Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
Útför frá Neskirkju
föstudaginn
9. janúar 2026 kl. 13


Hljóðupptaka er hér og með ögn af innskotum sem ekki eru í rituðum texta.
Smelltu á nafnið efst til að sjá alla ræðuna.
Writer – Painter – Theologian
Rithöfundur – Málari – Guðfræðingur
“Six Tuscan Poets” by the Italian Renaissance painter, architect, and art historian Giorgio Vasari
Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
Útför frá Neskirkju
föstudaginn
9. janúar 2026 kl. 13


Hljóðupptaka er hér og með ögn af innskotum sem ekki eru í rituðum texta.
Smelltu á nafnið efst til að sjá alla ræðuna.


Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
+Sólveig Jónsdóttir
1947-2025
Útför frá Seljakirkju
þrettánda dag jóla,
6. janúar 2026 kl. 15:00.
Hljóðupptakan er í tveimur þáttum. Kveikja þarf á hverjum fyrir sig.
Smelltu á nafnið efst á þessari síðu og þá opnast allur textinn!
(meira…)Örn Bárður Jónsson tók saman og les. Viltu hlusta? Upptakan er á næsta leiti og tekur 16 mínútur í hlustun.

Ritun þessarar færslu hófst við vetrarsólstöður 21. desember 2025. Ljósið breytir lífi allra og ekki síst okkar sem norðrið byggjum. Skref fyrir skref hrekur ljósið myrkrið á braut.
Ég þekki þessi tilþrif himnakraftanna vel enda fæddur í Sólgötu á Ísafirði – undir bröttum og háum fjöllum á þrjár hliðar fjarðar – þar sem fólk heldur sólarkaffi 25. janúar ár hvert þegar sólin hefur náð að lýsa upp efri bæinn og svo kirkju og grafir – og þá tekur Sólgatan við! Nafn götunnar tekur mið af því að ljósið sigrar allt, líka gröf og dauða.
(meira…)
Við setjum gjarnan borða utan um gjafir og bindum á slaufu. Slíkt gleður augað. Þannig slaufa er nafnorð.
En svo er það sögnin að slaufa sem er einnig til í samsettu orðunum slaufunarmenning, slaufunarárátta, á ensku cancel culture sem stundum leiðir nánast til aftöku persónu þó hún haldi samt lífi.
Á samfélagsmiðlum verða margir fyrir því að þeim er slaufað vegna skoðana sinna og tjáningar. Sjálfur hef ég ítrekað orðið fyrir því.
(meira…)Rupert Shortt í The Spectator á jóladag 25. desember 2025

Þó að sýnin á jólin sé stöðnuð og gölluð, þá dregur dálkahöfundur The Guardian [einn af leiðandi miðlum til vinstri í Bretlandi], Polly Toynbee, saman röksemdir efahyggjumanna á afhjúpandi hátt. Bókin, sem kom út fyrir þremur árum, er yfirgripsmikil. Þar er tekist á við neikvæða gagnrýni sem komið hefur fram árlega í desembermánuði af hálfu bandamanna efans áratugum saman. „Eins og mér milslíkar flest í kristinni trú, þá er táknmyndin af stjörnu, fjárhúsi, jötu, konungum og hirðum, sem heilsa nýju barni, alheimstákn mennskunnar … En restin finnst mér andstyggileg. Hvers vegna að bera á sér tákn barbarískrar pyntingar? Píslarvætti er andstyggileg dyggð, eins og að leggja á sig ævarandi sektarkennd.“
Grein af Vefnum um merkan fornleifafund sem vitnar um kristna trú

Í kyrrlátri gröf nálægt Frankfurt í Þýskalandi var maður lagður til hvíldar um árið 250 e.Kr. Undir höku hans var hans hinsta eign: lítill, 3,8 cm silfurhólkur á snúru. Í aldaraðir var leyndarmálið – þétt rúlla úr silfurpappír – læst inni, of brothætt fyrir fornleifafræðinga að opna án þess að eyðileggja það.
Í ár var þetta leyndarmál loksins afhjúpað. Með því að nota háþróaða tölvusneiðmyndatækni bjuggu vísindamenn til ítarlegt þrívíddarlíkan af bókrollunni og réðu vandlega latneska áletrun hennar. Skilaboðin eru nú staðfest að vera elsti hreinkristni gripurinn sem fundist hefur norðan Alpanna.
(meira…)Kveðja mín er ofin inn í meðfylgjandi sálm sem ég þýddi og umorti úr norsku og lýsir lífsbaráttu á norðurslóðum og á því vel við hér á Vestfjörðum og um allt land ef svo ber undir.

Jólasálmur á Norðurslóðum
Send blessun og frið yfir fjörðinn,
fær blessun og ljós yfir lönd.
Og blessa þau eilífu orðin,
um vonir og útrétta hönd.
Vernda það góða þú gafst oss,
þann daginn oss bar hér að strönd,
gef oss að trúa og forð´oss að flækjast
í fátæktarbönd.
–
Vér horfðum oft grátand’ í gaupnir,
en glæst er hin sterka trú,
nú karlarnir konunum jafnir,
í kærleiksverkum sem þú.
Nú bíður vor harðasta hríðin,
með harðfylgi náum vér heim,
þar ljósið lýsir og aðventutíðin,
með líkn frá Betlehem.
–
Guðs friður í djúpi, á fjalli,
svo farnist vel byggð og jörð,
Guðs friður í fjárhús’ og stalli,
yfir fannir og harðan svörð.
Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,
þín miskunn nær út yfir jörð,
heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur
og fólkið – þína hjörð.
Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.
Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019
Píanóleikinn fann ég á Netinu en hljóðfæraleikarans var ekki getið þar. Guð blessi fingrafiman flytjanda.
Í dag, 21. desember 2025 eru vetrarsólstöður.
Nú fer daginn að lengja!
Það eru gleðitíðindi.
Hér er ein lítil vatnslitamynd máluð í Varsjá þar sem ég ver jólunum í ár með þrem barnabörnum af tveim stofnum!

Njótið aðventunnar og Guð gefi ykkur gleðileg jól!
Svala Björk sem býr á meginlandi Evrópu er fimmtug í dag, 15. desember, dóttir okkar Bjarnfríðar Jóhannsdóttur.
Þegar hún fæddist á Fæðingarheimili Reykjavíkur var Borgin á kafi í snjó um morguninn, veður stillt og allt eins og mynd á jólakorti.
Borgarbúar risu á fætur og fóru á stjá, mörkuðu fótspor í snjóinn og bifreiðar skáru hjólför sín í fegurðina.
Veröldin eins og ævintýraheimur og gjöf lífsins einstök.

Í tilefni af stórafmælinu varð þessi bragur til:
Er þú fæddist fönnin skær,
fegurð glæddi heim,
hrein var borg og sérhver bær,
blessun streymd'um geim.
Góð sem engill, ætíð kær,
elsku Svala mín.
Bliki áfram blíð og skær,
bláu augun þín.
Ætíð gleðin eflist þér,
ávallt ljúf og góð
Guði þökk er gaf þig mér,
gaf mér þetta ljóð.
Til hamingju, elsku Svala mín!
Ólafur Arnarson ræðir við Örn Bárð Jónsson í des 2025
Smelltu á auða svæðið fyrir neðan þennan texta!
https://podcasts.apple.com/is/podcast/eyjan/id1576340932?i=1000741011598

Uppruni og mótun, lífshlaup og störf,
hvernig trúin blómstraði og breytti lífi mínu
You must be logged in to post a comment.