Ljóð eftir
Joyce Kilmer liðþjálfa (1886-1918)
Þýðing: Örn Bárður Jónsson 2023

Tré
Ég efast um ég fái séð
einn ljóðastofn, sem indælt tréð.
Tréð er hefur soltið sózt
að sjúga jarðar þrútin brjóst,
Er ávallt sýnir lauf sín græn
og syngur Guði þakkarbæn,
Tréð er skrýðist í sumarblíðu
söngfuglum í hári síðu,
Að vetri haddur hvítur er,
um hörputíð með sætust ber,
Nú glöggt sem glópaskáld ég sé
– að Guð einn getur skapað tré.
[Með ljóð mín kræklótt, bogin kné,
ég krýp og faðma lífsins tré.]
Lokahendingin gerð á skírdag 6. apríl 2023 og er viðbót þýðanda, en móðurafi minn fæddist einmitt 6. april 1891 og var því 5 árum yngri en sá er orti ljóð sitt um Tréð.
Trees
SERGEANT JOYCE KILMER 165th Infantry
(69th New York), A. E.F.
(Born December 6,1886; killed in action
near Ourcy, July 30, 1918)
You must be logged in to post a comment.