Snerting eftir Ólaf Jóhann

Snerting

Var að ljúka við bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting.

Afar vel skrifuð bók og vel samin. Ég hugsaði, reyndar eins og fleiri að ég held: Hvenær kemur hann sér að efninu?

Biðin var þess virði því það gerði hann á einstakan hátt.

Bókin er afar vel skrifuð. Framvindan hæg og fögur, næm og vel skrifuð.

Hann fæst við stór stef liðinnar aldar, örlög Japana í heimstyrjöldinni síðari, tengsl ólíkra menningarheima og siða, tilvist ungs manns og svo glímu hans á síðari hluta ævinnar.

Og svo kemur lokahnykkurinn, „the punch line“ – og einmitt á réttum stað.

Bókin endar á stórkostlegan hátt en án þess að hann vinni frekar úr því sem þar er afhjúpað.

Það gerir gæfumuninn því þá á lesandinn eftir sitt verkefni, að vinna úr niðurstöðunni.

Takk fyrir frábæra sögu!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.