Af hjónabandi Kristínar og Fáfnis – Dæmisaga

Kristín gekk í það heilaga árið 1907.

Fáfnir átti nánast ekkert nema brækurnar sem hann stóð í, en hún var rík af fasteignum og jörðum, hlunnindum og ítökum, vítt og breytt um landið.

Hún lagði þetta allt inn í búið en fékk auðvitað greitt fyrir útgjöld vegna rekstur heimilisins.

Fáfnir tók að sér að hafa umsýslu með eignunum en freistaðist til að braska með þær, seldi sumar jarðir kunningjum og vinum fyrir lágt verð.

Fáfnir hafði líka aðstoðarfólk áragtugum saman sem umgengust eignir Kristínar með sama hætti og hann.

Já, hvað gerir maður ekki fyrir vini sína?

Kristín sá að margt hvarf úr eignasafninu í gegnum árin en sætti sig við það til að halda friðinn. En svo kom að því að hún vildi taka málið upp og semja um þessar eignir sínar en erfitt reyndist að rekja eignarhaldið og gjörningana sem Fáfnir gerði og taglhnýtingar hans.

Að endingu var samið um það árið 1997 að eiginmaðurinn fengi öll auðæfin til eignar en að hún fengi fastar greiðslur hvert ár til að reka sitt heimili, fjölskyldu og halda við menningararfi sínum með sæmilegum sóma.

Rekstrardæmið var skilgreint og samþykkt enda þótt Fáfnir hafi síðar farið að draga lappirnar og skerða greiðslur til Kristínar og hennar mikilvægu verkefna.

En nú er Fáfnir kallinn skilinn og á lausu en getur ekki sagt upp samningi sínum og Kristínar.

Þau verða nefnilega bæði að vera sammála um að taka málið upp og semja um framhaldið.

Kristín er á báðum áttum með skilnaðinn en veit innst inni að hann gæti orðið henni til blessunar og góðs.

Fáfnir vill sem minnst gefa upp um eignasafnið eða gjörninga liðinna áratuga.

Hvað er þá til ráða?

Kristín þarf að hugsa sinn gang og líklega verður hún að biðja um nákvæmt mat á eignasafninu og krefjast þess að það allt, bæði þekkt og dulið, horfið og ljóst, leynt og stolið, gufað upp og týnt, verði metið til fjár og greitt að fullu með vöxtum og vaxtavöxtum en þó að frádregnum leigugreiðslum.

Já, réttlætið verður að lifa!

Skilnaðurinn getur aldrei orðið að veruleika nema til uppgjörs komi.

Hvað ætlar Fáfnir nú að gera? Hvað ræður hann við? Getur hann greitt fyrir allt það sem hann fék, sólundaði og gaf vinum og vandamönnu? Hann er sem fyrr eignalítill og óáreiðanlegur í alla staði.

Fáfnir ber nafn með rentu. Hann liggur á gullinu, ormurinn sá!

Hvað sem honum líður þá er það Kristín sem á leik!

Hún hefur afhent gullið en getur hún krafist þess til baka?

Að vera eða ekki vera.

Þar liggur efinn.

 

Með kveðju til Kirkjuþings

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.