Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Snerting eftir Ólaf Jóhann

Snerting

Var að ljúka við bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting.

Afar vel skrifuð bók. Ég hugsaði, reyndar eins og fleiri að ég held: Hvenær kemur hann sér að efninu?

Biðin var þess virði því það gerði hann á einstakan hátt.

Framvindan hæg, fögur, næm .

Hann fæst við stór stef liðinnar aldar, örlög Japana í heimstyrjöldinni síðari, tengsl ólíkra menningarheima og siða, tilvist ungs manns og svo glímu hans á síðari hluta ævinnar.

Og svo kemur lokahnykkurinn, „the punch line“ – og einmitt á réttum stað.

Bókin endar á stórkostlegan hátt en án þess að hann vinni frekar úr því sem þar er afhjúpað.

Það gerir gæfumuninn því þá á lesandinn eftir sitt verkefni, að vinna úr niðurstöðunni.

Takk fyrir frábæra sögu!

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons