Woke! Hvað er nú það?

Í þessum stutta pistli reyni ég að skilgreina málið með því að fletta á vefnum og skoða skilgreiningar um fyrirbrigðið.

Woke er óformleg hreyfing sem sumir skilgreina sem sértrúarhóp eða „cult“ og getur reynst mjög fordómafullur og mótsagnarkenndur í framkomu sinni.

Hér er ein skilgreining af vefnum:

Woke-yfirburðir
Trú eða kenning, sem gengur út frá því,
að pólitísk rétthugsun
og þau sem þannig hugsa,
hafi siðferðislega yfirburði.

Já, hvað er Woke?

Um er að ræða vinstri sinnaða hugmyndafræði sem skýlir sér á bak við bandarísku skilgreininguna E-D-I sem stendur fyrir,

Equality jafnrétti,

Diversity – fjölbreytni,

Inclusion – aðlögun.

Viðleitnin til að gæta þessara þriggja atriða hefur leitt bandaríska háskóla í nokkur vandræði. Um leið og endalaust er verið að gæta að hlutföllum allra hópa, svartra, hvítra, Asíubúa, karla, kvenna, samkynhneigðra o.s.frv. og setja kvóta á aðgang stúdenta, lenda margir afburðarnemendur af hvaða litarhætti sem er, utangarðs, vegna þess að kvóti viðkomand litar er uppurinn. Hinn meðvirki kærleikur snýst þar með upp í andhverfu sína.

Orðið Woke, vísar til þess að vera vakandi fyrir aðstæðum einstaklinga og hópa, og það er auðvitað mikilvægt.

En Woke-ismi er hegðunar- og hugsunarháttur, sem einkennist oft af mjög miklu óþoli gagnvart öðrum.

Woke yddar gjarnan málflutning annarra og leitast við að sanna eigin yfirburði með því að afneita og hafna öllum viðhorfum sem ekki falla að eigin hugsun.

Woke-hreyfingin er sögð ráðast gegn öllum sem eru þeim ósammála um hvað sem er.

Ef manneskja, svört á hörund, andmælir Woke-istum þá kalla þau hana “tom” sem er skammaryrði og merkir villiköttur – og auðvitað í karlkyni!

Sé hún hvít þá er settur á hana merkimiðinn: þú ert hvít/hvítur með kynþáttafordóma og ofurvaldur (supremacist) eða sá/sú sem nýtur mikilla forréttinda.

Ef LGB-persóna (Lesbian-Gay-Bisexual) samsinnir ekki Woke eða verður á vegi þeirra, þá afneita þau að viðkomandi sé í raun LGB.

Flest fólk er nokkuð vel meinandi og skynjar óréttinn í samtímanum og það sem laga má, en Woke er annað.

Woke er einskonar sértrúarhópur, sem gengur lengra en meginstraumurinn, hópur sem upphefur sjálfan sig og gerir óvin úr flestum öðrum.

Woke-fólk sést oft í sjónvarpsfréttum þar sem það fer mikinn með hrópum og köllum og ber gjarnan með sér skilti með áróðurstextum og myndum.

Við eigum auðvitað að vinna gegn mismunun og hver kyns ofbeldi en í viðleitni okkar til að rétta hlut fólks, megum við ekki valda öðrum órétti í leiðinni. Þá er nú til lítils unnið.

Er ekki bara einfaldast að vera vakandi en forðast Woke?

Yfir 130 þúsund heimsóknir!

Þankar um s.l. 11 ár og svo þegar ég sjálfur var 11 ára.

Ég var búinn að gleyma því hvenær ég stofnaði þessa heimasíðu en í gær fékk ég kveðju frá fyrirtækinu WordPress um að fyrir 11 árum hefði hún litið dagsins ljós.

Á þessum 11 árum hafa 130.180 – segi og skrifa: „eitthundrað-og-þrjátíu þúsund-eitthundrað-og-áttatíu“ gestir heimsótt síðuna.

Lesa meira

Skissað á skautvindadögum

Eftir einn sólríkasta vetur í sögu Reykjavíkur hefur veðrið frá því rétt fyrir páska, einkennst af köldu lofti frá norður Heimskautinu en dagarnir þó flestir bjartir.

Samt hefur mér tekist að skissa eina og eina mynd þegar ég hjóla um borgarlandið og svo líka heima.

Allar nema sú fyrsta urðu þó til innandyra.

Klukknaportið við Kópavogskirkju, skissað í rigningu eftir útför.
Blekið reyndar vatnshelt en þó ekki fyrr en það þornar á pappírnum
Lesa meira

Skissað í skyndi á páskum 2024

Í gær: Iain McGilchrist er breskur fræðimaður sem veit manna mest um heilahvelin og ég hef áður heyrt ræða um þau og svo aftur í gær á YouTube.

Í dag, páskadag, fór ég svo í heimsóknir í Mörkinni, þar sem boðið var uppá páskamessu kl. 14 og svo á Landspítalann Landakoti síðdegis.

Skissað í laumi og litað heima. Læt afraksturinn bara flakka á vefinn í góðri trú um að fólk taki viljann fyrir verkið, eins og sagt er.

Iain MacGilchrist fræðimaður veit margt um heila mannsins
Heimafólk og gestir taka þátt
í messu í Mörkinni
Horft út um glugga undir messu í Mörkinni
Dómkirkja Krists konungs í Landakoti á páskum 2024

+Sigurður Thoroddsen 1940-2024

Minningarorð sem hægt er að lesa og hlusta á hér fyrir neðan.

Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

+Sigurður Hákon Thoroddsen

arkitekt

1940-2024

Útför í kyrrþey frá Kapellunni í Fossvogi

þriðjudaginn í kyrruviku

26. mars 2024 kl. 13

Sálmaskráin er aftast í færslunni.

Leiðrétting!

Ein staðreyndarvilla slæddist inn í ræðuna þrátt fyrir yfirlestur kunnugra um ævi forfeðra hins látna og mæðra og hún er sú að Jón Thoroddsen var ekki prestur heldur sýslumaður á sínum tíma. Þetta var leiðrétt í texta en villan er eftir sem áður á hlóðupptökunni og er beðist velvirðingar á því.

Lesa meira