5% eða ekki 5%?

kjorsedillRangtúlkun á 5% reglunni í alþingiskosningum gengur eins og logi i akri þegar rætt er um nýju framboðin. Hræðusluáróður um að atkvæði fari til ónýtis hentar mjög þeim flokkum sem náð hafa 5% fylgi skv. skoðanakönnunum. Þorkell Helgason, guðfaðir kosningakerfisins, segir þetta um 5% regluna á Fasbókarsíðu sinni:

Þetta er einfalt: Listi flokks getur fengið kjördæmissæti óháð 5%-reglunni. Til þess þarf svona 8-10% fylgi í viðkomandi kjördæmi, meira á NV, minna á SV (enda þótt atkvæðatölurnar þurfi að vera næstum helmingi hærri í SV vegna misvægis atkvæða atkvæða). Þegar kemur að jöfnunarsætum er horft til samanlagðs fylgis flokksins á landinu öllu og gildir þá einu hvort hann hefur boðið fram alls staðar eða ekki. Nái flokkurinn 5% heildarfylgi kemur hann til álita við úthlutun jöfnunarsæta. Sé flokkurinn rétt yfir mörkunum má ætla að það dugi fyrir 3 sætum alls, t.d. einu kjördæmissæti og tveimur jöfnunarsætum. En svo getur verið að jöfnunarsætin 9 séu ekki nógu mörg. Það mun frekar bitna á stórum en litlum framboðum.

Gefum nýju framboðunum tækifæri, hvílum hin gömlu, þreyttu og þrasgjörnu.

Lýðræðisvaktin fyrir landið – XL!

About ornbardur

Sóknarprestur, fv. fulltrúi í Stjórnlagaráði. Theologian, retired Parish Minister Church of Iceland and Church of Norway. Former member of The Constitutive Council of Iceland.
This entry was posted in Stjórnmál and tagged , , , , . Bookmark the permalink.

1 Response to 5% eða ekki 5%?

  1. Garðar Garðarsson says:

    Ekki láta hræða ykkur frá því að kjósa rétt / XL.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.