Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Súrsað, saltað og kæst

Börnin sungu í leikskólanum um þorramatinn og við sáum þau glöð í fréttum RÚV en svo var þar líka frétt af þórrablóti Stjörnunnar í Garðabæ og þá voru þar fullorðnir karlar, veislustjórar, sem voru eins og viðrini og annar þeirra kúgaðist hreinlega við að smakka lundabagga. Þessir sögufirrtu strákar virðast hvorki vita né skilja að það var afrek þjóðarinnar að lifa af veturinn í þúsund ár án yls í húsum, fyrstikista og ísskápa. Engar búðir voru í landinu og allt unnið heima. Því varð að geyma matinn í súr sem var unnin úr mólkinni úr kúnni og þegar leið á aldirnar kom innflutt salt sem gerði fólki kleift að setja matinn í salt. Súrir lundabaggar eru góðmeti, reykt kjöt sem við köllum hangikjköt líka, fiskurinn var þurrkaður í skreið, bleyttur upp og soðinn sem slíkur og af honum keimur sem við kunnum að njóta sem ólumst upp við að borða fisk fimm sinnum í viku, soðinn, saltaðan, siginn. Og svo borðaði maður hákarl löngu áður en maður mátti smakka brennivín sem fullorðnir verða að hafa til að skola lostætinu niður og þar með deyfa eðalbragðið.

Heilu kynslóðirnar sem eru aldar upp á pakkamat og hamborgurum og pítsum, sem eru að mestu hvítt dúrrumhveiti og svo eru það þessar núðlur úr sama efni sem Ítalir hafa kennt öllum heiminum að borða, en er fínmalað korn og auðmelt sem keyrir upp blóðsykur sem fellur svo hratt eftir máltíðina og gerir fólk þreytt og sifjað. Er nema von að vannærðar kynslóðir séu skrítnar í háttum og fúlsandi við alvöru mat?

Elksurnar mínar, fáið ykkur bara meira kókópöföss og gleðihringi sem kallast séríós á bjagaðri íslensku og svo pakka af hrauni í eftirmat.

Skolið þessu svo niður með lítra af sykurþrútnum kóladrykk.

Þorramatur! Namminamm!

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons