Valborg Guðrún Eiríksdóttir 1918-2013

2009-12.15 (15-20 des. og fl. ) 087-2Örn Bárður Jónsson

Minningarorð

Valborg Guðrún Eiríksdóttir

1918-2013

Útför í kyrrþey frá Fossvogskapellu mánudaginn 11. nóvember 2013 kl. 13

Jarðsett í Gufunesi.

Ræðuna er hægt að hlusta á og lesa hér fyrir neðan og sálmaskráin er neðst.

Jesús sagði:

„Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“ (Jóh 16.33)

Þessi boðskapur Jesú hefur orðið mörgum til hjálpar og blessunar í lífinu. Lífið er aldrei eintómur dans á rósum. Sumir ganga í gegnum mikla erfiðleika meðan aðrir verða fyrir litlum sem engum áföllum. Við vitum aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér en við ráðum miklu um það hvernig við mætum verkefnum daganna.

Hvernig lítum við lífið og veröldina? Er lífið ævintýri og veröldin heimur tækifæra og gleði eða sjáum við þetta allt í dekkri litum? Er glasið hálffullt eða hálftómt? Þannig er gjarnan spurt til að vekja athygli á bjartsýnni afstöðu vs. svartsýnni. Við höfum val um það hvernig við lítum lífið. Valborg kaus björtu hliðarnar og tók því sem að höndum bar af æðruleysi og dugnaði. Hún reyndi margt. Varð fyrir áföllum og mótlæti en stóð ætíð keik og allt til hinstu daga, náði háum aldri og lést á Droplaugarstöðum 1. nóvember s.l. 95 ára að aldri.

Við sem nú erum á besta aldri megum mörg eiga von á því að verða 95 ára. Þeim fjölgar nú mjög sem ná háum aldri. Breytingin er svo afgerandi á lífslíkum fólks að sagt er að lífeyriskerfið sem lengst af hefur miðað við að fólk hætti störfum um sjötugt og lifi í nokkur ár eftir það sé í raun hrunið og að fólk þyrfti helst að vinna til níræðs til þess að dæmið gangi upp. Erum við tilbúin til þess? Mér sýnist á þeim gögnum sem ég hef um hana Vilborgu að hún hefði ekki talið það eftir sér að vinna fram undir andlátið.

Hún var jákvæð kona sem naut þess að klæða sig upp á og gera sig fína. Hún reis upp úr rúminu er hún var á gjörgæslu fyrir nokkrum árum og bað um að sér væri réttur varalitur! Já, lífið í hennar augum var vettvangur gleði og fagnaðar, dans og fjör í fínum skóm með lakkaðar neglur. Hún var sögð hafa sungið yfir pottunum. Gestum fagnaði hún jafnan með góðgerðum og gleði í sál og sinni.

Hún vann lengst af sem húsmóðir en tók einnig til hendi við önnur störf, vann t.d. í Kexverksmiðjunni Esju um tíma.

Hún bó alla tíð í Reykjavík, fyrst á Bræðraborgarstíg, þá í Þórufelli 14 frá árinu 1971 en flutti svo í Furugerði og var þar þangað til hún fór á Droplaugarstaði.

Valborg Guðrún Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 3.mars 1918 en þá stóð frostaveturinn yfir með sínum veðurhörkum og veikindum fólks sem féll unnvörpum í valinn fyrir spænskuveikinni. Fæðingarárið hennar var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Að frátöldu tíðarfari og skæðri sótt öðlaðist landið fullveldi 1. desember þetta ár sem markar skil í sögu frelsisbaráttu þjóðarinnar. Íslendingar voru bjartsýnir á nýrri öld, fengu heimastjórn og fyrsta ráðherrann 1904. Fjórum áratugum síðar var lýðveldið stofnað. Öld mikilla viðburða er að baki og löng ævi góðrar konu. Hins vegar þykir öllum sem ég hef kynnst og komist hafa á tíræðisaldur ævin vera stutt og líða sem örskotsstund. Hugsum um það hvað ævin er í raun stutt og dýrmætt tækifæri.
Foreldrar Valborgar voru Eiríkur Núpdal Eiríksson f.03.10.1877 d.30.01.1965 og Guðbjörg Þorgerður Ólafsdóttir f.29.10.1889 d.27.07.1948.
Systkini Valborgar voru Karl Eiríksson Núpdal sem lést tæplega 29 ára (f. 29.05.1911 d. 21.05.1940) og Laufey Eiríksdóttir sem dó mjög ung.
Fyrri eiginmaður Valborgar var Guðmundur Friðþjófur Guðmundsson f. 1916-2006.

Synir þeirra eru:

Þór Guðmundsson f.16.01.1940 og

Karl Guðmundsson f.22.02.1943.
Seinni maður hennar var Ólafur Skúlason f.04.09.1915 d.02.01.1997.

Dætur þeirra eru:

Guðbjörg Ólafsdóttir f.08.06.1959 og

Ingibjörg Laufey Ólafsdóttir f.16.02. 1961

Fjölskyldan:
Guðbjörg Ólafsdóttir f.08.06.1959

Börn Guðbjargar eru :

María Ósk Guðbjartsdóttir f.04.12.1975

Börn Maríu eru:

Klara Margrét Arnarsdóttir f.15.03.1997

Sigurður Guðbjartur Guðmundsson f.01.11.2005

Sambýlismaður Maríu er Guðmundur T.Sigurðsson f.18.05.1975.

Ólöf Valborg Marý Viðarsdóttir f.26.06.1996.

Ingibjörg Laufey Ólafsdóttir f.16.02. 1961 

Börn Ingibjargar eru:

Ástrós Rún Sigurðardóttir f.17.05.1980

Börn Ástrósar:

Rúnar Freyr Gunnarsson 08.04. 2005

Sindri Snær Gunnarsson 31.08. 2008 og

Rakel Sif Gunnarsdóttir 30.10. 2012.

Eiginmaður Ástrósar er Gunnar Bjarki Rúnarsson

Aníta Lára Guðmundsdóttir f.13.03.1996.

Börn af fyrra hjónabandi Valborgar eru:

Þór Guðmundsson f.16.01.1940.

Eiginkona Þórs var Ágústa Þyrí Andersen f.20. 08.1942 d.16.03.2007.
Vinkona Þórs er Svala Lárusdóttir f.07.03.1945

Börn Þórs eru:

Willum Þór Þórsson f.17.03.1963.

Eiginkona Willums er :Ása Brynjólfsdóttir f.   02.10.1967

Börn þeirra eru:

Willum Þór Willumsson, f. 23.10. 1998

Brynjólfur Darri Willumsson, f. 12. 08. 2000

Þyrí Ljósbjörg Willumsdóttir, f. 17.07. 2003

Ágústa Þyrí Andersen Willumsdóttir f. 03.12. 2007 og

Þór Andersen Willumsson. f. 20.05. 2009

Örn Þórsson f.18.10.1975

Börn Arnar eru:

Daníel Helgi Arnarson f. 15. nóvember 1996 og

Ísar Logi Arnarson f. 23. október 2003.

Sambýliskona Arnar er :Björg Anna Kristinsdóttir f. 07.12. 1974

Valur Þórsson f.18.10.1975

Börn Vals eru:

Ernir Þór Valsson f. 20. september 1998,

Viktor Orri Long Valsson f. 30. maí 2002,

Kristófer Elí  Andersen Valsson f. 22. janúar 2009,

Sara Dís Andersen Valsdóttir f. 15. apríl 2010 .

Eiginkona Vals er: Helga Margrét Vigfúsdóttir f. 02.04. 1982

Karl Guðmundsson.f.22.02.1943

Sonur Karls og Bryndísar Brynjólfsdóttur er:

Brynjólfur Karlsson f.08.02.1961

Börn Brynjólfs eru:
Anna Hlín Brynjólfsdóttir f. 6. desember 1980

Sigurdís Jara Brynjólfsdóttir f. 24. nóvember 1987,

Andrea Malín Brynjólfsdóttir f. 31. janúar 1996 og

Rakel Brynjólfsdóttir f. 10. júní 1999 .

Dóttir Karls og Dóru Hilmarsdóttur er:

Valborg Karlsdóttir Collier f. 26. janúar 1978

Börn Valborgar eru:

Apríl Líf Collier f. 14. apríl 2005,

Michael Maxwell Collier f. 30. júlí 2011

Valborg var mjög félagslynd kona og vildi alltaf hafa fólk í kringum sig. Börnin rifjuðu það upp í mín eyru að oft hafi verið líf og fjör hjá þeim hjónum Ólafi og Valborgu og mikið af fólki í kringum þau. Heimilið var stundum eins og félagsmiðstöð og alltaf voru allir velkomnir.

Valborg hafði yndi af að syngja og dansa. Hún var lífsglöð að upplagi og valdi að sjá hlutina fremur í björtu ljósi en dimmu.

Hún vildi alltaf vera fín og naut þess að kaupa á sig föt. Hún var með fata- og skó- dellu alveg fram til síðasta dags – segja dæturnar – og gætti þess ætíð að vera vel lökkuð um neglur, með varalit í stíl, vel greidd og með fínt skart.

Hún var hjálpsöm og greiðvikin og hafði áhuga á fólki almennt talað og fylgdist vel með afkomendum sínum. Barnabörnin voru henni afar kær og sum þeirra voru mjög mikið hjá ömmu og afa, einkum þau María og Binni.

Hennar verður sárt saknað fyrir gleðin, húmorinn og elskusemina alla.

Sérsakar kveðjur hafa borist frá Vali, Helgu og börnum í Noregi og frá Valborgu Karlsdóttur Collier, Michael og börnum

í Bandaríkjunum. Þau eru öll með okkur í anda á þessari stundu.

Börn Valborgar þakkar starfsfólki Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun og þjónustu við mömmu þeirra til hinstu stundar.

Komið er að leiðarlokum. Löng ævi og viðburðarík er að baki. Valborg er kvödd með virðingu og djúpri þökk. Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði. Þar mun hún hvíla við hlið Ólafs og þangað munu ástvinir fara í framtíðinni til að minnast þeirra og þakka.

Valborg hafði unun af að dansa. Lífið hjá henni var oft sem dans á rósum enda þótt hún hafi ekki lifað í ofvernduðum heimi. Hún mætti lífinu með brosi á vör og tók því sem að höndum bar hverju sinni.

Dauðinn mun vitja okkar allra í fyllingu tímans. Hvernig erum við undirbúin þeim miklu skilum sem varða í tilvist okkar hér á jörðu? Hvernig tökum við á erfiðleikum og þrengingum daganna og hvernig ætlum við að mæta dauðanum?

Æfum okkur í að leggja líf okkar og ástvinanna í hendur Guðs. Treystum honum í öllum atvikum lífsins, bæði í meðbyr og mótlæti.

Minnumst orða Jesú:

„Þetta hef ég talað við yður svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“

Verum á bandi hans sem er sigurvegarinn eini og sanni. Þá verðum við í réttu samhengi, í réttum flokki, í réttu liði sem þegar hefur sigrað alla leiki, öll mót, allar lífsins keppnir.

Guð geymi Valborgu Guðrúnu Eiríksdóttur og geymi hinn sami okkur öll í lífi og dauða.

Guð blessi minningu hennar og Guð blessi þig.

Amen.

Salmaskra

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.