„Fjármálamarkaður: Trúarbrögð nútímans“ – „Meltdowns: The Perils of Extreme Finance“

FyirlesturMarkCTaylor

Sat málþingið sem kynnt er fyrir neðan punktana mína.

Mínir þankar:

Athyglisverð umræða sem ég held að kristallist í því að 1. boðorðið er forsmáð. Um leið og eitthvað verður „guð“ og kemur í staðinn fyrir hinn eina sanna GUÐ, þá fer allt á verri veg. Fjármálakerfið fyrir Hrun fór sínar eigin leiðir og yfirgaf Eden hins siðlega og rétta. Íslenskir fjármálamenn sögðu sumir að siðferðis væri ekki þörf í viðskiptum því markaðurinn sæi um það. Hin ósýnilega hönd markaðarins (Adam Smith) var guðleg í augum þeirra og því þurfti lítið sem ekkert eftirlit. Við vitum hvernig fór. Við enduðum út í skurði. Þannig var það líka í Eden forðum. Adam og Eva lentu líka úti í skurði, utangarðs, á vergangi í striti og streði til æviloka. Lestu fyrsta kaflann í 1. Mósebók. Hún er táknsaga um lífið og merkasti texti sem til er.  Táknsögurnar á fyrstu síðum Biblíunnar eru lyklar að skliningi á öllu mannlífi, reisn mannsins og hruni hans, gáfum  og brjálæði, elsku  og hatri, getu  og vanmætti.

Þakka góða stund og hugvekjandi þanka fyrirlesara og þeirra sem viðbrögð veittu. Passamynd fyrirlesarans er án efa betri en sú sem hér er dregin upp. Forlátið mér framhleypnina á sviði myndlistarinnar 😉

„Fjármálamarkaður: Trúarbrögð nútímans“

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar boðar til málþings með

dr. Mark C. Taylor, forseta trúarbragðafræðideildar Columbia Háskóla í

New York. Erindi hans er „Meltdowns: The Perils of Extreme Finance“, sjá

neðar.

Málþingið verður fimmtudaginn 16. maí kl. 13-16 í fyrirlestrasal

Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Málþingið er haldið í samstarfi við

Guðfræðistofnun HÍ og Hugvísindadeild. Ekkert námskeiðsgjald.

Viðbrögð veita dr. Jón Ólafsson, heimspekingur, og Sigríður Ingbjörg

Ingadóttir, hagfræðingur.

Hér er abstrakt frá Mark C. Taylor um erindi hans:

„Meltdowns: The Perils of Extreme Finance

In the past several decades a new form of capitalism has emerged:

finance capitalism.  This has been the result of a combination of

factors ranging from technological innovation to changes in regulatory

policies.  The critical variable is speed.  Today’s high-speed,

high-frequency trading has created a system has already brought

devastation and now threatens to collapse.

While apparently hyper-modern, financial capitalism has its roots in

modernity.  Speed is, in fact, a modern invention.  But modernity, in

turn, was initiated by Luther.  From Wittenberg to Reykjavik – an

unlikely but timely trajectory.“

Miðvikudaginn 15. maí kl. 10-12 verður dr. Mark C. Taylor með seminar

sem nefnist Framtíð háskóla einsog við þekkjum þá. Það verður haldið í

samtarfi við Hugvísindastofnun HÍ og Guðfræðistofnun HÍ og nánar auglýst

síðar.

Hér eru upplýsingar um dr. Mark C. Taylor. Hann er doktor í heimspeki

frá Kaupmannahafnarháskóla og doktor í trúarbragðafræði frá Harvard.

Hann hefur ritað fjölmargar greinar og á þriðja tug bóka á ýmsum

fræðasviðum. Meðal fyrstu bóka eru rit um Hegel og Kierkegaard en meðal

nýrri bóka hans eru „Confidence Games: Money and Markets in a World

without Redemption“ (2006) og „After God“ (2007). Hann er umdeildur,

afkastamikill og fjölfróður, enda hefur hann skrifað um guðfræði,

heimspeki, hagfræði, listfræði og arkítektúr. Hann hefur

hlotið fjölda viðurkenninga fyrir fræðastörf. Hann er áhrifamikill

höfundur og vekjandi fyrirlesari.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.