Við setjum gjarnan borða utan um gjafir og bindum á slaufu. Slíkt gleður augað. Þannig slaufa er nafnorð.
En svo er það sögninað slaufa sem er einnig til í samsettu orðunum slaufunarmenning, slaufunarárátta, á ensku cancel culture sem stundum leiðir nánast til aftöku persónu þó hún haldi samt lífi.
Á samfélagsmiðlum verða margir fyrir því að þeim er slaufað vegna skoðana sinna og tjáningar. Sjálfur hef ég ítrekað orðið fyrir því.
Rupert Shortt í The Spectator á jóladag 25. desember 2025
Barnið Jesús – Getty images
Þó að sýnin á jólin sé stöðnuð og gölluð, þá dregur dálkahöfundur The Guardian [einn af leiðandi miðlum til vinstri í Bretlandi], Polly Toynbee, saman röksemdir efahyggjumanna á afhjúpandi hátt. Bókin, sem kom út fyrir þremur árum, er yfirgripsmikil. Þar er tekist á við neikvæða gagnrýni sem komið hefur fram árlega í desembermánuði af hálfu bandamanna efans áratugum saman. „Eins og mér milslíkar flest í kristinni trú, þá er táknmyndin af stjörnu, fjárhúsi, jötu, konungum og hirðum, sem heilsa nýju barni, alheimstákn mennskunnar … En restin finnst mér andstyggileg. Hvers vegna að bera á sér tákn barbarískrar pyntingar? Píslarvætti er andstyggileg dyggð, eins og að leggja á sig ævarandi sektarkennd.“
Grein af Vefnum um merkan fornleifafund sem vitnar um kristna trú
Í kyrrlátri gröf nálægt Frankfurt í Þýskalandi var maður lagður til hvíldar um árið 250 e.Kr. Undir höku hans var hans hinsta eign: lítill, 3,8 cm silfurhólkur á snúru. Í aldaraðir var leyndarmálið – þétt rúlla úr silfurpappír – læst inni, of brothætt fyrir fornleifafræðinga að opna án þess að eyðileggja það.
Í ár var þetta leyndarmál loksins afhjúpað. Með því að nota háþróaða tölvusneiðmyndatækni bjuggu vísindamenn til ítarlegt þrívíddarlíkan af bókrollunni og réðu vandlega latneska áletrun hennar. Skilaboðin eru nú staðfest að vera elsti hreinkristni gripurinn sem fundist hefur norðan Alpanna.
Kveðja mín er ofin inn í meðfylgjandi sálm sem ég þýddi og umorti úr norsku og lýsir lífsbaráttu á norðurslóðum og á því vel við hér á Vestfjörðum og um allt land ef svo ber undir.
Úr Fossvogskapellu, glerverk Leifs Breiðfjörð. Kristur lýtur sínu þyrnumkrýnda höfði og ber kross sinn upp á Hausaskeljastað
Jólasálmur á Norðurslóðum
Send blessun og frið yfir fjörðinn,
fær blessun og ljós yfir lönd.
Og blessa þau eilífu orðin,
um vonir og útrétta hönd.
Vernda það góða þú gafst oss,
þann daginn oss bar hér að strönd,
gef oss að trúa og forð´oss að flækjast
í fátæktarbönd.
–
Vér horfðum oft grátand’ í gaupnir,
en glæst er hin sterka trú,
nú karlarnir konunum jafnir,
í kærleiksverkum sem þú.
Nú bíður vor harðasta hríðin,
með harðfylgi náum vér heim,
þar ljósið lýsir og aðventutíðin,
með líkn frá Betlehem.
–
Guðs friður í djúpi, á fjalli,
svo farnist vel byggð og jörð,
Guðs friður í fjárhús’ og stalli,
yfir fannir og harðan svörð.
Þú sérð gegnum mæðu og myrkur,
þín miskunn nær út yfir jörð,
heimilin, fjörðinn, fjöllin og kirkjur
og fólkið – þína hjörð.
Lag og norskur texti: Trygve Hoff 1985.
Þýðing: Örn Bárður Jónsson, október 2019
Píanóleikinn fann ég á Netinu en hljóðfæraleikarans var ekki getið þar. Guð blessi fingrafiman flytjanda.
Ákvörðun RÚV um að sniðganga Júróvisjón var auðvitað fyrirsjáanleg. Hún var tekin 11. desember 2025.
Þankar eftir Örn Bárð Jónsson sem les.
Viltu lesa og/eða hlusta. Tekur 2 mínútur plús.
Mynd af vefnum
Á RÚV er hamast alla daga og pólitískum áróðri dreift gegndarlaust af starfsfólki, sumu með pólitískar agendur, sem hallað hefur réttu máli í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum undanfarin misseri.
DOULAS 𝐌𝐔𝐑𝐑𝐀𝐘 LÉT ORÐ FALLA SEM ALLIR VERÐA AÐ HEYRA
Murray er breskur fræðimaður sem gjörþekkir sögu Mið-Austurlanda.
Hér er tjáning hans um stöðuna á Gaza og í Ísreal.
Textann þýddi Örn Bárður Jónsson úr ensku og les:
Douglas Murray mismælti sig ekki — og hann hefur rétt fyrir sér.
Hann sagði það sem „alþjóðasamfélagið“
heldur áfram að loka augunum fyrir:
Tveggja-ríkja-lausnin er ekki lengur inni í myndinni.
Ekki eftir það sem gerðist. Ekki eftir það sem gefið var eftir — og hvernig farið var með það.
Hér er það sem enginn fjölmiðill vill segja upphátt:
-Árið 2005 dró Ísrael alla Gyðinga út úr Gaza. Hús og heimili voru tæmd. Fyrirtæki yfirgefin. Samkunduhús gyðinga tæmd og þeim lokað. Gaza var afhent — algerlega. Allt var endurræst. Allt var aftur sett á byrjunarreit.
Þau höfðu 18 ár.
Átján. Líftími barns sem verður fullorðið.
Og hvað gerðist?
– Eldflaugar
– Stríð
– Spilling
– Stolin aðstoð
– Fleiri eldflaugar
– 7. október — hryllilegasta hryðjuverkaárás í manna minnum.
Þetta voru ekki „mistök“ eða „ágreiningur um stefnu“. Þetta var tilraun til að stjórna með tortímingu.
Orð Murray’s eru sem þungt hamarshögg:
-Gefa þeim „annað tækifæri“?
-Endurtaka sömu tilraun?
-Segja má, að það að neita að draga lærdóm af 18 ára reynslu beri ekki vott um samúð heldur vísvitandi fáfræði.
Og hér er hinn óþægilegi sannleikur:
-H-m-s „eyðilagði“ ekki friðsæla framtíð.
-Samtökin afhjúpuðu veruleika sem allir voru of huglausir til að viðurkenna.
-Friður næst ekki með aðferðum dauðakölts.
-Enginn semur um friðsama sambúð við fólk sem í hroka sínum tjáir vilja sinn um að andstæðingarnir verði afmáðir af landakortinu.
Murray hefur rétt fyrir sér.
Ævintýrinu lauk 7. október 2023
Það sem uppúr stendur er kristalsstært
– og heimurinn stendur loksins frammi fyrir afleiðingum þess að hafa hunsað veruleikann í tvo áratugi.
—
Douglas Murray hefur gagnrýnt innflytjendastefnu Evrópu og Islam. Hann hefur ítrekað látið um sig muna í uræðunni um Ísrael eftir hryðjuverkaárásina 7. október 2023.
Hér er tengill á viðtalið við Douglas Murray (smelltu á eyðuna, forritið sýnir ekki tengilinn):
You must be logged in to post a comment.