Í kyrruviku/dymbilviku, þegar við erum hvött til þess að huga að hinum alvarlegri stefjum lífsins, birti ég hér Kristsmynd, sem ég málaði nýlega með vatnslitum.
Hún minnir á þjáningu Krists,
sem endaði með algjörum sigri,
er hann reis upp frá dauðum á páskadag.
Í myndinni er vísað til þjáningar og sorgar
með fjólubláum lit föstunnar
og strikum sem tjá svipuhögg
og misþyrmingu illra og spilltra yfirvalda.
Boðun fagnaðarerindis Krists
skiptir heiminn miklu máli – og hefur ætíð gert.
Samtíminn þarfnast friðar og kærleika
í anda Krists sem stóð og stendur með þjáðum,
fyrirgefur illvirkjum og ódæðismönnum,
varar við fordómum og dómsýki og
boðar mönnum sáttargjörð og frið.
Gott er að fá að vera í hans hjörð.
Nú á þriðjudegi í dymbilviku bíða mín 9 athafnir í 5 kirkjum á NA-landi og einni í Reykjavík um bænadaga, páska og dagana eftir páska.
Taktu eftir!
Sama hvort þú víkur frá myndinni til hægri eða vinstri
þá fylgja þér augu Frelsarans.
Prófaðu!

Hinn þjáði Kristur –
Vatnslitamynd eftir Örn Bárð Jónsson 2025 ©
You must be logged in to post a comment.