Viðtengingarháttur og tíðir

Í fréttinni á bak við tengilinn neðanmáls segir frá því að ætla megi að viðtengingarháttur sé að hverfa úr málinu. Í prófi sem lagt var fyrir ungmenni voru 2 valkostir, annar með viðtengingarhætti en hinn ekki. Börnin völdu flest síðari valkostinn

En einn augljós galli var á könnuninni. Fyrri setningin í báðum tilfellum er ekki með réttri tíð.

Spurt var:

  1. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verði þar.
  2. Það er grillveisla hjá Siggu um helgina. Ég vona að Jón verður þar.

Hefði ekki veri réttara að spyrja: Það verður grillveisla hjá Siggu um helgina?

Hvers vegna er sögnin höfði í nútíð um atburð sem mun eiga sér stað í framtíð?

Ég skal viðurkenna að stundum spyr ég einmitt á sama hátt, nota nútíð í stað framtíðar, en er þó að reyna að leiðrétta slíkt í tjáningu minni. Mikilvægt er að við ræktum með okkur blæbrigði tungumálsins, gefum tjáningu okkar gaum og æfum okkur í meferð orða í háttum og tíðum.

Ég mun sakna viðtenginarháttarins en ég hef um leið áhyggjur af því að þátíð og framtíð séu einnig í hættu. Allt of margt sem sagt er gerist í núinu, þátíð vantar oft í setningar og framtíðin ekki til lengur til í tjáningu allt of margra.

Hér er tengill á umrædda frétt sem sögð var á Stöð 2 – 29. janúar 2022:

https://www.visir.is/g/20222215039d/vid-tengingar-hattur-i-ut-rymingar-haettu

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.