Orkuskipti á Vestfjörðum

Vestfirðingar búa á köldu svæði og jarðhiti lítill. Rafmagn er flutt langa vegu yfir fjöll og úfið landslag þar sem vetrarveður ógna oft mannvirkjum og fella rafmagnsmöstur eins og eldspýtur væru.

Skutulsfjörður þar sem Ísafjarðarkaupstaður stendur á Eyri.
Myndin tekin úr Arnardal.

Díesel rafstöðvar eru líklega á nokkrum stöðum sem varaaflstöðvar.

Mér hugnast ekki virkjun á Ströndum og spyr hvort gera eigi þá undantekningu á Vestfjörðum að nota aflstöðvar á helstu þéttbýlisstöðum og keyra þær á metani sem við framleiðum hér á landi og svo t.d. með metanóli sem framleitt er í Svartsengi og er brennanlegt.

Svo má nota díeselolíu sem verður bara ódýrari eftir því sem olíunotkun fer minnkandi í heiminum vegna rafbílavæðingar og fleiri lausna.

Þá má auðvitað skoða vindorku á vissum stöðum, einkum í hafi og við fjarðarmunna.

Ef tekst að stytta flutning orkunnar og þurfa síður að treysta á línur á heiðum og fjöllum hlýtur að vera hægt að tryggja Vestfirðingum raforku og sjá til þess að hún verði ekki dýrari en á öðrum stöðum í landinu t.d. með niðurgreiðslum.

Þetta eru bara pælingar leikmanns sem er umhugað um náttúruna.

Fanga mætti útblástur frá vélbúnaði sem keyrður verður með metani, metanóli eða díeselolíu og breyta henni í metanól að nýju og seinka þar með mengunarferlinu og endurnýta allt sem unnt er.

Bara smá pælingar sem fræðingar skjóta vafalaust í kaf á stundinni en mér þykir þó rétt að kasta þeim út í hugsanafljótið.

https://www.ruv.is/frett/2020/12/26/blami-a-ad-studla-ad-orkuskiptum-a-vestfjordum

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.