Söng sálminn „Heims um ból“ með íslenskum ferðafélögum í kapellunni í Obendorf þar sem hann var frumfluttur á aðfangadag árið 1818 fyrir 201 ári en hann ber heitið „Stille Nacht“ á þýsku.
Alparnir sýndu sig í fjarska þar sem þeir rísa upp úr landinu og þennan dag voru þeir í móðu og mystri. Teiknaði þá af svölum kastalans i Salzburg en borgin var þá þegar komin í aðventuskap með jólaskrauti, kórsöng, glöggi og gleði.
Teiknaði nokkrar myndir í afmælisferðinni og litaði með vatnslitum. Ferðin var einkar ánægjuleg, fararstjórn í góðum höndum og ferðafélagar sem best verður á kosið.
English:
Sang the hymn „Silent Night“ together with an Icelandic group in the Oberdorf Chapel where the premiere took place 201 years ago in 1818. We sang it in Icelandic and it was a marvellous and moving experience.
The Alps as seen from Salzburg Castle rising from the plain, majestic and mysterious in mist and fog. Salzburg was already in the advent mood with decorations, choir sang, glüwein and gladness.
Did some sketching during my birthday trip and painted with watercolours. The trip was a true pleasure with a good guide in a fine company of interesting people.



