Stattu við orð þín, íslenska þjóð!

Image

Alþingi sveik þig, þjóð mín, með því að hunsa vilja þinn sem kom afar skýrt fram í þjóðaratkvæðagreðslunni 20. október s.l.

Vonbrigðin með svik flokkanna fimm voru svo mikil að við sem bjóðum okkur fram fyrir Lýðræðisvaktina stigum fram til að lýsa okkur reiðubúin til að standa næstu vakt og koma Íslandi út úr hinni lamandi kreppu sem er ekki aðeins fjármálaleg heldur einnig andleg og hugarfarsleg.

Nýjum framboðum hefur reynst erfitt að ná í gegnum reykinn sem umlykur þjóðina í aðdraganda þessara kosninga, loforðareyk hrunflokkanna, brennuvarganna, sem margir vilja nú ráða til slökkvistarfa.

Lýðræðisvaktin hefur sett fram vandaða stefnu í öllum helstu málefnum og þar er ný stjórnarskrá auðvitað með öðrum brýnum málum.

Nú er kominn tími til að þú, þjóð mín góð, hættir að vaða reyk, að þú komir til sjálfrar þín og látir ekki svíkja þig eða misnota aftur og aftur.

Þjóðaratkæðagreiðslan var ekki bara um eitthvert plagg, einhvern torræðan texta eða dauðan lagabókstaf heldur um nýjar leikreglur. Ef við líkjum þjóðfélaginu við knattspyrnuleik þá hafa reglurnar verið með þeim hætti að leikmenn hafa auðveldlega getað svindlað og samið um markatölur. Vilt þú taka þátt í slíkum leik? Leikreglurnar varða allt þjóðlífið: efnahag, velferð, landsbyggð, höfuðborg, menntun, menningu, skiptingu gæða, auðlindir, atvinnulíf og hamingju þína.

Kjóstu fólk með ný viðmið, fólk sem setur almannahaga í fyrirrúm en ekki sérhyggju og sérhagsmuni. Kjóstu nýja framtíð en ekki hið liðna, úrelta og afturgengna.

Stattu við orð þín, íslenska þjóð, orðin sem þú mæltir fram 20. október 2013.

Kjóstu L fyrir lífið, ljósið og landið. XL!

– – –

Höfundur skipar 2. sæti á lista Lýðræðisvaktarinna í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.