Sæstrengur til Suðurnesja!

Íbúar í Vogum á Vatnsleysuströnd vilja ekki loftlínu í gegnum Vogana og rafstrengsmálin þ.a.l. í algjörum hnút því Landsnet vill ekki fara með hana í jörð. Innviðaráðherra tjáði sig í tíufréttum Sjónvarpsins 3. janúar 2023 og sagði brýnt að finna lausn í deilunni.

Ég legg til að höggvið verði á Gordíonshnútinn með því að leggja sæstreng til Suðurnesja.

Þar með verður landi ekki raskað í Hvassahrauni, á Strandaheiði og víðar. Um leið verður komist hjá því að taka áhættu vegna eldgosa og hraunrennslis sem kynni að skaða bæði loft- og jarðstrengi í bráð og lengd.

Kostnaður kann að verða meiri en sjónmengun verður forðað og miklu jarðraski líka.

Og svo lýkur þar með 20 ára deilu um málið.

Er þetta ekki lausnin?

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.