Hundrað þúsund heimsóknir!

Heillaóskir frá WordPress!

Nýlega sendi fyrirtækið, sem hýsir þessa síðu, hamingjuóskir til mín vegna þess að 100.000 heimsóknir voru skráðar hjá þeim.

Síðuna opnaði ég 2013 en þá leituðu 17.414 inn á síðuna og árið 2014 var met slegið en þá komu 21.429 en það ár fór ég til Noregs og starfaði innan norsku kirkjunnar og birti ekki norskar ræður í þau 5 ár sem ég var þar en birti samt nokkrar greinar á íslensku og stutt blogg.

Þegar ég kom til baka heim í nóvermber 2019 fór fólk aftur að leita til mín með þjónustu við útfarir. Ég birti allar líkræður mínar, bæði texta og hljóðupptöku, á vefsíðu minni og deili færslum samdægurs og fluttar voru á Twitter og Facebook svo fólk fái af því fréttir.

Til viðbótar við líkræður, hafa örfáar prédikanir (eftir að ég fór á eftirlaun) og færslur um þjóðmál, sem sumar hafa verið frumbirtar í Kjarnanum, og svo færslur með myndlist minni, vakið áhuga og nú er sem sagst svo komið að yfir 100.000 heimsóknir hafa átt sér stað.

Þetta kom mér algjörlega á óvart og því fór ég að skoða teljarann á WordPress fyrir einstaka mánuði og ár. Og þett stemmdi allt hjá þeim!

Fyrir það er ég afar þakklátur og mun halda áfram að birta hugverk mín hér.

Takk fyrir heimsóknina!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.