja það á mig að lesa hana aftur upp á 500 síður plús til að geta staðsett slíka lufsur í þrískiptri handanveru Dantes enda þótt ég deili ekki kaþólskum miðaldahugmyndum hans um Hreinsunareldinn, Helvíti og Paradís. Hins vegar er ég ekki fjarri þeirri skoðun að þessi þrískipting sé ekki tópológisk, þ.e. staðfræðileg, heldur sálræn og geti því átt sér “stað” í sálarlífi allra manna, fyrr og nú.

Dante lauk sínu stórbrotna verki rétt fyrir dauða sinn árið 1321. Verkið er talið vera ein helsta perla ítalskra bókmennta. Verkið þýddi Erlingur E. Halldórsson á íslensku og kom það út á vegum Máls og menningar árið 2010.

Dante var uppi á tíma ekki fjarri Snorra Sturlusyni og höfundi Njálu og fleiri öndvegis höfunda okkar. Merkilegt er til þess að hugsa að þessir kristnu höfundar sem tamið höfðu sér hina kristnu sagna- og ritunarhefði skyldu koma saman slíkum meistaraverkum sem enn vekja undrun og aðdáun um 800 árum eftir ritun verkanna. Þeir áttu sumt sameignlegt og annað ekki en skoðanaleysinu deildu þeir ekki.

[EN VITI MENN! SÚ VÖKULA KONA, AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR, BENTI MÉR Á EFTIRLÝSTA TILVITNUN Í VERK DANTES, SEM ÉG HEF NÚ SETT INN NEÐANMÁLS.]

Hver vill skoðanalausan þingmann, ráðherra, forseta? Hver vill skoðanalausan prófessor, rithöfund, prest?

Til er fólk sem heldur að það eigi sér hlutlausan lífsgrundvöll. Ég vil sérstaklega beina orðum mínum til þeirra sem halda slíkt og segja: Hlutlaus lífsgrundvöllur eða lífsskoðun er ekki til fremur en ferkantaður hringur eða hringlaga ferningur. Slíkt er staðleysa, oxymoron, og telst til refhvarfa í retorikk eða mælskulist.

Nú er svo komið á Íslandi að kristinn prestur má t.d. ekki heimsækja skóla til að tala og fræða um sinn lífsgrundvöll en það mega margir aðrir gera og prédika sinn lífsgrundvöll eða túlkun á eigin lífi og aðstæðum. Sumt skólafólk virðist vaða í oxymoron-villu og gerir sér ekki grein fyrir því að allir hafa lífsskoðanir.

Fjölmiðlar vilja helst ekki tala við presta nema fréttamenn hafi þefað upp eitthvað misjafnt í einhverjum söfnuði eða Þjóðkirkjunni og á sumum fréttastofum sumra fjölmiðla hafa komið sér fyrir menn sem stunda beinar árásir á ÞK og komu sér fyrir í því augnamið einu að geta skaðað ímynd Þjóðkirkjunnar. Og þá spyr ég: Hvar er ritstjórnarstefna og gildagrunnur viðkomandi fjölmiðils?

Hvaða skoðanir á að banna í skólum, fjölmiðlum og í hinu opinbera rými – og hverjar á að leyfa?

Svarið er einfalt: Leyfum fölbreytileikanum að blómstra.

En snúum okkur að lokum aftur að Þorvaldi Gylfasyni og Bjarna Benediktssyni. Sterkasti leikur sitjandi fjármálaráðherra hefði verið að fagna skipan Þorvaldar í ritsjórastöðu hins norræna tímarits um hagfræði og leyfa síðan skoðunum að takast þar á á akademískan og pólitískan hátt, því hvorugt verðu aðskilið frá hinu. Þá hefði ráðherran getað sannað sig vitran og stóran – þannig eiga valdamenn einmitt að reyna að lifa – en Bjarni situr nú uppi með að vera talinn margfalt minni en hingað til.

P.S. Vinkona mín, Auður Styrkársdóttir, sendi mér tilvitnun í Dante eftir að ég hafði birt greinina og ég læt hana fylgja hér ásamt skýringum hennar:

Takk fyrir þessa mjög svo góðu grein. – Ég vil benda þér á staðinn þar sem Dante lýsir skoðun sinni á skoðanalausum. Það er í 3. kvæði og ég læt hér fylgja þýðingu Hjalta Snæs Ægissonar, bókmenntafræðikennara við H.Í. sem birtist í kennslubókinni: Sýnisbók heimsbókmennta (algjört grundvallarrit öllum sem unna bókmenntum, og það græt ég að hafa ekki kynnst því fyrr!). Ég hef ekki þýðingu Erlings við höndina . . .

Höfuð mitt var þjakað af hryllingi og ég / sagði: „Meistari, hvað er þetta sem ég heyri? / Og hvaða fólk er þetta sem virðist yfirbugað af þjáningu?“ / Hann sagði við mig: „Þessi eymdarskapur / er hlutskipti þeirra dapurlegu sála / sem lifðu án lasta og dyggða. / Þeim er blandað saman við kveifakór / englanna sem hvorki gerðu uppreisn / né voru trúir Guði, heldur stóðu afskiptalausir.“

Þeirra sem ekki taka afstöðu, þeirra sem lifa án lasta og án dyggða, þeirra sem eru huglausir, bíður eiginlega verra hlutskipti en allra annarra; þeir komast ekki einu sinni inn í Víti!: „Himinninn brottvísar þeim svo hann spillist ekki, / né tekur djúp helvítis við þeim / því þeir eru ekki samboðnir hinum fordæmdu.“

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Leitin að huglausa hagfræðingnum

Nú stendur yfir leitin að huglausa hagfræðingnum.

Stólvermir valdsins sem nú situr í fjármálaráðuneytinu vildi ekki mann í stöðu ritstjóra norræns tímarits, mann sem logar af hita og ástríðu fyrir réttlæti og sanngirni. Nei, ekki mann með áhuga eða heitar skoðanir sem brennur fyrir alþýðu þessa lands og heims, nei, ekki mann sem hefur andmælt ríkisstjórnum liðinna ára, látnum ríkisstjórnum, duglausum og án allrar döngunar þegar kemur að raunverulegu réttlæti og jöfnun lífskjara í landinu.

Nei, ekki hann! Alls ekki hann! Segir ráðherrann með roða í vöngum og velgju í hálsi. Hann sagði reyndar ekki: Ojbarasta! en kann akkúrat að hafa haft það orð í huga.

Útgerðin og allir hennar miskunnsömu samherjar (ojbarasta) veit að hún á urmul af seyðum í þessu landi, litlum bröndum, sem hún leyfir að ráða á yfirborðinu, með því að fóðra þau með gjöfum. Þessi seyði eru menn, karlar og konur, sem eru svo lítil að þau eru í raun miklu minni en lítil.

Hjálparsveitir landsins hafa ekki enn verið kallaðar út til leitar enda gerist þess ekki þörf því hug- og skoðanalausir hagfræðingar finnast í ráðnuneytum, í æðri menntastofnunum og víðar. En þeir eru í felum, þeir skýla sér á bak við skoðanaleysið og þess vegna eru þeir ekki og verða aldrei eftirsóttir fyrirlesar, hvorki í fjarlægum né nálægum löndum og enginn biður um þá í ritstjórastól virts tímarits.

Ég hlakka til að sjá hvaða síli ráðherran lyftir upp úr fiskabúri ráðuneytisins og fá að sjá í fréttunum þegar hann tekur um sporðinn með fingrum tveim, og sýnir sílið sem spriklar eins og allt nýfætt og óþroskað gerir. En sílið mun ekki lifa lengi, það breytist nefnilega í fisk á þurru landi, það mun deyja því það endist ekki fyrir utan búrið, ekki á göngunum eða í kaffistofunni, ekki á fundum og ráðstefnum, meira að segja ekki þótt dagpeningar séu í boði, ekki utan verndar og öryggis hinnar opinberu stöðu í háborg hugleysisins, þar sem hugmyndafræði réttlætisins hefur ekki enn fengið að blása um súrefnissnauða gangana.

Posted in Myndblogg, Stjórnmál | Tagged , , , , | Leave a comment

Fas fjármálaráðherra og valdbeiting gegn Þorvaldi Gylfasyni

Bjarni Benediktsson er vænn maður, sagði kona nokkur, sem þekkir til fjölskyldu hans, og bætti því við að hann væri svo vel upp alinn.

Ég efa ekki orð hennar enda játar hann að hafa lagt stein í götu Þorvaldar Gylfasonar en segist ekki hafa gert það vegna pólitískra skoðana fræðimannsins en samt gert það vegna þeirra – eða þannig! Hann bara vildi ekki Þorvald í stöðuna og beitti því neitunarvaldi sínu, eins og hann orðaði það. En voru það ekki afskipti? Er hægt að skilja það með öðrum hætti?

Í viðtali í Sjónavarpinu kom greinilega fram að rökin voru engin nema þau að Þorvaldur hefur oft gagnrýnt stjórnvöld á liðnum árum. Er þá ekki brýn ástæða fyrir valdakarla og kerlingar að skoða ögn þá gagnrýni?

Í augum okkar margra sem sáum Bjarna á skjánum hjá Rúv og heyrðum hann tala blasti það við að afstaða hans er byggð á óvild í garð fræðimannsins. Svo kom hann að skoðunum Þorvaldar og þá blasti sannleikurinn um Bjarna Benediktsdon við alþjóð. Þorvaldur hefur nefnilega óheppilegar skoðanir. Þannig hugsa einmitt hættulegir og spilltir stjórnmálamenn.

En vel upp alinn maður segir auðvitað sannleikann og neitar því ekki að hafa misbeitt valdi sínu. Hann viðurkennir ofbeldið í eigin hegðun, að hafa lagt stein í götu virts fræðimanns, sem er skeleggur baráttumaður fyrir réttlátu þjóðfélagi og kemur því oft við kaun valdamanna í landinu.

Fréttamaðurinn, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, var föst fyrir og lét Bjarna ekki komast upp með mótsagnir eða moðreyk. Þá setti hann ofan í við hana til að minna á hver væri handhafi valdsins. Bjarni sagðist ráða og mega ráða.

Hann hefur því í raun viðurkennt misbeitingu valds en með örlitlum roða í vöngum sem gaf kannski til kynna vott af óróa í samviskunni. Hann kannaðist við eigin ákvarðanir sem eru að margra áliti valdbeiting sem að minnsta kosti í augum sumra manna er í ætti við fasisma.

Já, verður það ekki að teljast sjaldgæf kurteisi og virðing við íslenskan almenning?

Við erum bara ekki vön slíkri eðal framkomu.

– – –

Myndirnar fann ég á vefnum og birti hér með þakklæti til þeirra er smelltu af.

Posted in Uncategorized | Tagged , , | Leave a comment

Fresh Watercolor Sketches from Eyjafjördur North Iceland

The mountain top of Kötlufell peaks through the cold winter clouds that cut the mountain in two. The sea is deep bluish/green. The ferry Sævar heads for Hrisey, Brushwood Island, North Iceland.
The house next door on Hrisey – Brushwood Island, North Iceland

A view from Hrisey – Brushwood Island, North Iceland. Höfdi – The Cape – is seen with snowy mountains in the background. Grenivik, a small town, rests under the mountain north of the Cape. The sea on a chilly June day (about 5 degrees Celcius) has a beautiful bluish/green color.

Posted in Uncategorized | Tagged , , , , , | Leave a comment

Nes church Norway, Calendar for June 2020- Watercolor Illustration

My watercolor sketches for the June calendar supporting repair of the church organ. This is the second year the Nes parish, Church of Norway (Lutheran), published a calendar with my works.

Clockwise from top:
Sun and sand, Alicante, Spain
Jonas drilling down fundament for the parasol
The average family enjoying life at the beach
Posted in Uncategorized | Tagged , , , , | Leave a comment

Still more sketches – Enn fleiri vatnslitaskissur

I was on my bike and the evening was cold. I stopped for a while and drew the fishing hut and the lighthouse in the evening sun.
The Seltjarnarnes Church looking from East to West.
Posted in Uncategorized | Tagged , , , , | Leave a comment

Nýjar vatnslitaskissur – New Watercolor sketches

Posted in Menning og listir, Myndblogg, Skissublogg, Urban Sketchers, Urban Sketches | Leave a comment

Um kveðjustundir, menningu, trú og réttlæti

Örn Bárður Jónsson

Uppstigningardagur 21. maí 2020 prédikun við útvarpsmessu í Breiðholtskirkju kl. 11 sem átti að vera á Grund en var flutt vegna Covid-19.

Ræðan er hér ef þú vilt hlusta:

Hér er tengill á upptökuna af allri messunni. Ræðan hefst á mínútu 20:30:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3dn

Þessi þjónuðu við guðsþjónustuna þar sem saman komu um 50 manns sem er hámark þar til í næstu viku en þá mega 200 koma saman!
Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.
Séra Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur predikar.
Lesarar: Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni Biskupsstofu og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma.
Organisti og stjórnandi: Örn Magnússon.
Kór Breiðholtskirkju syngur.

Hljóðupptöku finnur þú á vef RUV, Rás 1, 21. maí 2020 kl. 11 en getur lesið ræðuna hér fyrir neðan. Hún er auðvitað áhrifameiri með hljóði!

Komið þið sæl og blessuð.

Ég var spurður um það á þorranum, að mig minnir, hvort ég væri tilbúinn að prédika við þessa guðsþjónustu. Ég var hikandi í fyrstu, enda kominn á úreldingarlista eins og gamall ryðgaður togari, kominn á eftirlaun, en lét þó til leiðast. Continue reading

Posted in Efnahagsmál, Hugvekjur, Prédikanir, Stjórnmál, Trúmál, Uncategorized | Tagged , , , , , , , , , | 4 Comments

Þátttaka Íslands í Íraksstríðinu

Í gær, 5. maí, horfði ég á heimildamynd á RÚV um Íraksstríðið 2003 og hvernig það var réttlætt og undirbúið með lygum og falsfréttum af hálfu Bandaríkjastjórnar.

Mér varð hugsað til útifunda í Reykjavík, þar sem mörg okkar, sem sáum í gegnum lygavefinn, stóðum og mótmæltum því að íslenskir ráðamenn hefðu lagt innrásinn lið. Fólk kom einnig saman á Ísafirði, Akureyri og í Snæfellsbæ, til að mótmæla.

Ísland hafði lýst yfir stríði á hendur annarri þjóð með því að styðja hernað stórveldis gegn mun minna ríki þar sem allur málatilbúnaður var byggður á blekkingum og lygum.

Við bjuggum hvorki við lýðræði né þingræði heldur bjálfræði á þeim tímum. Bjálfar og undirlægjur voru við stjórnvölinn í landinu sem hirtu ekki einu sinni um að ráðfæra sig við útanríkismálanefnd Alþingis.

Á einum mótmælafundanna sem haldinn var á Lækjartorgi, einn kaldan laugardag, flutti ég ávarp. Að fundi loknum sendi ég textann til vefútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is. Textinn fékkst birtur þar en um það bil tveimur tímum eftir birtingu var hann horfinn af vefnum. Ég komst að því síðar að ritsjórinn hafði hringt í fréttamann á vaktinni og spurt: “Hvað er þessi texti hans Arnar Bárðar að gera á vefnum?” Starfsmaðurinn vissi hvað til síns friðar heyrði og tók færsluna út. Svona var nú sannleiksástin á þeim bæ á þeim tíma.

Stríðið hafði 10 árum síðar (2013) kostað Bandaríkjamenn 1,7 billjónir dollara og talið að heildarútgöld gætu numið 6 billjónum þegar öll kurl væru komin til grafar, 6 milljónum milljóna.

Við vorum með í þessu. Saga Íslands er breytt og landið á nú sína stríðsherra.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Dining out in Reykjavik

Enjoying good food at ROK restaurant. Ink sketch and watercolour.

Text in Icelandic and blue text in English.

Posted in Myndblogg, Skissublogg, Urban Sketchers, Urban Sketches | Leave a comment