Í fyrsta hauststorminum ók ég út á Nes miðvikudaginn 8. október og fór á „þjóðmálafund“ í Seltjarnarneskirkju.
Þar hlýddum við á Birgi Þórarinsson, fv. alþingismann segja frá því hvernig honum tókst með þekkingu sinni og tengslum að leysa úr haldi rússneska konu með þarlendan- og ísraelskan ríkisborgararétt sem var gísl hryðjuverkasamtaka í Írak og fá gíslatökumenn til að falla frá lausnargjaldi uppá 2,4 milljarða króna!
Hrífandi frásögn sem er ævintýri líkust en vakti með okkur mörgum þá tilfinningu og hugrenningatengsl að þarna hafi Birgir gengið á Guðs vegum og notið himneskrar handleiðslu.
Þessi teikning varð til af honum á staðnum. Öðru bætti ég við heima og litaði svo með vatnslitum.

You must be logged in to post a comment.