Hvað býr í boxinu?

Föstudaginn langa tók ég í sundur litla pappaöskju utan af rafhlöðu sem ég þurfti að endurnýja og þegar kassinn breiddi úr sér var hann krosslaga.

Ég málaði á pappann mynd sem tengist atburði föstudagsins langa og hér er verkið:

Krossfestur.
Umbúðir.
Leyndardómar,
sem opnast og verða augljósir með augum trúarinnar.
Mynd af atburði sem sneri veröldinni á hvolf og gerir enn. Þjáning og dauði breyttust í upprisu og sigur lífsins yfir dauðanum að morgni páskadags.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.