Heyrst hefur að Rio Tinto hyggist loka álverinu í Straumsvík.
Ekki græt ég álver sem hættir stafsemi.
En hvað á þá að gera við þetta stóra ver, allar byggingarnar, sem eru gríðarlegt ílát?
Ég sé fyrir mér risavaxið fyrirtæki sem sér okkur fyrir grænmeti árið um kring. Hugsið ykkur þessi stóru hús sem breyta mætti í gróðurhús með því að skipta út bárujárni og setja í staðinn gler eða plast.
Ekki vantar raforkuna til að knýja grænverið og hugsið ykkur þegar túristarnir aka inn í höfuðborgina úr Keflavík og sjá græniðjuna gróa við veginn, knúna raforku úr fallvötnum og sólarorku.
Við þekkjum það vel að tómatarnir sem framleiddir eru hér á landi með þessari orku og hreinu vatni eru bragðmeiri en nokkrir aðrir sem vaxa í útlöndum. Sama má segja um kálið, salatið og allt. Ég fæ vatn í munninn! Ummmmm!
Hættum að selja orkuna á útsölu til auðhringja sem reka eiturspúandi stóriðju og snúum okkur að uppbyggingu innlendrar græniðju, iðju sem er græn í gegn.
Myndin er fengin að láni af Internetinu