Jólakveðja í bundnu og sungnu máli.

Sendi fjölskyldu, ættingjum og vinum nær og fjær mínar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Í haust þýddi ég norskan jólasálm sem tjáir lífsbaráttuna á norðurslóðum. Mér varð hugsað til bernskujólanna á Ísafirði „í faðmi fjalla blárra“ og skemmdegismyrkri. Sálminn söng ég inn í hljóðveri og er það frumraun mín á því sviði. Takið viljann fyrir verkið, kæru vinir! Textinn er hér á frummálinu, norsku og svo íslensku:

 

Vestfirzkur jólasálmur

Send blessun og frið yfir fjörðinn,

fær blessun og ljós yfir lönd.

Og blessa þau eilífu orðin

um vonir og útrétta hönd.

Vernda það smáa þú gafst oss

þann daginn oss bar hér að strönd,

gef oss að trúa og lát oss ei flækjast í fátæktarbönd.

Vér horfðum oft grátand’ í gaupnir

en glæst er hin sterka trú,

nú karlarnir konunum jafnir,

öll hörkudugleg sem þú.

Nú bíður vor harðasta hríðin

með harðfylgi náum vér heim,

þar ljósið lýsir og aðventutíðin

er kom frá Betlehem.

Guðs friður í djúpi, á fjalli,

svo farnist vel byggð og jörð,

Guðs friður í fjárhús’ og stalli,

yfir fannir og harðan svörð.

Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,

þín miskunn nær út yfir jörð,

heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur

og fólkið – þína hjörð.

Nordnorsk julesalme

Velsigna du dag over fjordan,

velsigna du lys over land.

Velsigna de evige ordan

om håp og ei utstrakt hand.

Verg dette lille du gav oss

den dagen du fløtta oss hit,

så vi kjenne du aldri vil la oss

forkomme i armod og slit.

Vi levde med hua i handa,

men hadde så sterk ei tru.

Og ett har vi visselig sanna:

vi e hardhausa vi som Du.

Nu har vi den hardaste ria,

vi slit med å kare oss frem

mot lyset og adventsti’a

d’e langt sør tel Betlehem.

Guds fred over fjellet og åsen

la det gro der vi bygge og bor!

Guds fred over dyran på båsen

og ei frossen og karrig jord!

Du ser oss i mørketidslandet.

Du signe med evige ord

husan og fjellet og vannet

og folket som lever her nord.

Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.

Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019. 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.