
enda Íslendingar í miklum slag á Evróumótinu






heyrandi hlustar með virkum prjónum


og mikilvæg hugtök
sem varða hið stóra samhengi
Writer – Painter – Theologian
Rithöfundur – Málari – Guðfræðingur
“Six Tuscan Poets” by the Italian Renaissance painter, architect, and art historian Giorgio Vasari










Börnin sungu í leikskólanum um þorramatinn og við sáum þau glöð í fréttum RÚV en svo var þar líka frétt af þórrablóti Stjörnunnar í Garðabæ og þá voru þar fullorðnir karlar, veislustjórar, sem voru eins og viðrini og annar þeirra kúgaðist hreinlega við að smakka lundabagga. Þessir sögufirrtu strákar virðast hvorki vita né skilja að það var afrek þjóðarinnar að lifa af veturinn í þúsund ár án yls í húsum, fyrstikista og ísskápa. Engar búðir voru í landinu og allt unnið heima. Því varð að geyma matinn í súr sem var unnin úr mólkinni úr kúnni og þegar leið á aldirnar kom innflutt salt sem gerði fólki kleift að setja matinn í salt. Súrir lundabaggar eru góðmeti, reykt kjöt sem við köllum hangikjköt líka, fiskurinn var þurrkaður í skreið, bleyttur upp og soðinn sem slíkur og af honum keimur sem við kunnum að njóta sem ólumst upp við að borða fisk fimm sinnum í viku, soðinn, saltaðan, siginn. Og svo borðaði maður hákarl löngu áður en maður mátti smakka brennivín sem fullorðnir verða að hafa til að skola lostætinu niður og þar með deyfa eðalbragðið.
Heilu kynslóðirnar sem eru aldar upp á pakkamat og hamborgurum og pítsum, sem eru að mestu hvítt dúrrumhveiti og svo eru það þessar núðlur úr sama efni sem Ítalir hafa kennt öllum heiminum að borða, en er fínmalað korn og auðmelt sem keyrir upp blóðsykur sem fellur svo hratt eftir máltíðina og gerir fólk þreytt og sifjað. Er nema von að vannærðar kynslóðir séu skrítnar í háttum og fúlsandi við alvöru mat?
Elksurnar mínar, fáið ykkur bara meira kókópöföss og gleðihringi sem kallast séríós á bjagaðri íslensku og svo pakka af hrauni í eftirmat.
Skolið þessu svo niður með lítra af sykurþrútnum kóladrykk.
Þorramatur! Namminamm!

Hvenig stendur á því að forseti BNA getur hegðar sér eins og óþekkur krakki og farið sínu fram ásamt her misvitra maura í Hvíta húsinu og það algjörlega án þess að þingið hafi nokkuð um það að segja?
Hvernig er þrískiptingu valdsins háttað í BNA?
Skv. stjórnarskránni í þvísa landi er um að ræða löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þingið setu lögin, dómsvaldið túlkar þau og forsetinn/ríkisstjórnin framkvæmir það sem lögin heimila.
En vantar ekki eitthvað uppá í BNA um að tempra framkvæmdavaldið?
Forsetinn kann ekki að hegða sér sem stjórnmálamaður sem fer eftir leikreglum lýðræðis heldur er hann eins og illa upp dreginn drengstauli á stuttbuxum með sleikjó í munni sér og heimtar allt sem hann langar í og mamma og pabbi láta það eftir honum. Hann er óuppalinn og kann ekki mannasiði og því ekki hæfur í húsi stórnmálanna fremur en fíll í postulínsbúð. Stjórnmál hafa sínar siðareglur sem kenndar eru við diplómasíu.
Komið þessum manni frá sem allra fyrst.
Svo er annar maður sem ekki á heldur að stjórna landi. Hann var alinn upp af KGB og er glæpon og fantur með minnimáttarkennd, en hún á það einmitt til að brjótast út í mikilmennskubrjálæði.
Heimurinn ætti að vera hannaður með einhverskonar búnaði til að hægt væri að sturta niður slíkum kónum.
Messuheimsókn Glitnisbræðra á stofndegi stúkunnar 11. janúar 2026 en þá voru liðin 51 ár frá stofnun hennar.
Jónas Þórir, kantor Reglunnar og organisti Bústaðakirkju stjórnaði tónlist ásamt Jóni Kristni Cortez. Söngsveit Glitnis söng og fyrir altari þjónuðu séra Laufey Brá Jónsdóttir og séra Leifur Ragnar Jónsson sem prédikaði.
Ég skissaði 3 myndir meðan á messunni stóð og birti þær hér með beiðni um að sjáendur taki viljann fyrir verkið.



Er í lagi að gagnrýna feminismann?
Sett hér inn til að kynna þessi sjónarhorn Carrie Gress án þess að ég taki endilega undir þau öll, en hins vegar hefur feminisminn fengið nánast frítt spil án mikillar gagnrýni undanfarna áratugi.
Viðtal hins virta vísindamanns, geðlæknis og sérfræðings í rannsóknum á heilahvelum manna, Iain McGilchrist við Carrie Gress.
Þýtt með Google translate sem mætti lagfæra og slípa en gefur samt sýn á skoðanir Gress.
ENSKI TEXTINN ER NEÐANMÁLS.

Carrie Gress er með doktorsgráðu frá Kaþólska háskólanum í Ameríku og er kennari við Pontifex-háskóla. Ritverk hennar hafa birst í Aleteia, Catholic Vote, Catholic World Report, The National Catholic Register, New Advent, Real Clear Religion, Reddit, Zenit, EWTN Radio, Relevant Radio, BBC og CBC sjónvarpsstöðvum.
Smelltu á fyrirsögnina til að sjá viðtalið í heild.
Viltu hlusta? Hér er upptakan:

var gerð frá Vídalínskirkju mánudaginn 12. janúar 2026
Fjölmenni fylgdi henni til grafar og þar á meðal góður hópur skólasystkina Margrétar úr Verzlunarskóla Íslands.
Margrét var frábær manneskja sem lét víða til sín taka, var virk í kirkjulegu starfi, sat hún á Kirkjuþingi og var driffjöður í samtökunum Vinir í bata.
Blessuð sé minning hennar.
Ég birti allar myndirnar 9 og vona að allir finni sig í sínu fínasta á a.m.k. einni þeirra!
Smelltu á fyrirsögnina efst til að sjá alla færsluna!

Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
Útför frá Neskirkju
föstudaginn
9. janúar 2026 kl. 13


Hljóðupptaka er hér og með ögn af innskotum sem ekki eru í rituðum texta.
Smelltu á nafnið efst til að sjá alla ræðuna.


Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
+Sólveig Jónsdóttir
1947-2025
Útför frá Seljakirkju
þrettánda dag jóla,
6. janúar 2026 kl. 15:00.
Hljóðupptakan er í tveimur þáttum. Kveikja þarf á hverjum fyrir sig.
Smelltu á nafnið efst á þessari síðu og þá opnast allur textinn!
(meira…)Örn Bárður Jónsson tók saman og les. Viltu hlusta? Upptakan er á næsta leiti og tekur 16 mínútur í hlustun.

Ritun þessarar færslu hófst við vetrarsólstöður 21. desember 2025. Ljósið breytir lífi allra og ekki síst okkar sem norðrið byggjum. Skref fyrir skref hrekur ljósið myrkrið á braut.
Ég þekki þessi tilþrif himnakraftanna vel enda fæddur í Sólgötu á Ísafirði – undir bröttum og háum fjöllum á þrjár hliðar fjarðar – þar sem fólk heldur sólarkaffi 25. janúar ár hvert þegar sólin hefur náð að lýsa upp efri bæinn og svo kirkju og grafir – og þá tekur Sólgatan við! Nafn götunnar tekur mið af því að ljósið sigrar allt, líka gröf og dauða.
(meira…)
You must be logged in to post a comment.