Þankar um samtímann – Nobody, somebody, fluebody

Sumir aðrir

Texti og hljóðupptaka er á tenglinum hér fyrir neðan.

Geturðu sagt mér hvenær óþekkt manneskja eða enginn, á ensku nobody, getur orðið somebody eða einhver?

Fyrirfinnst einhver mælistika sem segir hvenær somebody verður að áhrifavaldi eða því sem ég kalla með mínu enska nýyrði, fluebody? Orðið er nefnilega myndað af hinu enska orði yfir áhrifavald, influencer, sem minnir mig óþægilega mikið á flensufaraldur.

Þegar nýorpnir starfsmenn netmiðla rita um slíka fluebodies þá fer oftast um mig kjánahrollur sem merkir skv. orðabók: „skömmustutilfinning yfir kjánaskap einhvers annars“.

Á íslensku ætti kannski nota orðið skaðvaldur fyrir fluebody eða jafnvel flensuvald?

Af þessum kímilegu þönkum mínum fæðast aðrar hugsanir um netmiðla eins og t.d. ruv, visir, mbl, dv og fleiri sem eru yfirfullir alla daga af ekki-fréttum um áhrifavalda eða öllu heldur skaðvalda skv. framansögðu.

Mig langar að biðja þessa fjölmiðla sem ég nefndi að búa til aukaútgáfu af sínum fréttaslóðum, en þó undanskilja ruv því þar er lítið um ekki-fréttir og dv sem ég geri ekki ráð fyrir að hafi áhuga á að draga úr ekki-fréttum.

Miðlarnir visir og mbl mættu hins vegar stofna sérútgáfu, t.d. visir-minus.is og mbl-minus.is og þá væri búið að taka út ekki-fréttirnar eins og t.d. hjá mbl um allar Diddurnar og Dúddana sem voru að trúlofast eða voru að losna og eru komin aftur á lausamarkaðinn, um Dísurnar og Dórana sem voru að endurnýja eldhúsið eða selja íbúðina sem er sögð gordjöss og eru auðvitað í flokknum og svo allar nærbuxnafréttirnar og sögur af sköpum og limum og ráðlegginar um framhjáhald o.s.frv.

Mínus-síðurnar væru bara með alvörufréttum, bara góðum mat en ekki ruslfæði svo ég noti nú líkingamál sem allir skilja.

Og þetta Smartland sem mér finnst óskaplega ósmart mætti bara strika út á mínus útgáfu mbl.is.

Þegar ég fer inná visir.is og mbl.is og fer þar um hinar rafrænu götur og göngustíga þá þarf maður sífellt að klifra yfir hindranir og allskonar drasl sem liggur á víð og dreif og maður hefur engan áhuga á. Losið okkur við þetta rusl af götum ykkar með því að opna nýjar mínus-síður með alvörufréttum!

Takk fyrir og góðar stundir!

Örn Bárður Jónsson skrifa og les.

Skýringarmyndina fann ég á vefnum og þakka fyrir hana.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.