
Elli og Ella á kjörstað

Þú getur hlustað með því að halda áfram og velja afspilun.
Örn Bárður Jónsson
Minningarorð
+Gunnar I. Guðjónsson
1941-2022
Myndlistarmaður og grásleppukarl m.m.
Útför (bálför) frá Neskirkju,
fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 15
Ritningarlestrar eru neðanmáls en eru ekki á upptökunni.
Lesa meiraÖrn Bárður Jónsson
Minningarorð
+Guðrún Helga Agnarsdóttir
1948-2022
Vatnsstíg 19, Reykjavík
Útför (bálför) frá
Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 28. apríl 2022, kl. 13
Ritningarlestrar eru neðanmáls en ekki á hljóðupptökunni.S
Sálmaskráin er neðanmáls.
Upptakan er á næstu smellu:
Lesa meiraÖrn Bárður Jónsson
Minningarorð
+Bergljót Halldórsdóttir
1938-2022
Útför (bálför) frá Fríkirkjunni í Rvk.
þriðjudaginn 19. apríl 2022
Sálmaskráin er neðanmáls og kveðjur sem bárust voru fluttar eftir blessun og eru ekki með á hljóðupptökunni.
Lesa meiraVið, mannfólkið, höfum þrjár vitstöðvar sem ég kalla svo.
Sú sem oftast er talin stjórna öllu viti okkar er í höfðinu. Þar er bókvitið, getan til að lesa, reikna og teikna og vinna allskonar vísindaleg verkefni. Þar býr rökhugsunin sem er svo skemmtilegt að glíma við og þroska. En þessi stöð ræður ekki við allt sem að manninum snýr.
Við þekkjum öll orðið brjóstvit sem vísar til vitstöðvar sem við köllum stundum hjartað. Ég finn það í hjarta mér, er stundum sagt. Í Íslensku hómilíubókinni eru stólræður presta frá því snemma eftir kristnitöku og er þar að finna líklega elstu texta sem til eru á íslenskri tungu. Í einni þeirra talar prestur um að taka til í bróstkirkjum órum eða brjóstkirkjum vorum. Brjóstkirkjan er helgidómur andans og þar skiljum við margt sem heilinn ræður ekki við. Við getum t.d. skynjað eilífðina, óendanleikann, trúna, handanveruna, hið yfirnáttúrulega – og sjálfa ástina. Heilinn getur ekki sett ástina í excelskjal og reiknað hana út en brjóstvitið kann að reikna hana fram og til baka og skilgreina á þann hátt sem engin orð megna að tjá.
Svo kemur þriðja vitstöðin og hún er enn neðar í líkamanum en hjartað. Á ensku er talað um „gut feeling“, að finna eitthvað djúpt inni í sjálfum sér. Þegar Jesús gekk um og gerði gott er þess oftar en einu sinni getið í guðspjöllunum að hann hafi kennt í brjósti um einstaklinga eða hópa fólks, hann fann til með þeim.
„Þegar Jesús steig á land sá hann þar margt manna og hann kenndi í brjósti um þá því að þeir voru sem sauðir er engan hirði hafa.“ (Mark 6.34)
Orðið í frumtexta Nýja testamentisins um þessa kennd er „ἐσπλαγχνίσθη“ sem vísar til kviðarins, iðra, innyfla. Þarna er þriðja vitið. Ég hef gefið því tvö nöfn: iðravit og kviðvit og nota hið síðara því bókviti mínu hugnast þeð betur, hitt vísar í iðrakvef og fleiri óþægilega hluti og miður þekkilega.
Kviðvitið hjálpar okkur t.d. að finna til samkenndar með fólki og setja okkur í spor annarra.
Við finnum oft eitthvað á okkur, skynjum kenndir í líkamanum sem vísa okkur veg, stýra gjörðum okkar mun oftar en við kannski áttum okkur á. Hvaðan kemur okkur þetta vit? Stundum úr höfðinu eða hjartanu eða kviðnum.
Vitið er nefnilega víðar en í höfðinu.
Við höfum í raun þrjár vitstöðvar:
Bókvit
Brjóstvit og
Kviðvit.
Ritað föstudaginn langa 2022.
Guð gefi þér innri frið og kyrrð um bænadagana og svo yfirfljótandi gleði þegar páskahátíðin sjálf gengur í garð, sunnudaginn stærsta.
Fyrir mörgum árum þýddi ég textann góða, Tears in Heaven, eftir Eric Clapton, sem hann orti eftir að hafa misst son sinn sem féll út um glugga háhýsis.
Eric syrgði son sinn og orti þetta ljóð um himininn. Mundi drengurinn þekkja hann þar í fyllingu tímans? Hann veit að hann sjálfur á ekki heima á himum, ekki fyrr en kannski síðar, og því verður hann að halda lífinu áfram og vinna úr sorginni.
Erfitt er að fylgja sagnhætti enskunnar og því þýddi ég textann í framsöguhætti germyndar í stað viðtengingarháttar.
Ung stúlka sem tók þátt í söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir margt löngu hafði samband við mig og spurði hvort hún mætti syngja þýðingu mína sem fulltrúi Menntaskólans í Borgarnesi, að mig minnir, og gaf ég leyfi mitt.
En svo týndist textinn og hvarf af netinu en nú hef ég rifjað hann upp og birti hann hér aftur og líklega í sömu mynd og fyrr.
Hér er upptaka þar sem þýðandinn raular textann. Er þetta ekki í lagi?
Muntu þekkja mig
ef ég sé þig á himnum?
Verður allt sem var,
ef ég sé þig á himnum?
Ég þrauka verð,
hald’ áfram ferð
Því ég veit ég á ei heima
hér á himnum
Muntu leiða mig
ef ég sé þig á himnum?
Muntu styrkja mig
ef ég sé þig á himnum?
Ég finna verð
leið, ljúka ferð
Því ég veit ég get ei dvalið
hér á himnum
Tíminn bugar hug
Tíminn beygir kné
Tíminn hjartað sker
Miskunnaðu mér
Hjálpa mér!
Við mærin há
er frið að fá
og ég veit að engin verða
tár á himnum
Muntu þekkja mig
ef ég sé þig á himnum?
Verður allt sem var
ef ég sé þig á himnum?
Ég þrauka verð
hald’ áfram ferð,
Því ég veit ég á ei heima
hér á himnum
Því ég veit ég á ei heima
hér á himnum.
Þýðing: Örn Bárður Jónssons sem á réttinn a íslenska textanum ©
You must be logged in to post a comment.