Listamannalaun – Þvílík unun! Dísætur texti, dillandi kímnigáfa og djúp elska

Ný bók eftir rithöfundinn Ólaf Gunnarsson hefur litið dagsins ljós og það eru gleðitíðindi hverju sinni. Síðustu bækur hans hafa flestar verið breiðar og djúpar skáldsögur þar sem hann lýsir glímu fólks við erfiðar tilvistarspurningar á sviði trúar og heimspeki. Nú kemur fyrir augu lesenda bók um nána vini sem hann átti og horfnir eru á vit feðra sinna. Þeir voru Alfreð Flóki, Dagur Sigurðarson og Steinar Sigurjónsson.

img_0011

Sagnagáfu Ólafs kynntist ég fyrst fyrir rúmri hálfri öld. Þá vorum við unglingar á tímabili sem var rétt hafið og átti eftir að marka djúp spor í sögu og menningu heimsins, kennt við 68-kynslóðina. Ólafur á það til þegar við hittumst að rifja upp heilu samtölin frá því fyrir hálfri öld og gerir það með sinni næmu kímni og kankvísi. Hann rifjar gjarnan upp eitthvað sem ég sagði eða einhver annar úr vinahópnum, sem enginn man lengur – nema skáldið!

Ólafur, sem nam fræði gróssista við Verzlunarskólann, varð rithöfundur og kynntist sem slíkur listamönnum, sem eru mörgum eftirminnilegir, fóru mikinn og flugu hátt. Hann skrifar um 3 vini sína sem höfðu hver um sig meira þanþol en margur annar listamaðurinn þegar litið er til lífsþorsta og fangbragða við listagyðjuna. Þeir áttu sér stóra drauma og glæstar vonir en fengu að reyna í senn niðurlægingu og ísköld örlög. Sumt var sjálfskapað, annað ekki.

Þegar ég fékk bókina í hendur hér í Noregi á dögunum var ég staðráðinn í að treina mér hana og njóta a.m.k. í nokkra daga. Þær fyrirætlanir fuku fljótt út í veður og vind. Um miðja nótt eftir að bókin barst mér, vaknaði ég, teygði mig í hana og hætti ekki fyrr en á síðustu blaðsíðu.

Þvílík unun! Dísætur trexti, dillandi kímnigáfa og djúp elska.

Ólafur skrifar um þessa vini sína af fádæma næmni og hispursleysi án þess þó að niðurlægja persónurnar þrjár á nokkurn hátt. Þær fá að njóta sín án þess að höfundurinn upphefji sjálfan sig á þeirra kostnað.

Ólafur er að mínu mati meistari tilfinninga og tilvistar í sínum verkum og í þessari litlu bók birtist hans næma skáldgáfa, fimleg frásagnarlist, ískrandi húmor og djúp elska ti hrofinna vina.

Þessi bók gleður sannarlega hjartað og auðgar andann.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Sleeping on the train

Sat opposite these two on the train this morning from Brumunddal to Oslo.

Posted in Uncategorized | Tagged , , | Leave a comment

Læst í klóm varnarliðs sérhagsmunanna

Stjórnarskráin nýja er handlögð (nýyrði löggunnar) af fólki sem telur sig geta gert betur. Alþingi hefur ekki orkað að skrifa nýja í 74 ára sögu lýðveldisisns og mun ekki geta skrifað nýja. Þingið er vahæft til þess vegna hagsmunatengsla alþingismanna. Nýja stjórnarskráin hefur vakið verðkuldaða athygli fremstu fræðimanna í heimi á sviði stjórnskipunar og stjórnarskráa.

Þetta er tilraun mín til að túlka stöðuna. Þakka Halldóri teiknara á Fréttablaðinu fyrir hans karikatúr sem ég styðst við í þessari teikningu.

In this sketch I try to see what has happened to the new constitution which was written for Iceland and accepted of the people in a referendum (i.e. the 4 main points of the document). Since 2013 the document has been locked up by 4 different governments which all have proved to be against reforms because they have not been willing to let go off their special privileges or the privileges of those they feel obliged to support. See this link about the constitutional council: https://en.m.wikipedia.org/wiki/Icelandic_constitutional_reform,_2010–13

Posted in Myndblogg, Stjórnmál, Uncategorized, Urban Sketchers, Urban Sketches | Leave a comment

The shed- Uthus – Útihús

The shed beside beside my house in Norway. Autumn colours beginning to show its art. More to come!

Posted in Uncategorized | Tagged , , , | Leave a comment

Houses and a car in the rain

Einn regnvotan dag í Brumunddal.

På en regnvåt dag i Brumunddal.

On a rainy day in Brumunddal Norway.

Posted in Myndblogg, Uncategorized, Urban Sketchers | Tagged , , , | Leave a comment

Urban Sketching in Oslo

Had a great afternoon with sketchers in Oslo on Tuesday Sept 4, 2018. Tried to catch the building at the square where the statue of the painter Christian Krogh is placed. After we finished I enjoyed a fine dinner at a Chinese restaurant.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Eight Sketches a Week – eða þannig.

I have given myself more time recently to sketch. The workshop with Cris Franchevich in Oslo a week ago was a huge inspiration. Take it as it is!

Posted in Uncategorized | Leave a comment