Hugtakaruglingur

Í fréttum Rúv 15.2.2022 var rætt við sérfrótt fólk um mikla hækkun íbúðarverðs, einkum sérbýlis.

Í fréttinni var ítrekað rætt um sérbýli og fjölbýli og ég varð hálf ringlaður. Hvað er sérbýli og af hverju talaði enginn um einbýli? Og hvenær breytist fjöldi sérbýla í fjölbýli?

Og eru þá ekki allar íbúðir í fjölbýli sérbýli?

Ég fór í orðabók Árnastofnunar og þar sá ég það sem birtist á myndinni sem fylgir þessum þönkum.

Sérbýli er skv. orðabókinni íbúð sem er ætluð fyrir einstakling eða eina fjölskyldu. Hún er ekki bara það sama og einbýlishús, heldur er sérbýli mun víðtækar orð en einbýlishús og hið síðastnefnda hlýtur þá um leið að teljast sérbýli.

Því þykir mér bankafólk og vaxtavitringar, fréttamenn og álitsgjafar, sem tjá sig um þetta, ekki nota viðtekin hugtök á íslensku með réttum hætti.

Ef ég skil orðabókina rétt er sérbýli t.d. íbúð í blokk eða það sem einnig er kallað einbýli eða einbýlishús. Sérbýli hlýtur þá að vera t.d. raðhús eða parhús eða íbúð í fjölbýli, litlu eða stóru, t.d. hæð í þríbýli, íbúð í blokk og íbúð hvar sem er sé hún ætluð einum íbúa eða einni fjölskyldu.

Og þar með eru langflestar íbúðir á landinu sérbýli. Hér áður fyrr var talað um íbúðir, raðhús og einbýlishús en nú er e.t.v. farið að flækja þetta um of.

Hugtakaruglingur gefur til kynna að hugsunin sé óskýr. Tölum rétt og skilgreinum rétt.

Orðabókin er ekki að rugla neitt. Hún er með þetta á hreinu.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.