
Ég hef áhyggjur af því að Trump forseti
sé að koma óorði á græðgina
Hvenig stendur á því að forseti BNA getur hegðar sér eins og óþekkur krakki og farið sínu fram ásamt her misvitra maura í Hvíta húsinu og það algjörlega án þess að þingið hafi nokkuð um það að segja?
Hvernig er þrískiptingu valdsins háttað í BNA?
Skv. stjórnarskránni í þvísa landi er um að ræða löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þingið setu lögin, dómsvaldið túlkar þau og forsetinn/ríkisstjórnin framkvæmir það sem lögin heimila.
En vantar ekki eitthvað uppá í BNA um að tempra framkvæmdavaldið?
Forsetinn kann ekki að hegða sér sem stjórnmálamaður sem fer eftir leikreglum lýðræðis heldur er hann eins og illa upp dreginn drengstauli á stuttbuxum með sleikjó í munni sér og heimtar allt sem hann langar í og mamma og pabbi láta það eftir honum. Hann er óuppalinn og kann ekki mannasiði og því ekki hæfur í húsi stórnmálanna fremur en fíll í postulínsbúð. Stjórnmál hafa sínar siðareglur sem kenndar eru við diplómasíu.
Komið þessum manni frá sem allra fyrst.
Svo er annar maður sem ekki á heldur að stjórna landi. Hann var alinn upp af KGB og er glæpon og fantur með minnimáttarkennd, en hún á það einmitt til að brjótast út í mikilmennskubrjálæði.
Heimurinn ætti að vera hannaður með einhverskonar búnaði til að hægt væri að sturta niður slíkum kónum.
You must be logged in to post a comment.