Fimmtándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð og tvöfalt vígsluafmæli

Þann messudag bar að þessu sinni uppá 25. september. Dagurinn er mér kær enda merkisdagur í lífi mínu.

Til þess að halda upp á daginn fór ég í messu í morgun í Neskirkju. Þar messaði dr. Skúli Sigurður Ólafsson og Bjarni Jónatansson var organisti í forföllum Steingríms Þórhallssonar sem var veðurtepptur úti á landi, Rúnar Reynisson var kirkjuvörður.

Skúla mæltist vel að vanda og messaði falleg, sálmaval var gott og söngur og orgelleikur fagur. Kaffi og kex á Torginu eftir messu og gott spjall við safnaðarfólk.

Sjá meiri texta og svo vatnslitamyndir eftir þessi skil.

Lesa meira

Skissu-uppskera s.l. daga – Reaping sketches for a few days in Reykjavik, Iceland

Andlit á vegg í Vesturbænum þar sem heitir Seljavegur – A face on a wall in the western part of Reykjavik
Messa í Neskirju og sólin baðaði vegginn með Ljósinu eina – During a mass in Neskirkja where the sun casts it’s eternal Light on the altar wall.
Karlar á gedduveiðum í Svíþjóð – Men fishing pike in Sweden.
Rökræður um fordóma í sænsku sjónvarpi – Discussing predjudism in Swedish television.
Tvær á trúnó á Jómfrúnni – Women meeting at Jómfrúin, The Virgin restaurant in Reykjavík.
Iðnaðarmaður bíður eftir fundi – A tradesman waiting for a meeting.
Nauthólsvíkin þar sem fólk syndir í sjónum og baðar sig í heitum laugum og spjallar saman – Nautholsvik, Reykjavik where people swim in the ocean and bathe in hot tubs and chat, solving all the problems of the world. Tourists standing and checking out the premises before getting ready for a dive in the ocean.
Lambóll við Ægissíðu – A house called Lambhóll (Lamb hill) at Ægisíða-shore, Reykjavík.
Lambhóll. Taka tvö. Nei ég var ekki á neinum lyfjum! – Lamb hill. Take two, No, I was not taking any drugs!
Gróttuviti og melgresið mærir birtu sumars – The Grotta Lighthouse and the Alfa alfa straws praise summer.
Grótta – Taka tvö – Grotta: Take Two!
Við Reykjavíkurtjörn – Reykjavik Lake.
Við Reykjavíkurtjörn: Taka tvö! – Reykjavik Lake: Take two!
Gamall fiskibátur í Reykjavík – A classical fishing boat in Reykjavik.
Horfði á The Gladiator og þar voru þessir vinir, keisarinn Markús Árelíus og Maximus – Whatching The Gladiator where these two friends discussed life, emperor Marcus Aurelius and Maximus.
Gróttuviti, hákarlaskúri og Snæfellsjökull – The Grotta Lighthouse, a shark hut and the Snæfellsjokull Glacier seen from a 100 km distance or 60 miles.

+Þórður Höjgaard Jónsson 1944-2022

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Þórður Höjgaard Jónsson

frá Höfnum og Keflavík

1944-2022

Útför (bálför) frá Fossvogskirkju

þriðjudaginn 23. ágúst 2022 kl. 13

Jarðsett í Sóllandi

Texti og hljóðskrá eru hér fyrir neðan.

Sálmaskráin með textum og myndum er neðanmáls.

Lesa meira

+Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir 1917-2022

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir

frá Ísafirði

f. 22. ágúst 1917, d. 18. júlí 2022

Útför frá Kópavogskirkju, fæðingardag hennar, fyrir 105 árum, mánudaginn 22. ágúst 2022 kl. 13

Ræðan, bæði texti og hljóðupptaka eru í næstu smellu. Kveðjur eru ekki á upptökunni, en texti þeirra er neðanmáls.

Sálmaskráin er einnig neðanáls.

Lesa meira

Kona í mjólkurkæli

Texti og hljóðupptaka. Til að hlusta ýttu á þríhyrninginn.

Ég hitti konu á dögunum í mjólkurkæli í Bónus á Grandanum. Ég tek það fram að við vorum ekki ein. Þar var fleira fólk á ferli og hún Hrefna var þar með syni sínum, en þegar hún sá mig, varð hún svo glöð, sem hún er reyndar að eðlisfari, fagnaði mér innilega og sagðist bara fá óvænta blessun frá prestinum í Bónus! Ég hló og signdi yfir hana og það var ekki bara í einhverju kæruleysislegu gamni heldur einnig í gleðilegri alvöru.

Ég hrósaði gleði hennar og björtu brosi og minnti á hve miklu máli skiptir að fólk efli góð og gleðileg samskipti. Það er nefnilega svo, að samfélagið er í grunninn heilandi og líknandi í sjálfu sér, þegar fólk gefur af sér í kærleika og með gleði. Við ræddum þennan heilandi og líknandi þátt þjóðfélagsins í stuttu samtali.

Það að hitta fólk er okkur öllum nauðsyn. Við erum félagsverur og ófáar sögurnar höfum við heyrt meðan Kófið hefur staðið yfir og valdið því að margir hafa einangrast og misst af svo mörgu sem heilbrigt samfélag getur veitt í erli daganna.

Stórkostleg kvikmynd um uppvöxt skáldkonunnar, Astrid Lindgren, ungligsár og fram yfir tvítugt, sem nýlega var sýnd á Rúv, endar á þessu ljóði:

Stökkva,

þora að stökkva,

gegnum dauðann,

inn í lífið,

stökkva,

þora að stökkva,

gegnum myrkrið,

inn í ljósið,

muna að lifa,

að njóta þess,

finna að sumarið er þitt,

muna að lifa,

taka eitt skref áfram,

eða afturábak ef þú vilt,

nananana,nanannannana,

nananana,nanannannana.

Í köldum mjólkurkæli var pláss fyrir hlýtt viðmót, bjart bros og heilandi orð sem yljuðu mér á leiðinni heim á hjólhesti mínum í 10 gráðum plús og vindi sem mældist 5 metrar á sekúndu.

Búðarferð þessi varð mér til mikillar blessunar, sem ég þakka Guði fyrir og auðvitað einnig, guðsbarninu, henni Hrefnu.

https://kjarninn.is/skodun/kona-i-mjolkurkaeli/

Íþróttafréttamenn með “falskan” tón

Íþróttafréttamenn tala sumir einkennilega íslensku með enskum áherslum.

Málið er nefnilega músík og tungan er tónlist og það fer illa að tala „falska“ íslensku.

Stúlkan sem varð fyrir barðinu á mér í þessu tilfelli er ekki ein um þennan kæk, hann er algengur meðal íþróttafréttamanna.