Sástu íslensku þáttaröðina Ófærð í Sjónvarpinu? Ég sá hana í Noregi og þar ber hún heitið Innesperret eða Innilokuð. Mér kemur hún í hug þegar ég heyri fólk tala um innilokun vegna veirunnar skæðu.
Já, við erum innilokuð. Það er ófærð og við neyðumst til að finna nýjar leiðir til þess að komast af í daglegu lífi og fábreytileika hversdagsins. Í leit okkar og fálmi breytist hið einhæfa og nýjar víddir kunna að opnast.
Ég hitti nokkra karla yfir kaffisopa og við spjölluðum. Einn hafði fundið mikla gleði í matseld, annar í bóklestri, einn í bíltúrum, annar í æfingum fyrir líkama og sál.
Innilokuð. Erum við innilokuð? (Smelltu á síðu 2 hér fyrir neðan til að sjá framhaldið).
Síður: 1 2