Hvenær tókstu seinast próf?

Messa 26. feb. 2023 1. sd. í föstu í Laugarneskirkju

Talaði út frá punktum en gleymdi að ýta á upptökutakkann í símanum en endurflutti ræðuna eftir minni þegar heim var komið og hér er hún. Hljóp í skarðið fyrir vin minn og kollega, séra Jón Ragnarsson sem hefur leyst þar af um nokkurt skeið en lauk störfum um þessar mundir og er þar með farinn á eftirlaun.

Textar dagsins voru um freistingar og próf og ég las þá í byrjun upptökunnar svo samhengið skiljist betur.

Mörg tengjum við freistinguna við söguna af Adam og Evu í Eden þar sem tré stóð og af ávexti þess máttu þau ekki eta. Það var ávöxtur en ekki epli en myndlistin hefur gefið okkur eplið sem tákn. Hvað sem því líður þá erum við prófuð hvern dag í vali okkar, alla daga er okkar freistað, alla daga tökum við próf og föllum. En Guð elskar okkur samt. Hann elskar breyskar manneskjur eins og mig og þig.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.