Með sólgleraugum og rafsuðuhjálmi

rafsuduhjalmurÞau sem farið hafa mikinn í andstöðu sinni við nýja stjórnarskrá hafa reynst furðu fundvís á allt sem túlka má sem gagnrýni í umfjöllun annarra. Þau sáu dökku litina fremur en sólargeislana. Þau lásu allt sem tengdist nýrri stjórnarskrá eins og þau hefðu í senn dökk sólgleraugu fyrir augun og rafsuðuhjálm að auki. Þannig nálgaðist t.d. Morgunblaðið oftast frumvarpið sem boðar nýtt Ísland, réttlátara samfélag og sanngjarnara en nú er. Auk þessa svartsýna blaðs, með sína drungafullu dálkahöfunda, eru aðrir fjölmiðlar til sem einnig eru hallir undir dimmsækna stjórnmálamenn, sem vilja líklega ekki upplýst þjóðfélag, þola ekki ljósið, sem afhjúpar leyndina, spillinguna og sérhyggjuna. Ríkisútvarpið kaus t.a.m. að rita fréttir sínar með neikvæðum formerkjum á fyrstra degi eftir að skýrsla Feneyinganna birtist. Í þessum fjölmiðlum var dimman og drunginn í fyrirrúmi.

Ljós í myrkri

Þó má segja Rás 1 það til hróss að daginn eftir fyrrnefnda umfjöllun talaði fréttamaður við Oddnýju Mjöll Arnardóttur, prófessor við Lagadeild HÍ um málið og hún lýsti ánægju með frumvarpið á mörgum sviðum. Hún ræddi einnig skýrslu Feneyjanefndarinnar sem hún hafði kynnt sér vel og vandlega og benti á að þriðjungur þess sneri að mannréttindakaflanum. Oddný vildi meina að sum af þeim atriðum sem Feneyjarnefndin tíndi til séu á misskilningi byggð vegna þess að nefndin fékk ekki nema mjög lítinn hluta greinargerðarinnar í enskri þýðingu og sé ekki nægilega meðvituð um margt í íslensku samfélagi. Oddný Mjöll telur mjög brýnt að endurnýja mannréttindakaflann og segir núgildandi kafla frá 1994-5 að mörgu leyti úreltan.

Umræðan á málþingum innan HÍ um málið í vetur er svo kapítuli út af fyrir sig. Settar voru upp hlutdrægar áróðurssamkomur þar sem öllum sem meðmæltir voru nýrri stjórnarskrá var meðvitað haldið fyrir utan hóp fyrirlesara. Umræða undir merkjum HÍ verður að taka mið af sjónarmiðum beggja, fylgjenda og andstæðinga. Þannig þróast umræðan og dafnar. Sé þess ekki gætt lifa háskólamenn í dimmum dýflissum lyginnar.

En ágætu ritsjórar og dálkahöfundar, háskólamenn og þingmenn, sem gefið hafið til kynna að þið séuð hallari undir dimmuna en ljósið: Takið nú niður dökku sólgleraugun og rafsuðuhjálmana og lítið litadýrð vorsins.

Forðum daga ritaði postulinn til trúsystkina sinna í Róm og sagði:

„Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins.“

Í vor verður kosið til Alþingis.

Full ástæða er til að hvetja allt vel hugsandi fólk til að kjósa nú nýtt fólk til starfa á Alþingi.

L fyrir LJÓSIÐ!

ljosoggamlarperur

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.