Þann messudag bar að þessu sinni uppá 25. september. Dagurinn er mér kær enda merkisdagur í lífi mínu.
Til þess að halda upp á daginn fór ég í messu í morgun í Neskirkju. Þar messaði dr. Skúli Sigurður Ólafsson og Bjarni Jónatansson var organisti í forföllum Steingríms Þórhallssonar sem var veðurtepptur úti á landi, Rúnar Reynisson var kirkjuvörður.
Skúla mæltist vel að vanda og messaði falleg, sálmaval var gott og söngur og orgelleikur fagur. Kaffi og kex á Torginu eftir messu og gott spjall við safnaðarfólk.
Sjá meiri texta og svo vatnslitamyndir eftir þessi skil.
Andlit á vegg í Vesturbænum þar sem heitir Seljavegur – A face on a wall in the western part of ReykjavikMessa í Neskirju og sólin baðaði vegginn með Ljósinu eina – During a mass in Neskirkja where the sun casts it’s eternal Light on the altar wall.Karlar á gedduveiðum í Svíþjóð – Men fishing pike in Sweden.Rökræður um fordóma í sænsku sjónvarpi – Discussing predjudism in Swedish television.Tvær á trúnó á Jómfrúnni – Women meeting at Jómfrúin, The Virgin restaurant in Reykjavík.Iðnaðarmaður bíður eftir fundi – A tradesman waiting for a meeting.Nauthólsvíkin þar sem fólk syndir í sjónum og baðar sig í heitum laugum og spjallar saman – Nautholsvik, Reykjavik where people swim in the ocean and bathe in hot tubs and chat, solving all the problems of the world. Tourists standing and checking out the premises before getting ready for a dive in the ocean.Lambóll við Ægissíðu – A house called Lambhóll (Lamb hill) at Ægisíða-shore, Reykjavík.Lambhóll. Taka tvö. Nei ég var ekki á neinum lyfjum! – Lamb hill. Take two, No, I was not taking any drugs!Gróttuviti og melgresið mærir birtu sumars – The Grotta Lighthouse and the Alfa alfa straws praise summer.Grótta – Taka tvö – Grotta: Take Two!Við Reykjavíkurtjörn – Reykjavik Lake.Við Reykjavíkurtjörn: Taka tvö! – Reykjavik Lake: Take two!Gamall fiskibátur í Reykjavík – A classical fishing boat in Reykjavik.Horfði á The Gladiator og þar voru þessir vinir, keisarinn Markús Árelíus og Maximus – Whatching The Gladiator where these two friends discussed life, emperor Marcus Aurelius and Maximus.Gróttuviti, hákarlaskúri og Snæfellsjökull – The Grotta Lighthouse, a shark hut and the Snæfellsjokull Glacier seen from a 100 km distance or 60 miles.
Púkinn heitir kóngur í ríki nokkru sem heitir Sjússland og nær yfir mikið landsvæði, en er fátækt vegna ræningjagjengja sem ætt hafa um landið árum saman. Púkinn er forríkur því hann hefur farið fyrir ræningjunum og opnað þeim leiðir að bestu kjötkötlum landsins og látið þá greiða fyrir greiðann. Í landinu Thule, þar sem höfundur þessa sögukorns býr, eru sagðir vera til kunnáttumenn á sama sviði.
Bergstaðastræti 60, þar leigði ég fyrstu tvö árin mín í Verzló 1965-1967 en faðir minn leigði í sama húsi og hjá sama fólki á árunum 1937-1939.Gamalt verzlunarhús við Laugaveginn.Blóm á póstkorti til vinar.Teiknað og túlkað eftir lítilli tréstyttu.
Gatan mín, Sólgata. Í húsinu nr. 8 sem stendur á horni Sólgötu og Fjarðarstrætis, fæddist ég og ólst upp. Undraveröld allt um kring, sjór og fjöll, bryggjur og bátar, allar kynslóðir saman í bæ sem var og er einskonar míkrókosmos, smækkuð mynd af umheiminum, með verslunargötu à la meginland Evrópu.
Í bænum voru a.m.k. 4 bakarí þegar ég var strákur, 2 úrsmiðir, 2 silfursmiðir, 2 klæðskeraverkstæði, 2 eða 3 skósmiðir og svo annarskonar iðnaðarmenn af öllu tagi, 2 rækjuverksmiðjur, 2 stór frystihús, 2 skipasmíðastöðvar, smábændur inni í firði og svo inn um allt Djúp, höfn og bæjarbryggja, þar sem strandferðaskipin lögðust að og báturinn sem sótti fólk út í Catalina-flugbátinn áður en flugvöllurinn var opnaður. Undraveröld sem hefur fylgt mér alla tíð. Bærinn býr í hjarta mínu, fjöllin og fjörðurinn, fólkið og húsin, hljóð náttúrunnar, sjó- og mófuglar, vélahljóð bátanna sem sigldu inn eða út lygnan fjörðinn. Fólk í göngutúrum, spariklætt, meðfram spegilsléttum Pollinum á sumarkvöldum. Skólarnir með nesti fyrir lífið og söng ljóða- og ættjarðarsöngva. Gamla kirkjan, Hjálpræðisherinn og Salem, skátaheimilið og bíóið í Alþýðuhúsinu, verslanir af öllu tagi, verkstæði og smiðjur. Og yfir öllu himinninn sjálfur, heiðblár á sumrin en með dansandi norðurljósum á vetrarkvöldum með grænum og fjólubláum litum sem sveifluðust um himinhvolfið eins og risastórt leikhústjald sem bylgjaðist eins og hið dumbrauða fyrir sviði Alþýðuhússins en bara milljónsinnum stærra og fallegra. Sólgatan er 100 metrar að lengd og gott að mæla vegalengdir í Sólgötum. Ég syndi t.d. oft 2 Sólgötur eða jafnvel 3-4. Fyrir sunnan götuna blasir Kubburinn við en fyrir norðan, handan Djúpsins, blasir við sjálf Snæfjallaströndin.
You must be logged in to post a comment.