Tvær vatnslitamyndir úr sögu Knattspyrnufélagsins Vals

Gerði 2 myndir eftir gömlum ljósmyndum fyrir atbeina vinar míns, Þorsteins Haraldssonar.

Fyrri myndir er af Laugarvegi 58b, þar sem ungur knattspyrnumaður bjó, Jón Karel Kristbjörnsson (1911-1933) sem lést eftir úrslitaleik móti KR. Hann var kistulagður heima eins og þá tíðkaðist og kistan var svo borin út á viðbyggingu og henni síðan slakað niður í garð. Þaðan var farið í Dókmkirkjuna og síðan jarðsett í Hólavallagarði.

Ljósmyndin var svarthvít, engin kista og enginn prestur á henni. Ég lét gardínurnar í herbergi unga knattspyrnumannsins blakta út um gluggan í Vals-litnum rauða þar sem pósturinn hafi verið fjarlægður. Þetta var algent hér áður fyrr, að kistulagt væri heima og þar haldin húskveðja. Ég gaf mér að séra Bjarni væri úti í garði og tæki á móti kistunni, ásamt foreldrum og einni konu.

Kistu Jóns Karels slakaði niður í garð.
Séra Bjarni, foreldrar og óþekkt kona horfa á.

Næsta mynd er einnig máluð eftir ljósmynd sem tekin var í Hólavallagarði við leiði Jóns Karels en þar er minnisvarði (legsteinn) með Valsmerkinu góða. Valsmenn hafa heimsótt leiðið árlega í tæp 90 ár og lagt blóm á leiði hins látna, sama dag og meistaramótið í knattspyrnu hefst.

Heilög stund í Hólavallagarði –
Saga, samtíð, framtíð!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.