Hægri, vinstri – eða?

vinstrihaegriHvar er framboðið þitt á hinum lárétta ási? Er það til hægri eða vinstri?

Öll þekkjum við láréttaásinn þar sem venja er að raða framboðom, flokkum og einstaklingum eftir skoðunum til vinstri eða hægri. Þessi aðgreining í stjórnmálum varð til í Frakklandi 1789 þegar konungshollum þingmönnum var skipað til hægri frá forseta þingsins séð og stuðningsmönnum byltingarinnar til vinstri.

Á vinstri væng hafa verið taldir prógressífir, frjálslyndir-sósíalistar, grænir, sósíal-demókratar, sósíalistar, lýðræðislegir-sósíalistar, borgaralegir-frjálslyndir, sekúlaristar, kommúnistar og anarkistar.

Á hægri væng eru nefndir íhaldsmenn, afturhaldssinnar, ný-frjálshyggjumenn, kapitalistar, konungssinnar, theokratar, þjóðernissinnar, nazistar, ný-nazistar og fasistar.

Eru þetta skilgreiningar sem við viljum nota?

Látum það þó liggja á milli hluta hvort við skilgreinum flokka og framboð til hægri eða vinstri.

+ Ný vídd

Mér er tamt að signa mig og söfnuðinn. Þá geri ég krossmark sem er eðli samkvæmt láréttur ás og lóðréttur.

kross3Mig langar að taka lóðrétta ásinn inn í stjórnmálaumræðuna og meta flokka, framboð og stefnumál á þeim ási og spyrja hvort flokkurinn eða stefnan sé fyrir ofan lárétta ásinn þ.e.a.s. hvort hann standist almennt siðferði og sé í þágu almannahagsmuna. Að vera fyrir ofan er að lifa í ljósinu. Fyrir neðan lárétta ásinn er svo það sem ekki stenst mælikvarða ljóssins og er í undirheimum. Þar set ég þær stefnur, framboð og flokka, sem vinna síður að almannahag en gæta fremur hagsmuna hinna fáu á kostnað fjöldans, reka mál sérhyggju í stað samhygðar.

Hvar er þitt framboð á mælikvarða krossins?

Veldu ljósið, lífið, lýðræðið, landsbyggðina og leið réttlætisins.

Taktu eftir að þessi góðu hugtök byrja öll á sama bókstaf!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.