Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Nokkir þankar um Palestínu

Örn Bárður Jónsson tók saman og les. Viltu hlusta? Upptakan er á næsta leiti og tekur 16 mínútur í hlustun.

Eitt af mörgum landakortum af Palestínu sem gerð hafa verið í aldanna rás

Ritun þessarar færslu hófst við vetrarsólstöður 21. desember 2025. Ljósið breytir lífi allra og ekki síst okkar sem norðrið byggjum. Skref fyrir skref hrekur ljósið myrkrið á braut.

Ég þekki þessi tilþrif himnakraftanna vel enda fæddur í Sólgötu á Ísafirði – undir bröttum og háum fjöllum á þrjár hliðar fjarðar – þar sem fólk heldur sólarkaffi 25. janúar ár hvert þegar sólin hefur náð að lýsa upp efri bæinn og svo kirkju og grafir – og þá tekur Sólgatan við! Nafn götunnar tekur mið af því að ljósið sigrar allt, líka gröf og dauða.

Ljósið er uppspretta alls lífs. Og ljósið hefur líka áhrif á bæði hug okkar og geðslag.

Ljós upplýsingar getur líka hrakið burt myrkur ranghugmynda og fráfræði og opnað fólki nýjan veg í lífinu.

Skoðum söguna aðeins í tengslum við svæði í heiminum sem hefur verið ráðandi í fréttum á liðnum misserum og leyfum ljósinu að bregða birtu yfir hana.

Þeir sem þekkja söguna, vita hið rétta

Í áróðri daganna eru oft notuð gömul landakort sem teiknuð voru af einhverjum valdhöfum í rás sögunna og auðvitað með einhvern tilgang í huga. Þar kemur fyrir nafnið Palestína sem er af rót skammaryrðis sem Rómverjar notuðu um filista sem áttu uppruna sinn á eynni Krít í Ægisjó (Aegean Sea). Filistar voru m.a. þekktir fyrir að vera miklir sæfarendur. Þeir fluttu til Landsins helga einhverntímann á 12. öld f. Krist, við lok síðbronsaldar.

Palestína er nafnið sem Hadríanus keisari Rómverjar gaf svæðinu á þeim tíma þegar engir Arabar voru þar og múslimar voru ekki einu sinni til sem slíkir enda langt í tilvist Múhammeðs á 6. og 7. öld e. Kr. Hadrianus gaf landinu þetta nafn til þess að aftengja gyðinga frá landinu Júdeu og nefndi það eftir óvinum gyðinga Filistum og þar með varð nafnið Palestína til.

Jasser Arafat byrjaði að nota nafnið um sitt fólk um 1970 og þá beinlínis í þeim tilgangi að ögra Ísraelsmönnum sem hafa búið í landinu í a.m.k. 3000 ár ef ekki lengur.

Fyrsta stríð Gyðinga og Rómverja

Árið 66 e.Kr. risu Gyðingar upp gegn Rómaveldi en sú uppreisn mistókst. Jerúsalem var sett í umsátur árið 70 e.Kr. Borgin var jöfnuð við jörðu, Annað musteri sögunnar var eyðilagt og stór hluti íbúanna var drepinn eða hnepptur í þrældóm. Rómverskir hermenn plægðu borgina bókstaflega upp.

Bar Kokhba uppreisnin

Árið 132 e.Kr. braust út Bar Kokhba uppreisnin (132–136 e.Kr.). Eftir fyrstu sigursælu atburðina gat uppreisnarleiðtoginn Simeon Bar Kokhba myndað sjálfstætt gyðingaríki sem stóð í nokkur ár og náði yfir stærstan hluta Júdeu, þar á meðal Júdeufjöllin, Júdeu-eyðimörkina og norðurhluta Negev-eyðimerkurinnar, en líklega ekki yfir aðra hluta landsins.

Gyðingar á svæðinu voru flestir í Galíleu, einkum á strandlengjunni (sérstaklega í Lýddu, Joppe og Sesareu), og minni gyðingasamfélög voru áfram í Beit She’an-dalnum, Karmel og norður- og suðurhluta Júdeu, þar á meðal suðurhluta Hebron-hæðanna og meðfram ströndum Dauðahafsins.

En það var ekkert palestínskt fólk til á þeim tíma og nafnið Palestína var aldrei notað yfir neina þjóð á svæðinu nema gyðingana sjálfa. Það var ekki fyrr en um 640 e.Kr. að Arabar komu þangað meðan þeir voru að leggja undir sig allt Levante-svæðið (sem vísar til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins) og einnig Norður-Afríku. Þetta voru bara nýir nýlenduherrar, sem gerðu svæðið að sinni nýlendu eftir að Býsansmenn og Rómverjar höfðu ráðið þar ríkjum sem nýlenduherrar. Löngu síðar, á 19. öld, kölluðu gyðingar sig reyndar Palestínumenn. Bretar réðu hins vegar araba til vinnu á svæðinu því efnahagskreppa var í arabaríkjunum og leituðu arabar því betri afkomu hjá Bretum og settust þar að. Ég hef séð Goldu Meir á myndbandi sýna vegabréf sitt og þar var hún skráð sem Palestínumaður.

Saga Ísraelsþjóðarinnar er því réttilega saga af-nýlendu-væðingar, saga frumbyggja sem loksins snúa aftur til síns lands eftir fall heimsvelda, Ottómana og Breta. Nokkrum árum áður höfðu þjóðir eða ríki eins og Líbanon, Sýrland, Jórdanía og Írak einnig verið stofnuð.

Gyðingar sneru aftur heim. Landið var þeirra. Meirihluti gyðinga í Ísrael nú, eru komir frá nágrannalöndunum, fyri botni Miðjarðarhafs, vegna ofsókna þar af hálfu múslima. Þá er mikilvægt að minna á þá staðreynd að minnihluti Ísraelsbúa er ættaður frá Evrópu eins og t.d. af ætt Azkenasi og fleiri evrópskum gyðingaættum. Oft er því haldið fram að landið hafi verið tekið yfir af fórnarlömbum Helfararinnar. Slíkar fullyrðingar eru bara áróður í vondum málstað óvina Ísraels.

Stofnun Ísraelsríkis er dregin í efa

Skoðum rökin

Hugmyndin um palestínska þjóð er notuð sem vopn í baráttunni gegn hugmynd síonista um að snúa aftur til Ísraels. Þegar arabar sáu að Gyðingar um allan heim keyptu land í stað yfirtöku með valdi – það að kaupa landsvæði er fullkomlega löglegt – ákváðu þessir Arabar að skapa einhvers konar þjóðernishyggju sem mótvægi við hugmyndina um að Gyðingar gætu snúið aftur til lands síns. Og út frá þessari hugmynd var fundin upp afsökun um svokallaða Palestínumenn, sem eru að mestu leyti Egyptar og Sýrlendingar, og því er nafngiftin einskær þjóðernis-uppspuni, með það eina markmið að eyðileggja hugmyndina um tilvist Ísraelsríkis. Það var aldrei forgangsverkefni fyrir þá að þróast eða stofna sitt eigið ríki og búa saman með gyðingum. Mismunandi þjóðir vilja eiga í óbeinum átökum við Ísrael. Þetta er ástæðan fyrir því að þau hafa ávallt hafnað alls kyns tillögum um sambúð og sjálfstæði.

Megnið af fornum áletrunum sem fundist hafa og eru fornmunir eru á hebresku.

Þegar arabar réðust á Ísrael sama ár og ríkið var stofnað 1948, sendu þeir boð til múslima í landinu, um að yfirgefa heimili sín og skilja húsin eftir tóm handa hermönnum innrásarliðsins. Þeim var lofað að snúa síðan aftur til síns heima. Múslimarnir hlýddu en töpuðu þessari rimmu og sneru svo flutningi múslimanna upp í það að þeir hefðu flúið Ísrael af völdum ofsókna gyðinga! Múslimar mega ljúga skv. Kóraninum, þeir eru beinlínis hvattir til að ljúga að vantrúuðum sem merkir að þeir mega ljúga að öllum nema trúsystkinum sínum.

Því miður er fáfróður og fjölmennur heimur islam – sem er víða stjórnað af hatri – látinn trúa frásögnum sem eiga sér engar sögulegar rætur og þessi fáfróði massi reynir ekki einu sinni að velta fyrir sér neinum rökum.

Svo eru það Vesturlönd sem hafa látið fífla sig með áróðri Hamas og billjóna-dollara-stuðningi arabaríkja. Massinn í Vestrinu kemur veinandi út á götur og torg með fána Hamas, slæður og tákn öfgamanna, morðingja, hryðjuverkamanna, trylltra aumingja og fanta, íklædd kefía-sjölum sem eru í raun upprunnin í Írak. Og þessi massi á Vesturlöndum með sín titrandi „kjúklingahjörtu“ veit ekki að hann er nytsamur sakleysingi sem fer á taugum við að sjá tár á hvörmum fólks á áróðursmyndum sem fjölmiðlarnir halda að fáfróðum massanum sem lætur fífla sig með fölskum fréttum. Til dæmis má rifja upp að áróðursmeistarar Hamas birtu myndir af börnum með vöðvarýrnun sem höfðu reyndar hlotið læknishjálp af hálfu lækna í Ísrael og sögðu þau dæmi um hungursneyð á Gaza! Þekktar fréttastofur gengu í þessa gildru. Flestar fréttir eru einhliða, endar eru það áróðurs-illvikjar, sem stjórna mörgum fjölmiðlum, fólk sem virðist ekki vita að tvær hliðar eru á hverju máli. Hefurðu heyrtu um einhliða krónupening? Einliða vegg? Hamas sem stjórnað hefur á Gaza um árabil á sér engar málsbætur og það er í raun ótrúlegt hvernig þessum brjálaða lýð hefur tekist að snúa Vesturlöndum til liðs við lygi sína.

Mannfall

Ef farið er yfir tölfræði átakanna á Gaza þá er mannfall hlutfallslega minna af hálfu óbreyttra borgara í samanburði við mörg önnur átök sögunnar í þéttbýli. Á móti hverjum föllnum andstæðingum Ísraels hafa fallið 1,39 almennir borgarar sem sannar að hér er alls ekki um að ræða neitt þjóðarmorð. Hamas-menn stilltu sér viljandi upp við moskur, sjúkrahús og flóttamannabúðir til þess að skjóta eldflaugum sínum, væntandi þess að fá svar með tilheyrandi falli óbreyttra borgara, til að nota í áróðursstríði sínu. Þeir eru kænir og siðlausir og fórna sínu fólki eins og sauðfé sem leitt er til slátrunar. Þeim er slétt sama um þetta fólk. Til samanburðar þá var hlutfallið í Seinni heimsstyrjöldinni 2-2,5 og í átökunum í Grosni, höfuðborg Téténíu 1994-95 var hlutfallið 8-10 þ.e.a.s. hlutfall almennra borgar á móti einum hermanni.

Skoðum niðurstöðu og rök tölfræðings um mannfall á Gaza

Þessi nýjasta greining bendir til rökstuddrar áætlunar um 57.400 stríðstengd dauðsföll vegna aðgerða Ísraelshers, þar af um 24.000 stríðsmenn og 33.400 óbreyttir borgarar (auk dauðsfalla af völdum Hamas). Mannfall óbreyttra borgara er sorglegt og ekki er hægt að hafna fjölda ólögráða barna sem hafa fallið; en það er yfirgnæfandi afleiðing af „mannskjaldarstefnu“ Hamas (human shield) þar sem herveldi þeirra er vísvitandi staðsett þar sem óbreyttir borgarar eru til staðar. Þeir hafa skotið eldflaugum frá sjúkrahúsum, skólum og öðrum byggingum þar sem fólk er jafnan til staðar. Þeir leynast innan um almenning.

Hlutfallið milli óbreyttra borgara og bardagamanna, sem er 1,4 á móti 1, er ótrúlega lágt miðað við sögulega staðla um borgarstríð í Írak eða Afganistan, og það sýnir að Ísraelsher hefur háð mjög markvissa herferð gegn Hamas við ótrúlega erfiðar aðstæður. Og það sem meira er: Ísraelsmenn tilkynna árásir sínar fyrirfram! Fullyrðingar um að fjöldi dauðsfalla óbreyttra borgara sé enn ekki kominn í ljós standast ekki: fjölskyldur hafa haft næstum tvö ár til að tilkynna dauðsföll jafnvel án líks og í gegnum símtal eða eyðublaði hjá Google, og mörgum áætluðum dauðsföllum í „rústum“ hefur þegar verið bætt við listann.

Sönnunargögnin sýna að fjöldi dauðsfalla skv. Hamas stenst ekki og að raunveruleikinn er, að um er að ræða stríð þar sem Ísrael hefur valdið Hamas-liðum miklu manntjóni á sama tíma og Ísraelsher hefur háð eina markvissustu borgarherferð nútímasögunnar. Hér er slóð á þessa skýrslu (https://x.com/aizenberg55/status/1972667839409504518?s=61&t=zRir3LfIiWz4yKrdgU5e3g)

Inn í þetta blandast svo tölur um dauðsföll af náttúrulegum orsökum sem skekkja myndina, dauði aldraðra, krabbameinssjúkra og allra sem deyja af náttúrulegum örsökum.

Mannfall á Gaza, er að framansögðu, alfarið á ábyrgð Hamas og heilaþveginna stjórnvalda svæðisins.

Til viðbótar má svo halda því til haga að sjaldan eða aldrei hefur stríð átt sér stað við borgaralega klædda hryðjuverkamenn sem hafast við að mestu í neðanjarðargöngum. Hamas menn eru einnig ofanjarðar og þá ætíð klæddir sem almennir borgarar sem er auðvitað siðlaust og lýsir því vel hve mannslíf eru lítils virði í þeirra augum.

Fréttir frá Gaza

Margt er sagt og mörgu er logið í fréttum. Einhliða áróður hefur átt sér stað í mörgum miðlum eins og BBC og RÚV.

BBC er uppvíst orðið að fölskum fréttaflutningi. Stöðin hefur verið tekinn í gegn af yfirvöldum og duglega flengd sem óþekkur krakki fyrir bjagaðan fréttaflutning frá Gaza. Starfsfólki BBC er gert að

sækja námskeið um anti-semitisma til að vinda ofan af gyðingahatri fréttastjóra og starfsfólks.

Á sama tíma fer enginn í það að rannsaka framgöngu RÚV sem hefur hagað sér sem einhliða málpípa Hamas.

Fólk sem smíðar sinn eigin sannleika er og verður alltaf hættulegt. Og fólk sem lýgur að almenningi og það á launum ríkisins, er orðið lítið skárra en áróðurstmeistarar kommúnista, fasista, nazista og Hamas.

Megi sannleikurinn koma sem ný sól eftir vetrarsólstöður og lýsa upp myrkur fávisku og skrílmennsku, sem lætur reka sig eftir breiðstrætum lyginnar sem heimska sauði.

Í bréfi sínu til Efesusmanna segir Páll postuli:

11 Eigið engan hlut í verkum myrkursins, sem ekkert gott hlýst af, heldur flettið miklu fremur ofan af þeim. 12 Því að það sem slíkir menn fremja í leyndum er jafnvel svívirðilegt um að tala. 13 En allt það sem ljósið afhjúpar verður augljóst. 14 Því að allt sem er augljóst er í ljósi.
Því segir svo:

Vakna þú sem sefur

og rís upp frá dauðum

og þá mun Kristur lýsa þér.

Megi ljós lífsins lýsa upp söguna og hjálpa okkur til að skilja hana betur og varast falsspámenn og siðspillta áróðurs-lúðra „hertekinna“ fjölmiðla.

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons