Var beðinn um að hlaupa í skarðið fyrir kollega mína á norðanverðum Vestfjörðum 15.-31. júlí 2024. Þeirri kærkomnu beiðni prófastsins séra Magnúsar Erlingssonar og Biskupsstofu var tekið með gleði og tilhlökkun enda um æskuslóðir mínar að ræða.
Birti hér nokkrar skissur sem ég hef stytt mér stundir við á milli athafna en um liðna helgi gaf ég saman tvenn hjón og skírði þrjú börn í þremur athöfnum á tveim dögum á Ísafirði og í Bolungavík.
Fjallið Ernir og Hólskirkja í Bolungavík.Ytri-Búðir, húsið sem Bárður afi minn og Sigrún amma, byggðu í Bolungavík og stendur við Aðalstræti 18. Traðarhyrna í baksýn.Ritur heitir fjallið norðanmegin við mynni Ísafjarðardjúps.Vébjarnarnúpur í Ísafjarðardjúpi við mynni Jökulfjarða.Naustahvilft er að mínu áliti helsta prýði Ernis, sem er fjallið er gnæfir yfir Sundunum í Skutulsfirði, þar sem Ísafjarðarbær stendur á Eyrinni.Kubbur. Ég ólst upp við að fjallið værir kallað Kubbur en það ber jafnframt heitið Kubbi í munni margra. Fjallið er í botni Skutulsfjarðar.
Tunga inn af botni Skutulsfjarðar. Leiðin að göngunum til Önundarfjarðar liggur upp dalinn.
Hjari í Bolungavík er annað heimili hjónanna Sigurlaugar Halldórsdóttur og Pálma Gestssonar sem er fjarskyldur mér að vestan. Þau hafa gert upp Hjara af einstakri smekkvísi og fékk ég að skoða húsið á dögunum. Það var hrífandi að hlusta á sögu þess og hugkvæmnni eigenda við endurbætur. Hlýtt er á Hjara.Óshyrnan og vitinn. Ég hjólaði um göngin til Ísafjarðar og svo Óshlíðina til baka sem var mögnuð upplifun, en ég vann þar í vegavinnu sumarið 1965 með vöskum hópi stráka og karla og við bárum ofan í malarveginn milli Ísafjarðar og Bolungavíkur og veginn í Súgandafirði, Kirkjubólshlíð og Súðarvíkurhlíð og unnum einnig við að gera nýjar „skógarbrekkur“ í Breiðadal í Önundarfirði. Á Óshlíð fékk ég eitt sinn að aka veghefli!Hús í Ósvör með grasþekju. Horft yfir á Snæfjallaströnd í dumbungi.Svarta pakkhúsið á Flateyri. Skrapp á Flateyri og skoðaði m.a. verk eftir Hrafnhildi dóttur mína. Fór í Gömlu bókabúðina og keypti tvö-og-hálft kíló af listaverkabókum!Verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur – einnig þekkt sem Shoplifter – gert úr gervihári. Brúskurinn í hattinum sama eðlis en í litum Úkraínu.Klerkur tók með sér hjólhestinn og er til þjónustu reiðubúinn á norðanverðum Vestfjörðum, á eftirtöldum stöðum og sveitunum þar í kring: Þingeyri, Flateyri, Súgandafirði, Ísafirði, Hnífsdal, Bolungavík og Súðavík.
You must be logged in to post a comment.