Smelltu á nafn færslunnar til að sjá allar myndirnar.
5 mínútna skissur liðinna vikna,
teiknaðar með blekpenna
og með vatnsheldu bleki
svo engu er unnt að breyta!
Litað með vatnslitum.
Engu er líkara en jökullinn sigli inn Sundin við Gróttu þegar birtan og náttúruöflin gera daginn að undri og færa fjöllin til og lyfta þeimHorft frá Gróttu. Akranesbær svífur sem í tíbrá með snæviþakin nesin tvö að baki kennd við Snæfell og KjölÞúfan og Esjan eru fallegt par(meira…)
Málaði þessar fyrir all nokkru eftir að hafa heimsótt Jökulfirði í fyrsta sinn á ævinni, sem ber vott um mikið seinlæti Vestfirðings.
Myndirnar eru teiknaðar með blekpenna sem gerir þær hráar og sérstakar. Allt gert með vilja!
Myndirnar eru báðar til sölu en ljósmyndir af vatnslitaverkum teknar á síma verða aldrei eins og frummyndin t.d. er kartonið snjóhvítt í raun en verður blátt á myndinni!
Haust hjá Þrem frökkumMessa á Elliheimilinu Grund í umsjá Félags fyrrum þjónandi presta Séra Jón Ragnarsson og safnaðarfólkFræðslufundur í góðum félagsskap IFræðslufundur í góðum félagsskap IIErindi á Krossgötum í Neskirkju. Dr. Skúli S. Ólafsson ræddi um bændauppreisnina í Þýskalandi 1524-1526 á dögum LúthersHljóðfæraleikarar í SinfóÁhugaverður fyrirlesari í Oxford, Curtis Yarvin ræddi stjórnmálastefnur og kom víða við Hlustaði á hann á YouTubeHorft til Viðeyjar úr glugga mínum í SkuggahverfiFær sér kaffi og sígó og les í bókHoll fæða fyrir eldriborgara og alla aðraFundargestir
Myndirnar úr Neskirkju teiknaðar af aftasta bekk og mótífin öldnum augum því nokkuð langt í burtu!
Logn á Sundum og sjófugl í hópum – Esjan hulin mistriMessa í Neskirkju 12. sept. Steingrímur við flygilinn og skermaður af kórnum og dr. Skúli fyrir altariDr. Skúli fræðir og glæðirKórinn stendur þétt að baki SteingrímiFella- og Hólakirkja Undurfögur listaverk eftir Leif Breiðfjörð eru í steindum gluggum kirkjuskipsins Teiknað fríhendis með penna í útför Vilborgar Ragnarsdóttur Schram
Í fyrsta hauststorminum ók ég út á Nes miðvikudaginn 8. október og fór á „þjóðmálafund“ í Seltjarnarneskirkju.
Þar hlýddum við á Birgi Þórarinsson, fv. alþingismann segja frá því hvernig honum tókst með þekkingu sinni og tengslum að leysa úr haldi rússneska konu með þarlendan- og ísraelskan ríkisborgararétt sem var gísl hryðjuverkasamtaka í Írak og fá gíslatökumenn til að falla frá lausnargjaldi uppá 2,4 milljarða króna!
Hrífandi frásögn sem er ævintýri líkust en vakti með okkur mörgum þá tilfinningu og hugrenningatengsl að þarna hafi Birgir gengið á Guðs vegum og notið himneskrar handleiðslu.
Þessi teikning varð til af honum á staðnum. Öðru bætti ég við heima og litaði svo með vatnslitum.
Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkirkjuprestur, flutti erindi á Krossgötum Neskirkju, mánudaginn 6. október 2025, sem hann flutti af munni fram og með sínum góða húmor. Góðar umræður urðu í kjölfarið.
Þetta riss varð til á fundinum, teiknað með penna og vatnsheldu bleki og því engu unnt að breyta!
Að kvöldi dags var játningin færð inn á blaðið
en erfitt reyndist að sjá fyrir hvort hún kæmist þar fyrir.
Það náðist með smá tilfærslum og bið ég lesendur að taka viljann fyrir verkið.
Séra Vigfús Bjarni flutti frábært erindi í NeskirkjuPrestur flytur boðskapinnKvöldkyrrð við PatreksfjörðÆfingKór syngur í Neskirkju og fólk fyllir bekkiKór kirkjunnar en ekki kirkjukórinn!Rætt um umhverfismál í Neskirkju
Á leiðinnin til baka ók ég inn á lóð Ráðagerðis, skissaði og hitti svo tvo í kaffi.
Skissurnar eru allar gerðar með penna og vatnsheldu bleki og því ekki hægt að stroka út og laga, sem gerir þær „spontant“ og einvhern veginn ekta í sínum einfaldleika með mistökum og „alles“!
Vatnslitum bætti ég við heima.
Stærð ca. 20×30 cm.
Grótta er ótæmandi uppspretta fyrir skissukall!RáðagerðiVinir tveir og vitringar
You must be logged in to post a comment.