Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Einhliða? Já og nei!

Umræður og afstaða í tíma og rúmi

Viltu lesa? Viltu hlusta? Upptakan tekur rúmar 18 mínútur.

Ef greinin birtist ekki öll skaltu smella á heiti hennar.

Eitt af margræðum listaverkum eftir Escher

Andar og áhrif

Í Biblíunni, þeim mikla mannslífsspegli, er sagt frá því að andar geti haft áhrif á fólk.

Til eru andar í veröldinni. Ég hef kynnst þeim bæði góðum og illum. Unnt er að skynja anda í einstaklingum og hópum.

Hjarðhugsun er hugtak sem Wikipedia skilgreinir t.d. með þessu hætti:

„Hóphugsun er sálfræðilegt fyrirbæri sem á sér stað innan hóps fólks þar sem löngunin til sáttar eða samræmis í hópnum leiðir til óskynsamlegrar eða óvirkrar ákvarðanatöku. Samheldni, eða þrá eftir samheldni, í hópi getur valdið tilhneigingu meðal meðlima hans til að koma sér saman um afstöðu, hvað sem það kostar. Þetta veldur því að hópurinn lágmarkar átök og nær samstöðuákvörðun án mikilvægs mats.“ (Þýðing min í samvinnu við Gúgglu)

Við erum oft sem hjarðdýr, auðrekin út í allsskyns ófærur.

Netið

Samfélagsmiðlar og möguleikinn til tjáningar og dreifingar hugmynda hefur bólgnað út sem púkinn á fjósbitanum í sögu Sæmundar fróða.

Stundum byrjar hugmynd í huga okkar og er hægelduð af hjörðinni og svo er hitinn hækkaður og hugmyndin orðin að heitu máli, skylti teiknuð og svo er farið í mótmælagöngu.

Við sjáum hættuna á hjarðhugsun í fjölmiðlum, einhliða umfjöllum a.m.k. um sum málefni líðandi stundar.

Ríkisútvarpið – RÚV

RÚV virðist mér til að mynda vera yfirleitt mjög einhliða í umfjöllun sinni um málefni Palestínu.

Tek það skýrt fram hér að átökin þar eru í mínum augum þyngri en tárum taki.

En hvernig væri að skoða málið í stærra samhengi? Er til mál sem hefur aðeins eina hlið? Áttu kannski einhliða mynt til að varpa með hlutkesti, sem gefur þér þar með ætíð sömu niðurstöðu?

Hver fréttamaðurinn á fætur öðrum stígur fram og að því er virðist með sömu einhliða umfjöllunina. Álitsgjafar úr félagsgreinum háskólanna koma með sínar túlkanir, sem eru meira eða minna á einn veg, enda eru þær greinar þekktar fyrir að vera einhliða og með marxísku ívafi bæði vestan hafs og austan. Sömu gleraugun eru notið á flest mál ef ekki öll. Og svo eru það Wöku-fræðingarnir, sem eru ofurnæmir fyrir öllum frávikum frá hugmyndum þeirra sjálfra og túlkun á veröldinni. Wökustaurarnir benda stöðugt á hitt og þetta og hegða sér eins og þeir séu með ofsakláða og þá er réttast að slaufa öðrum og halda sér bara við eigin hóp.

Mér þykir RÚV oftast vera „Gazalega hlutlaust“ – eða þannig – í sínum fréttaflutningi. Fréttamenn geta t.d. hugsanlega verið skyldir eða tengdir fólki sem sér aðeins eina hlið á þessu máli og kunna jafnvel að vera félagar í samtökum um slíka afstöðu. Mega starfsmenn RÚV stunda áróður þegar þeir lesa fréttir? Hvar er eftirlit með því að mál séu sett fram af yfirvegun og víðsýni?

Vita þau ekki að Hamas er um allt á Gaza, samtökin fara um og leynast t.d. í merktum sjúkrabílum, á sérvöldum stöðum, sjúkrahúsum, skólum og ætíð í skjóli borgara, sem þeir skeyta engu um? Hamas er algjörlega sama um þetta fólk, því þeir eru í herferð islam gegn Gyðingum og þá skal alla drepa og þeim aldrei fyrirgefa og aldrei skal sýna þeim neitt nema hatur.

Hlustið á trúraleiðtoga islam tala um „vantrúaða“ sem allir eru réttdræpir og þessir vantrúuðu í þeirra augum eru allir sem ekki trúa á Allah, sem sagt Gyðingar, guðlausir og líka við sem erum kristin! Ég hef hlustað á upptökur trúarleiðtoga islam tala með þessum hætti. Þeir beinlínis segja að múslimar eigir alls ekki að elska náungann, alls ekki þau sem kölluð er „infídels“ – vantrúuð. Við, hin vestrænu, erum vantrúuð og þar með réttdræp í augun öfga islamista.

Þessi átök eru hræðileg, en afstaða allt of margra er byggð á takmarkaðri söguþekkingu eða hreinlega kolrangri sögutúlkun.

Ísrael er, þrátt fyrir átökin og framgöngu sína, eina landið í Mið-Austurlöndum, þar sem konur hafa sama rétt og karlar. Þar ríkir þingbundið lýðræði. Þar er velmegun.

Svæðið heimsótt – Gyðingar, múslimar og kristnir

Ég heimsótti Ísrael og Palestínu 2023, fór um og skoðaði, sá veggina sem skilja að Palestínumenn og aðra íbúa, skoðaði safn um róttæka listsköpun á Gaza, sem öll var til stuðnings Palestínu, hlustaði á múslimskan fræðimann í einn og hálfan tíma, tala um islam og vanda þeirrar trúar, hvernig Kóraninn er misnotaður með því að hann er gefinn út með túlkunum sem eru prentaðar neðanmáls og afvegaleiða fólk. Hann berst fyrir því að hætt verði að prenta þann skakka áróður sem er að mestu fjármagnaður af Sádum.

Annars má minna á að Múhameð var ólæs og skrifandi og elstu textar Kóransins urðu ekki til fyrr en um tvöhundruð árum eftir meinta tilvist hans. Múhameð blandaði t.d. saman Miriam, systur Móse og Maríu móður Jesú og vissi ekki að á milli þeirra tveggja voru ekki nema um 12-1300 ár!

Elstu textar Nýja testamentisins, voru hins vegar ritaði á milli 50-70 +/- e. Krist eða meðan hann var enn í manna minnum. Beztu hlutar Kóransins eru textar kristinna „frávillinga“ sem yfirgáfu kristni á 4. öld vegna þess að þeir viðurkenndu ekki guðdóm Krists. Sálmahefð þeirra rataði inn i Kórarinn. Svo var Múhammeð ötull herforingi og margfaldur illvirki. Viltu bera hann saman við Jesú? Það er ógerningur því þar er engan samjöfnuð að finna.

Islam er ekkert lamb að leika sér við, en mikilvægt er að greina á milli islam, þ.e. trúarkerfisins og múslima þ.e.a.s. fólksins. Eitt er að fara boltann þ.e. að gagnrýna kenningarkerfið, en hitt er svo að fara ekki í manninn sjálfan, fylgjanda islam. Sama gildir um fótboltann. Milljónir múslima eru hið besta fólk, en lítið þarf til að ýfa upp í þeim ofsa með vondum textum úr Kóraninum. Islam hefur aldrei gengið í gegnum þá hörðu endurskoðun sem kristnin hefur farið í gegnum í samtali við strauma og stefnur í guðfræði og heimspeki s.l. hálft árþúsund eða svo.

Að byggja brýr og brjóta

Þegar ég þjónaði sem sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykjavík (1989-2014) studdi ég við það að efnt var til samtals milli múslima og kristinna í söfnuðinum sem enn stendur yfir undir heitinu Horizon.

Gyðingar berjast við Hamas sem nota sitt eigið fólk sem skjöld og fórnar því miskunnarlaust í brjálsemi og hatri. Hvers vegna gera nágrannaríkin, múslimarnir miskunnsömu og góðu EKKERT til að hjálpa þessu fólki? Hvers vegna er Palestínufólkinu ekki hleypt yfir landamærin og inn í „paradísir“ islam? Hvar er mataraðstoðin þeirra?

Að sjálfsögðu eigum við að virða allt fólk, óháð trú, litarhætti eða kynhneigð, svo aðeins þrjár skilgreiningar séu hér nefndar.

Boð Jesú um að elska náungann er altækt en það nær hins vegar ekki til skoðana af hvaða tagi sem er. Hann talaði skýrt gegn villu og rangri trú, en yddaði sínar kenningar um elskuna til hins ýtrasta. Jesús fór í boltann en ekki manninn.

Auðvitað er til gott fólk allstaðar, óháð trú, litarhætti eða kynhneigð, en til eru allskonar hugmyndir um lífið og tilveruna og mér hugnast sum hugmyndafræði engan veginn og leyfi mér að tala gegn öllu sem mér finnst krenkja lífið og fegurð þess.

Ég vil leitast við að nálgast mál af yfirvegun og hlutleysi, en þó án þess að vera „Gazalega-hlutlaus“ eins og mér finnst RÚV oftast vera í málefnum Palestínu.

Eftir að hafa sett inn tvær færslur á Fésbókina um Palestínu, hópaðist að mér fólk sem virðist þjást af ofsakláða ef ég ýja að því að verja tilvist Ísraels. Ef Palestína er gagnrýnd vegna áhrifa Hamas þá gýs sama ofnæmið upp. Ég hef verið sakaður um að hafa illan hug, fordóma, fáfræði, verið nuddað uppúr því að vera prestur með óæskilegar skoðanir. Ráðist hefur verið að mér eins og um væri að ræða hættulega veiru. Hins vegar verð ég að geta þess að fleiri létu sér þó líka færslur mínar en þau sem ýfðu fjaðrirnar. Það gladdi mig í öllu fárinu og brjálæðinu.

Ísraelsher á í stríði við Hamas sem eru samtök heilaþveginna illvirkja sem svífast einskis!

Þau sem gagnrýna Ísrael hæst og fara með mestu þjósti um götur og torg, vita þó innst inni að hinn kristni heimur hefur samvisku og mannúðarþel í brjósti sér og þess vegna er kallað eftir hjálp þaðan en ekki að handan úr hinu hugmyndakerfinu.

Ef um heimili mitt og fjölskyldu sætu brjálaðir og þungvopnaðir morðingjar islamista, þá mundi ég vopnvæðast, verjast og berjast til síðasta blóðdropa.

Í nýlegri grein í Morgunblaðninu eftir Indverjann, Rajan Parrikar, rafmagnsverkfræðing, um það hvernig islam tók yfir Kasmír og eyddi fagurri menningu sem staðið hafði í um þrjú þúsund ár. Hann lýsir því hvernig islam tortímir menningu. Mynstrið sem islam beitir er alltaf hið sama. Ég vara ykkur við: Þeir ætla sér alla Evrópu. Þessi grein er skyldulesning. Sjá neðanmáls.

Gyðingahatur

Sama hvað dæmin eru mörg sem þeir nefna þá eru á þeim öllum a.m.k. tvær hliðar.

Skoðum gyðingahatrið.

Fyrsta pogrom veraldar var framið í Rússlandi á sínum tíma.

Pogrom er rússneskt orð sem þýðir „að valda usla, að rífa niður með ofbeldi“. Sögulega vísar hugtakið til ofbeldisfullra árása á Gyðinga í Rússneska heimsveldinu og í öðrum löndum. Talið er að fyrsta slíka atvikið sem kallað er pogrom hafi verið óeirðir gegn Gyðingum í Ódessa árið 1821. Sem lýsandi hugtak varð „pogrom“ almennt notað um víðtækar óeirðir gegn Gyðingum sem geisuðu um suður- og vesturhéruð Rússneska heimsveldisins á árunum 1881–1884, eftir morðið á Alexander II. keisara.

Gerendur pogrom skipulögðu sig á staðnum, stundum með hvatningu stjórnvalda og lögreglu. Þeir nauðguðu og myrtu gyðingafórnarlömb sín og rændu eignum þeirra. Í borgarastyrjöldinni sem fylgdi bolsévíkabyltingunni 1917, tóku úkraínskir þjóðernissinnar, pólskir embættismenn og hermenn Rauða hersins þátt í pogrom-líku ofbeldi í vesturhluta Hvíta-Rússlands (Hvíta-Rússlandi) og Galisíuhéraði í Póllandi (nú Vestur-Úkraínu) og drápu tugþúsundir Gyðinga á milli 1918 og 1920.

Ef slóðin birtist ekki smelltu þá á „tómið“ innan svigans!

(https://encyclopedia.ushmm.org/content/en/article/pogroms)

Hatur gegn Gyðingum er ljótur blettur á heimsbyggðinni og enn má skynja huglægt lyktina af gasi liðinnar aldar sem drap milljónir þeirra.

Bandamenn réðust gegn Hitler og hans hyski og urðu að fórna þúsundum saklausra Þjóðverja, sem höfðu látið heilaþvo sig af nazismanum á árunum fyrir stríð. Bandamenn misstu tugi þúsunda hermanna. Var það stríð til einskis? Hvernig átti annars að ráð niðurlögum morðóðra mann með hugmyndafræði andskotans í höfði sér?

Friður og kærleikur

Jesús Kristur boðaði frið og kærleika, en hann var ekki óraunsær kjáni. Hann talaði tæpitungulaust og fordæmdi djöfulskap sinnar samtíðar.

Þegar ég minnti á að hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023 hefði verið kveikjan að atburðarrásinni sem nú stendur yfir, þá riðu menn fram á völlinn sem hugumstórir riddarara og dæmdu mig vanvita og illa innrættan mann og komu með ótal dæmi um að þessi eða hinn atburðurinn hafi verið hin raunverulega kveikja eða orsök alls ófriðar á svæðinu.

Að rekja upp slíkan prjónaskap skilar engu af sér nema endalausum lopa.

Tölum um samtímann!

Ísrael stafar ógn af islam og þeir eru unkringdir múslimum allt um kring. Löndin þau voru öll kristin fyrir hálfu árþúsundi eða þar um bil.

Hin kristna menning hefur verið þurrkuð út í þessum löndum og henni gjöreytt af islam.

Sjónarhornið skiptir mestu

Sem ég lauk þessum skrifum varð mér litið í spegil og á áletrun á bolnum sem mér var gefin með texta eftir Þórarinn Eldjárn, segir:

Áhorf

Horfa ekki aðeins héðan

heldur þaðan.

Mikilvægt á meðan

að muna hvaðan.

Einhliða? Já og nei! er yfirskrift þessa texta. Mikilvægt er að horfa bæði héðan og þaðan en taka síðan afstöðu. Og þá verður afstaðan oftast einhliða, en hún byggir samt á marghliða athugun. Menn velja og hafna.

Heimspekingurinn Gottlieb Lessing (1729-1781) ræddi um mikilvægi þess að leita sannleikans. Hann ímyndaði sér að hann stæði frammi fyrir Guði sem rétti út hendur sínar og í annarri væri sannleikurinn sjálfur en í hinni leitin að sannleikanum. Þá mundi Lessing velja leitina að sannleikanum því hún væri dýrmætari og meira þroskandi en að eignast hann.

Ég veit hvaðan ég horfi – frá Vestri – og þeim gildum – sem þar hafa verið þróuð á liðnum öldum og getið af sér mörg af bestu samfélögum veraldar.

Gleymum ekki hvaðan við komum og horfum, einmitt þaðan, sem frelsi og fegurð ríkir, kærleikur og sannleikur.

Þegar við vitum hvaðan við komum þá verður okkur ljóst hvert stefna skal.

Orð Jesú

Lestu svo hægt og rólega þennan texta Jesú úr Fjallræðunni.

Andaðu djúp í gegnum nefið og svo skaltu íhuga þessi mögnuðu orð:

Biðjið, leitið

7 Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. 8 Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 9 Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu[ stein er það biður um brauð? 10 Eða höggorm þegar það biður um fisk? 11 Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
12 Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Þröngt hlið

13 Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. 14 Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Af ávöxtum þeirra

15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. 16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. 18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. 20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

Athyglisverð grein sem við þurfum öll að lesa!

Bendi svo á grein frá því í janúar á þessu ári, sem ég birt á heimasíðu minn:

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons