
Nýlega sendi fyrirtækið, sem hýsir þessa síðu, hamingjuóskir til mín vegna þess að 100.000 heimsóknir voru skráðar hjá þeim.
Síðuna opnaði ég 2013 en þá leituðu 17.414 inn á síðuna og árið 2014 var met slegið en þá komu 21.429 en það ár fór ég til Noregs og starfaði innan norsku kirkjunnar og birti ekki norskar ræður í þau 5 ár sem ég var þar en birti samt nokkrar greinar á íslensku og stutt blogg.
Þegar ég kom til baka heim í nóvermber 2019 fór fólk aftur að leita til mín með þjónustu við útfarir. Ég birti allar líkræður mínar, bæði texta og hljóðupptöku, á vefsíðu minni og deili færslum samdægurs og fluttar voru á Twitter og Facebook svo fólk fái af því fréttir.
Til viðbótar við líkræður, hafa örfáar prédikanir (eftir að ég fór á eftirlaun) og færslur um þjóðmál, sem sumar hafa verið frumbirtar í Kjarnanum, og svo færslur með myndlist minni, vakið áhuga og nú er sem sagst svo komið að yfir 100.000 heimsóknir hafa átt sér stað.
Þetta kom mér algjörlega á óvart og því fór ég að skoða teljarann á WordPress fyrir einstaka mánuði og ár. Og þett stemmdi allt hjá þeim!
Fyrir það er ég afar þakklátur og mun halda áfram að birta hugverk mín hér.
Takk fyrir heimsóknina!