Jólakveðja í bundnu og sungnu máli.

Sendi fjölskyldu, ættingjum og vinum nær og fjær mínar bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.
Í haust þýddi ég norskan jólasálm sem tjáir lífsbaráttuna á norðurslóðum. Mér varð hugsað til bernskujólanna á Ísafirði “í faðmi fjalla blárra” og skemmdegismyrkri. Sálminn söng ég inn í hljóðveri og er það frumraun mín á því sviði. Takið viljann fyrir verkið, kæru vinir! Textinn er hér á frummálinu, norsku og svo íslensku:

 

Vestfirzkur jólasálmur

Send blessun og frið yfir fjörðinn,

fær blessun og ljós yfir lönd.

Og blessa þau eilífu orðin

um vonir og útrétta hönd.

Vernda það smáa þú gafst oss

þann daginn oss bar hér að strönd,

gef oss að trúa og lát oss ei flækjast í fátæktarbönd.

Vér horfðum oft grátand’ í gaupnir

en glæst er hin sterka trú,

nú karlarnir konunum jafnir,

öll hörkudugleg sem þú.

Nú bíður vor harðasta hríðin

með harðfylgi náum vér heim,

þar ljósið lýsir og aðventutíðin

er kom frá Betlehem.

Guðs friður í djúpi, á fjalli,

svo farnist vel byggð og jörð,

Guðs friður í fjárhús’ og stalli,

yfir fannir og harðan svörð.

Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,

þín miskunn nær út yfir jörð,

heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur

og fólkið – þína hjörð.

Nordnorsk julesalme

Velsigna du dag over fjordan,

velsigna du lys over land.

Velsigna de evige ordan

om håp og ei utstrakt hand.

Verg dette lille du gav oss

den dagen du fløtta oss hit,

så vi kjenne du aldri vil la oss

forkomme i armod og slit.

Vi levde med hua i handa,

men hadde så sterk ei tru.

Og ett har vi visselig sanna:

vi e hardhausa vi som Du.

Nu har vi den hardaste ria,

vi slit med å kare oss frem

mot lyset og adventsti’a

d’e langt sør tel Betlehem.

Guds fred over fjellet og åsen

la det gro der vi bygge og bor!

Guds fred over dyran på båsen

og ei frossen og karrig jord!

Du ser oss i mørketidslandet.

Du signe med evige ord

husan og fjellet og vannet

og folket som lever her nord.

Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.

Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019. 

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Afmæli og komandi aðventa í Austuríki – Birthday Celebration and a Coming Advent in Austria

Söng sálminn “Heims um ból” með íslenskum ferðafélögum í kapellunni í Obendorf þar sem hann var frumfluttur á aðfangadag árið 1818 fyrir 201 ári en hann ber heitið “Stille Nacht” á þýsku.

Alparnir sýndu sig í fjarska þar sem þeir rísa upp úr landinu og þennan dag voru þeir í móðu og mystri. Teiknaði þá af svölum kastalans i Salzburg en borgin var þá þegar komin í aðventuskap með jólaskrauti, kórsöng, glöggi og gleði.

Teiknaði nokkrar myndir í afmælisferðinni og litaði með vatnslitum. Ferðin var einkar ánægjuleg, fararstjórn í góðum höndum og ferðafélagar sem best verður á kosið.

English:

Sang the hymn “Silent Night” together with an Icelandic group in the Oberdorf Chapel where the premiere took place 201 years ago in 1818. We sang it in Icelandic and it was a marvellous and moving experience.

The Alps as seen from Salzburg Castle rising from the plain, majestic and mysterious in mist and fog. Salzburg was already in the advent mood with decorations, choir sang, glüwein and gladness.

Did some sketching during my birthday trip and painted with watercolours. The trip was a true pleasure with a good guide in a fine company of interesting people.

Oberdorf Chapel
Oberdorf
Alparnir
Posted in Uncategorized | Leave a comment

Teikningar – Sketches – Norway Oct/Nov 2019

Most of the handwritten texts are in Icelandic and some in Norwegian but I wrote English texts under the sketches.

Watched a very interesting interview done by a German reprorter with Michael Gorbatsjov (1931- ) one of the most important politicians of last century. Broadcasted on NRK1 Norwegian TV.

He is 88 years old and frail but his mind is still sharp and clear.

In October I put the winter tires under my small BMW i3 Electric car and saw this one at the parking. Glad I do not have to buy tires under this one!

When autumn and winter show up it is good to have an effectiv wood stove in the living room and a good cup of strong coffee. Called a good friend in Iceland.

“The Tomato History has origins traced back to the early Aztecs around 700 A.D: therefore it is believed that the tomato is native to the Americas. It was not until around the 16th century that Europeans were introduced to this fruit when the early explorers set sail to discover new lands.”

So the Romans did not eat tomatoes 2000 years ago and I doubt that Martin Luther had them on his table 500 yers ago.

On Friday Nov. 7th I had the privilege to visit The Eidsvoll House where the Norwegian constitution was written in 1814. It is the second oldest in the world which is still in use. It was my friend Mr. Lars Mengshol who invited me to this remarkable place where we met his friend Mrs. Kari Kirkeby Venger, a former teacher of German and French, who guided us around the building. She has a marvelous knowledge about the building and its history.

For me this was of special interest because I had the privilege to write a new constitution for Iceland in 2011 together with 24 other members of the Constitutional Council, elected for the task by the public of Iceland. http://www.stjornlagarad.is/english/

Posted in Myndblogg, Skissublogg | Leave a comment

Af hjónabandi Kristínar og Fáfnis – Dæmisaga

Kristín gekk í það heilaga árið 1907.

Fáfnir átti nánast ekkert nema brækurnar sem hann stóð í, en hún var rík af fasteignum og jörðum, hlunnindum og ítökum, vítt og breytt um landið.

Hún lagði þetta allt inn í búið en fékk auðvitað greitt fyrir útgjöld vegna rekstur heimilisins.

Fáfnir tók að sér að hafa umsýslu með eignunum en freistaðist til að braska með þær, seldi sumar jarðir kunningjum og vinum fyrir lágt verð. Continue reading

Posted in Efnahagsmál, Pistlar, Stjórnmál, Trúmál | Leave a comment

Afmæliskveðja til Alþingis

Grein rituð í Kjarnann sunnudaginn 20. okbóber 2019 þegar 7 ár eru liðin frá því að þjóðin sagði hug sinn til nýju stjórnarskrárinnar og lýsti yfir stuðningi við helstu atriði hennar. Þjóðin bíður enn eftir efndum Alþingis.

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan og þú færð greinina upp í nýjum glugga: Afmæliskveðja til Alþingis

Posted in Pistlar, Stjórnmál | Leave a comment

Hukur Böðvarsson 1949-1980 – 70 ár eru liðin frá fæðingu hans

Haukur Böðvarsson

F. 18. sept. 1949. d 25. feb. 1980.

Haukur Böðvarsson

Í dag, 18. október 2019, þegar 70 ár eru liðin frá fæðingu æskuvinar míns, Hauks Böðvarssonar, minnist ég hans með virðingu og þökk. Hann fórst með skipi sínu, m/b Eiríki Finnssyni og áhöfn í Ísfjaðardjúpi 25. febrúar 1980 í miklu óveðri sem enginn sá fyrir.

Vinátta okkar hófst fyrir fermingaaldur og við brölluðum margt saman fram á unglingsár. Eftir að ég flutti suður hittumst við sjaldnar en gleði ríkti ávalt er fundum okkar bar saman. Continue reading

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Réttilega að málum staðið

Margar eru þær Nes­kirkj­urnar á Norð­ur­löndum og ein er sú sem ég þjóna í Nor­egi og hef gert frá árs­byrjun 2016. Á kirkju­garðs­veggnum er skjöldur til að minn­ast atburðar í árs­byrjun 1814. Christ­ian Fred­rik kon­ungur hafði sent út bréf í febr­úar sama ár til allra lands­hluta og beðið um að kosnir yrðu full­trúar til stjórn­laga­þings.

Aðsend mynd

Mynd ÖBJ

Um allt land fór kosn­ing fram í hverju presta­kalli nema í Nor­dland. Póst­ur­inn barst heima­mönnum þar ekki fyrr en í mars og þá var árleg fisk­gengd í algleym­ingi og karl­arnir sögð­ust þurfa að stunda veiðar meðan færi gæf­ist og hefðu því engan tíma til að sinna svona verk­efni, þeir þyrftu að sækja björg í bú. Þessa var minnst í útvarpi nýlega og þá sagt að karl­arnir hefðu nú bara getað haldið áfram að fiska en sent kon­urnar á stjórn­laga­þing­ið. En þá voru aðrir tímar en nú. En hvað um það. Um allt land fór fram kosn­ing í höf­uð­kirkjum hvers presta­kalls og full­trú­arnir vald­ir. 

Aðsend mynd
Mynd ÖBJ

Í Nes­kirkju er líka mynd af bréfi sem sýnir nið­ur­stöð­una hér í sveit.

Þing­full­trú­arnir 112 komu svo saman á Eiðsvelli 10. apríl 1814 og skil­uðu til­bú­inni stjórn­ar­skrá sem var sam­þykkt 17. maí sama ár. 

Þjóðin hafði valið sína full­trúa og þeir samið stjórn­ar­skrá í umboði henn­ar. 

Fer­ill­inn var þessi. 12. apríl setti Rík­is­sam­koman (Riks­for­sam­lin­gen, þ.e. þing­full­trú­arnir 112) á fót stjórn­laga­nefnd sem skyldi koma með til­lögu að stjórn­ar­skrá. Christ­ian Magnus Falsen var val­inn til for­ystu. Fjórum dögum síðar lagði nefndin fram 11 grund­vall­ar­at­riði til frek­ari úrvinnslu. Nor­egur skyldi vera frjál­st, óháð og óskipt­an­legt ríki. Kon­ungur skyldi hafa fram­kvæmda­vald, þing valið af þjóð­inni lög­gjaf­ar- og ákvörð­un­ar­vald, og sjálf­stæðir dóm­stólar dóms­vald. Trú­frelsi og prent­frelsi skyldi tryggja en Gyð­ingar fengu þó ekki að búa í rík­inu. Þeir fengu rétt­indin síð­ar. Eftir þetta hóf stjórn­laga­nefndin vinnu sína við sjálfa stjórn­ar­skrána. 2. maí lagði hún fram til­lögu með 115 grein­um. Ein­hugur ríkti um til­lög­una og 4.-11. maí sam­þykkti Rík­is­sam­koman stjórn­ar­skrána. Þá hófst nokk­urra daga deila um hlut­verk kon­ungs sem lauk þegar Rík­is­sam­koman kom prúð­búin saman 17. maí og valdi sér kon­ung hins nýja rík­is. 19. maí tók Christ­ian Frederik við krún­unni og dag­inn eftir var Rík­is­sam­koman leyst upp.

Á Íslandi var sett í gang sam­bæri­legt ferli árið 2009 og 25 full­trúar valdir af þjóð­inni 2010 til setu á stjórn­laga­þingi. Kosn­ingin var síðan lýst ógild vegna þess að hugs­an­lega hefðu ein­hverjir hugs­an­lega getað séð á milli kjör­klefa. Hæsti­réttur sem hefur frá upp­hafi verið skip­aður að mestu leyti flokks­hollum und­ir­sátum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks lýstu kosn­ing­una ógilda út frá ein­tómum hýpótesum um að hugs­an­lega hefði ein­hverjir hugs­an­lega getað svindl­að. Engin dæmi voru til um neitt mis­ferli og kosn­inga­bás­arnir sem not­aðir voru eru sams­konar og tíðkast við kjör í mörgum nágranna­lönd­um. Reynir Axels­son, stærð­fræð­ing­ur, jarð­aði nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar, með gildum rökum og óhrekj­an­leg­um. En úrskurð­ur­inn stóð. Spyrja má í því sam­hengi: Hafa ekki allar kosn­ingar á Íslandi verið haldnar í sams­konar sam­hengi hugs­an­legra ágalla eða mögu­leika til mis­ferl­is, það er hýpotetiskt ólög­leg­ar? Og eru þá ekki allar íslenskar kosn­ingar ógild­ar?

Nóg um það. 

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, sem af hug­rekki og skiln­ingi á lýð­ræð­inu setti ferlið af stað valdi eina rétta kost­inn í stöð­unni og skip­aði þá 25 ein­stak­linga sem þjóðin hafði valið til stjórn­laga­ráðs. 

Ráðið samdi stjórn­ar­skrá á 4 mán­uðum með 114 greinum og skil­aði til Alþing­is. Aldrei fyrr í mann­kyns­sög­unni hefur stjórn­ar­skrá verið samin í eins mik­illi sam­vinnu við almenn­ing og í þessu til­felli. Fræði­menn við helstu háskóla heims þar sem stjórn­ar­skrár eru sér­stak­lega til umfjöll­unar og rann­sóknar hafa lokið upp lofi um þetta verk. 

En á Íslandi eru til valda­blokkir sem vilja ekki rétt­læti handa fólk­inu í land­inu. Þær braska með valdið til að tryggja sér­hags­muni ein­stak­linga og hópa sem þeim eru þókn­an­leg­ir. Eða kannski er þessu einmitt öfugt far­ið: Sér­hags­muna­hóp­arnir hafa krækt sér í veð í full­trúum ákveð­inna flokka og stýra þeim svo sem strengja­brúður væru?

Fram­koma Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar hefur verið fyrir neðan allar hellur í þessu máli en síð­ast nefndi flokk­ur­inn klofn­aði og stóð ekki í lapp­irnar á loka­metr­un­um. Stjórn Jóhönnu féll og síðan hafa spill­ingaröflin ráðið ríkjum á Íslandi.

Og nú talar for­sæt­is­ráð­herra um Alþingi sem stjórn­ar­skrár­gjafann og nefnir sam­ræðu­gátt um að möndla með það sem er þjóð­inni heil­agt. Ég er gátt­aður á að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki dýpri skiln­ing á mik­il­vægi þess að þjóðin setji sér stjórn­ar­skrá.

Stjórn­ar­skrá verður aldrei, ég end­ur­tek, aldrei, skrifuð af póli­tískum full­trú­um, sem berj­ast fyrir sér­hags­munum til­tek­inna hópa. Hún verður aðeins samin af stjórn­laga­þing­i/ráði sem vinnur í umboði þjóðar sinnar sem hefur valið full­trú­ana án tengsla þeirra við póli­tíska flokka eða sér­hags­muni.

Komið ykkur nú að verki, alþing­is­menn, hysjið upp um ykkur bux­urnar og sam­þykkið til­lög­una sem mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur lýst sig sam­þykka í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. 

Þar með getum við sagt að rétti­lega hafi verið að verki stað­ið.

– – –

Greinin birtist í Kjarnanum 23. maí 2019

https://kjarninn.is/skodun/2019-05-23-rettilega-ad-malum-stadid/

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment