Hvítasunnudagur í Neskirkju 28. maí 2023

Skissaði 3 myndir í messunni sem var góð og gefandi á hvítasunnudag en þá fagnar kirkjan um allan heim úthellingu heilags anda sem enn starfar og gefur kraft og líf. Þetta er dagur lita og gleði. Messuskrúðinn er rauður sem vísar í eldinn sem minnir á eldtungurnar sem settust á hvert og eitt þeirra sem fylltust andanum á hvítaasunnudag forðum og töluðu tungum. Tungutal er dásamleg gjöf. Þegar beðið er í tungum, biður hjartað klökkt af gleði.

Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir messaði.
Steingrímur þandi orgelið með mögnuðu eftirspili og stýrði kórnum í stólversi.

Prestur og meðhjálpari útdeildu, dr. Steinunn Arnþrúður og Þórdís Ívarsdóttir, form. sóknarnefndar.

Hvað býr í boxinu?

Föstudaginn langa tók ég í sundur litla pappaöskju utan af rafhlöðu sem ég þurfti að endurnýja og þegar kassinn breiddi úr sér var hann krosslaga.

Ég málaði á pappann mynd sem tengist atburði föstudagsins langa og hér er verkið:

Krossfestur.
Umbúðir.
Leyndardómar,
sem opnast og verða augljósir með augum trúarinnar.
Mynd af atburði sem sneri veröldinni á hvolf og gerir enn. Þjáning og dauði breyttust í upprisu og sigur lífsins yfir dauðanum að morgni páskadags.

Eftirprentanir af vatnslitamyndum. Tilboðsverð.

Eftirprentanir í takmörkuðu upplagi af vatnslitamyndum eftir Örn Bárð Jónsson.

Prentun: Idigo Digital á Munken Polar 240 gramma pappír.

10 eintök af flestum myndunium eru til sölu. Stærð flestra þeirra er A4 og seljast þær til innmrömmunar en sumar eru ferningslaga 25×25 cm

Prentun: Pixel ehf. Vandaður pappír, hágæðaprentun.

Viltu sjá meira?

Lesa meira

Fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð og tvöfalt vígsluafmæli

Við Ægisíðu

Þann messudag bar að þessu sinni uppá 25. september. Dagurinn er mér kær enda merkisdagur í lífi mínu.

Til þess að halda upp á daginn fór ég í messu í morgun í Neskirkju. Þar messaði dr. Skúli Sigurður Ólafsson og Bjarni Jónatansson var organisti í forföllum Steingríms Þórhallssonar sem var veðurtepptur úti á landi, Rúnar Reynisson var kirkjuvörður.

Skúla mæltist vel að vanda og messaði falleg, sálmaval var gott og söngur og orgelleikur fagur. Kaffi og kex á Torginu eftir messu og gott spjall við safnaðarfólk.

Sjá meiri texta og svo vatnslitamyndir eftir þessi skil.

Lesa meira

Skissu-uppskera s.l. daga – Reaping sketches for a few days in Reykjavik, Iceland

Andlit á vegg í Vesturbænum þar sem heitir Seljavegur – A face on a wall in the western part of Reykjavik
Messa í Neskirju og sólin baðaði vegginn með Ljósinu eina – During a mass in Neskirkja where the sun casts it’s eternal Light on the altar wall.
Karlar á gedduveiðum í Svíþjóð – Men fishing pike in Sweden.
Rökræður um fordóma í sænsku sjónvarpi – Discussing predjudism in Swedish television.
Tvær á trúnó á Jómfrúnni – Women meeting at Jómfrúin, The Virgin restaurant in Reykjavík.
Iðnaðarmaður bíður eftir fundi – A tradesman waiting for a meeting.
Nauthólsvíkin þar sem fólk syndir í sjónum og baðar sig í heitum laugum og spjallar saman – Nautholsvik, Reykjavik where people swim in the ocean and bathe in hot tubs and chat, solving all the problems of the world. Tourists standing and checking out the premises before getting ready for a dive in the ocean.
Lambóll við Ægissíðu – A house called Lambhóll (Lamb hill) at Ægisíða-shore, Reykjavík.
Lambhóll. Taka tvö. Nei ég var ekki á neinum lyfjum! – Lamb hill. Take two, No, I was not taking any drugs!
Gróttuviti og melgresið mærir birtu sumars – The Grotta Lighthouse and the Alfa alfa straws praise summer.
Grótta – Taka tvö – Grotta: Take Two!
Við Reykjavíkurtjörn – Reykjavik Lake.
Við Reykjavíkurtjörn: Taka tvö! – Reykjavik Lake: Take two!
Gamall fiskibátur í Reykjavík – A classical fishing boat in Reykjavik.
Horfði á The Gladiator og þar voru þessir vinir, keisarinn Markús Árelíus og Maximus – Whatching The Gladiator where these two friends discussed life, emperor Marcus Aurelius and Maximus.
Gróttuviti, hákarlaskúri og Snæfellsjökull – The Grotta Lighthouse, a shark hut and the Snæfellsjokull Glacier seen from a 100 km distance or 60 miles.

Um Púkann og stallara hans Larfa

Púkinn heitir kóngur í ríki nokkru sem heitir Sjússland og nær yfir mikið landsvæði, en er fátækt vegna ræningjagjengja sem ætt hafa um landið árum saman. Púkinn er forríkur því hann hefur farið fyrir ræningjunum og opnað þeim leiðir að bestu kjötkötlum landsins og látið þá greiða fyrir greiðann. Í landinu Thule, þar sem höfundur þessa sögukorns býr, eru sagðir vera til kunnáttumenn á sama sviði.

Lesa meira