HINN „RÓTTÆKI“ JESÚS
„Af sjónarhóli hinna vinnandi stétta horfir það svo við að Kristur hafi tekið sér bólfestu hjá kirkjunni og hinum borgaralegu öflum.“
Sá Jesús sem birtist í guðspjöllunum var hvorki íhaldssamur miðstéttarmaður né pólitískur róttæklingur. Han slóst hvorki í för með Saddúkeum né Selótum. Jesús ruddi braut fyrir annan skapandi valmöguleika. Hann gerði Guðs ríki að kjarna alls er hann gerði, og hafnaði þeim mannasetningum sem setja fram guðhræðslu, sem ekki frelsar fólk frá synd, vonleysi og félagslegri útskúfun. Eitt er algjörlega á hreinu: Jesús tilheyrir ekki kirkjunni fyrst og síðast, heldur heiminum, og vissulega ekki þeim sem hafa allt, heldur þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu.“
TIL ÍHUGUNAR:
Jesús tilheyrir ekki hinni stofananlegu trúrækni, heldur þeim sem leita hans vegna þess að þeir þarfnast hans.

Mynd af Vefnum
Úr bókinni:
Charles Ringma
Grip dagen med Dietrich Bonhoeffer
Verbum 1992
Bæn 12. janúar
I Korintubréf 1,26-28
26 Minnist þess, systkin, hvernig þið voruð þegar Guð kallaði ykkur: Mörg ykkar voru ekki vitur að manna dómi, ekki voldug eða ættstór. 27 En Guð hefur útvalið það sem heimurinn telur heimsku til að gera hinum vitru kinnroða og hið veika í heiminum til þess að gera hinu volduga kinnroða. 28 Og hið lítilmótlega í heiminum, það sem heimurinn telur einskis virði, hefur Guð útvalið til þess að gera að engu það sem er í metum.
Úr Biblíu 21. aldar (2007)
Dietrich Bonhoeffer var þýskur guðfræðingur sem Nazistar tóku af lífi rétt fyrir stríðslok. „Glæpur“ hans var að mótmæla og taka þátt í undirbúningi að tilræði við Hitler.
Upphafsorðin eru eftir Bonhoeffer, hugvekjan eftir Ringma
Þýðandi: Örn Bárður Jónsson 12. janúar 2021