Örn Bárður Jónsson
Uppstigningardagur 21. maí 2020 prédikun við útvarpsmessu í Breiðholtskirkju kl. 11 sem átti að vera á Grund en var flutt vegna Covid-19.
Ræðan er hér ef þú vilt hlusta:
Hér er tengill á upptökuna af allri messunni. Ræðan hefst á mínútu 20:30:
https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3dn

Séra Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari.
Séra Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur predikar.
Lesarar: Kristín Kristjánsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni Biskupsstofu og Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma.
Organisti og stjórnandi: Örn Magnússon.
Kór Breiðholtskirkju syngur.
Hljóðupptöku finnur þú á vef RUV, Rás 1, 21. maí 2020 kl. 11 en getur lesið ræðuna hér fyrir neðan. Hún er auðvitað áhrifameiri með hljóði!
Komið þið sæl og blessuð.
Ég var spurður um það á þorranum, að mig minnir, hvort ég væri tilbúinn að prédika við þessa guðsþjónustu. Ég var hikandi í fyrstu, enda kominn á úreldingarlista eins og gamall ryðgaður togari, kominn á eftirlaun, en lét þó til leiðast. Ég hef varla prédikað á íslensku í 5 ár enda starfaði ég og prédikaði yfir norskum söfnuðum, skírði, fermdi, gifti og jarðsöng Norðmenn og varð að tala bæði nýnorsku og svonefnd bókmál. Og nú er ég hér í dag sem fyrrverandi sóknarprestur, einskonar ellismellur, en það orð er notað um gamalt lag sem kannski var einu sinni vinsælt.
Lesa meira
You must be logged in to post a comment.