Með morgunkaffinu varð þessi færsla til.
1. maí er dagur vonar um betri tíð. Launafólk þjappar sér saman og minnir á kröfu sína um réttlátt þjóðfélag, sanngjarna skiptingu þess arðs sem landið gefur. Konan mín gekk fremst í flokki sjúkraliða með fána félagsins. Í mörg ár hef ég gengið með henni og öðru launafólki en tók mér frí í dag vegna annarra verkefna.
Hver verða kjörin á næstu misserum og árum í kjölfar hinna ótrúlegu úrslita í kosningunum til Alþingis?
Áfram launafólk!
– – –
Urban Sketch info: In my kitchen in Reykjavik Iceland on May 1, 2013