Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Grein og söngur: Svarið með blænum berst

grein eftir Örn Bárð Jónsson sem les.

Upptakan tekur rúmar 11 mínútur í hlustun.

Og neðst í textanum er tengill á söng á textaþýðingu minni á ljóðinu Blowing in the Wind e. Bob Dylan.

Mynd af Vefnum

Hér er upptaka með upplestri á greininni:

Bob Dylan spyr í sínu magnaða ljóði um Vindinn . . .

Yes, and how many times can a man turn his head
And pretend that he just doesn't see?

. . . og á íslensku:

Hve oft fær maðurinn snúið sér við
og látið sem sjá'ekki neitt?

Þýðing á texta Dylans sem varð til í dag og ég söng inn með undirleik af Netinu er að finna neðanmáls.

HVE OFT? HVE LENGI?

Þessi spurn söngvaskáldsins kallast á við stef úr Gamla testamentinu, sem kemur fram í mörgum sálmum þess, sem kenndir eru við Davíð konung.

„Hve lengi?“ Orðin vísa til þess að hin þjáðu biðu lausnar og spurðu Guð hve lengi þau þyrftu að bíða. Orðalagið er nánst eins og rauður þráður í GT.

Já, hve lengi? Hvað þarf að líða langur tími til að fólk sjái hið rétta í deilumálum þjóða?

Hve lengi ætlar fólk að horfa í vitlausa átt og láta eins og það sjái ekki hið sanna?

GAZA

Íbúar Gaza kusu yfir sig Hamas-samtökin, brjálaða menn sem ætla sér að útrýma Ísraelsríki, drepa alla gyðinga þar og í heiminum öllum og einnig alla kristna, karla og konur. Hefurðu velt fyrir þér þeim ásetningi Hamas og margra arabaríkja?

Átökin á Gaza snúast um að hryðjuverkamenn Hamas réðust inn í Ísrael 7. október 2023 eða fyrir um 700 dögum og frömdu illvirki með vopnum og berum höndum, sem eru bara á færi trylltra manna, með hatur í sál og sinni. Ódæðið sem þeir frömdu er sem betur fer fágætt í sögunni. Við þessu brugðust Ísraelsmenn enda hefur hvert ríki þann rétt að verjast árásum og ódæðum brjálæðinga.

Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins 1948 þurft að glíma við óbeit araba gagnvart gyðingum, sem réðust á herlaust, nýstofnað ríki gyðinga, strax á fyrstu dögum þess.

Ísrealsríki var stofnað 14. maí 1948. Strax að kveldi sama dags réðust fimm ríki araba á herlaust fólkið. Þessu hafa gyðingar þurft að verjast frá fyrstu tíð.

Og þessi gazalegu stjórnvöld Hamas, hamast fólk við að styðja á Íslandi og gengur um götur og torg með fána þessara vitskerrtu stjórnvalda.

FULLTRÚI HAMAS KEMUR Í OPINBERA HEIMSÓKN

Og nú ku utanríkisráðherra Hamas vera á leiðinni til landsins til að hitta utanríkisráðherra Íslands og fleira stuðningsfólk Hamas hér á landi. Dreymdi mig martröð?

Hamas getur stöðvað átökin NÚNA! Hamas þarf aðeins að skila gíslunum, þeim sem enn lifa og líkum hinna látnu og hætta þessu brjálæði og heilaþvotti á heilli þjóð, sem anað hefur með þeim út dauðann í trú þeirra á eitthver dellumakerí úr Kóraninum. Átökin á Gaza eru alfarið í boði Hamas.

Íslendingar, sem ofbýður mannfall í átökunum, hefðu mátt íhuga að beina spjótum sínum að Hamas, samtökunum, sem hófu þessi átök og viðhalda þeim með þrjósku sinni. Þeim væri í lófa legið að skila gíslum, lífs og liðnum, og vernda sitt fólk í stað þess að fórna bæði börnum og fullorðnum á altari ofsatrúar sinnar og brjálæðis. Hamas, sem stjórnandi afl á Gaza, gerir ekkert til að bjarga sínu fólki. Þeir stilla þeim upp sem fórnarlömbum því þeir dýrka dauðann og fórna fólki án þess að depla auga.

Þeir hleypa fólkinu ekki inn í göngin sem eru 500 km löng og með öllum þægindum, sprengjuheldum hvelfingum, 5700 inngöngum sem allir eru undir śjúkrahúsun, læknastofum, skólum, barhaheimilum. Nei, fólkið fær ekki að setja tærnar yfir þröskulda stríðsherranna. Lúxusinn og öryggið er bara handa þeim.

Hve oft fær maðurinn snúið sér við
og látið sem sjá'ekki neitt.

Þúsundir hryggra Íslendinga snúa sér, því miður, að röngum aðila.

Hvernig væri að halda útifundi og skora á Hamas að leggja sitt af mörkum til að ljúka þessum átökum?

HVERJAR ER RÆTUR MENNINGAR OKKAR?

Á hvaða leið erum við? Ætlum við að útrýma þeirri þjóð sem gaf okkur og öllum Vesturlöndum lungann úr siðagrunni okkar, skilning á samskiptum fólks, grundvöll lögfræði, dómstóla, réttlætis og sannleika?

Vesturlönd hafa allan sinn siðagrunn frá gyðingum og Kristi.

Og nú vill sumt vinstra-wókið ekki kannast við kirkju og kristni og lítur á það mengi sem úrelt og ekki lengur í tízku.

Og innan Þjóðkirkjunnar finnst fólk og starfsmenn, sem nú villast af leið og eru farin að ráfa í wóki og sýkjast af fleiri kvillum samtímans.

Hve lengi? Hve lengi þurfum við að bíða eftir því að fólk hætti að snúa sér undan til að sjá ekki orsakir átakanna, sjá ekki sökudólginn?

Ísrael hefur rétt á að berjast gegn Hamas og ráða niðurlögum þeirra.

Slík eru lögmál átaka og styrjalda, hversu grimmur sem okkur kann að finnast sá réttur.

Við finnum öll til með fórnarlömbum átakanna. Við erum öll með tilfinningar og hæfileika til að seja okkur í spor þjáðra. En reynum þá að gera það á báða bóga en ekki bara einhliða og horfa í burtu eins og Dylan orti um.

Hve margan veg verður hver og einn gá
uns viljir þú kalla hann mann?

Hve margan sæinn fær hvít dúfan sjá
uns hverfur í sandanna rann?

Hve lengi fljúgandi fallbyssuskot,
áður þau felld verð’í bann.

Svarið, minn vin, með blænum það berst
já, svarið með blænum berst.

Hve lengi finnur þú fjallinu tíð,
uns fyrnist sem sandur í sæ?

Hve lengi unnir þú lífs þínum lýð,
uns handleikur frelsins fræ?

Hve oft fær maðurinn snúið sér við
og látið sem sjá'ekki neitt?

Svarið, minn vin, með blænum það berst
já, svarið með blænum berst.

Hve oft fær maðurinn höfðinu lyft
áður hann himinninn sér?

Hversu mörg eyru þarf einn maður fá,
uns grátur í eyru hans sker?

Hversu mörg dauðsföll þarf maðurinn sjá
að of marga dauðinn sér tók?

Svarið, minn vin, með blænum það berst
já, svarið með blænum berst.

Hve lengi ætlar fólk á Vesturlöndum og þar með á Íslandi, að styðja Hamas?

Drottinn, hve lengi?

HVE LENGI?

Og hér fylgir 94. Davíðssálmur til íhugunar.

Hann geymir forna hugsun þjóðar sem hefur þurft að berjast fyrir tilvist sinni um aldir.

Við eigum erfitt með að setja okkur í spor Ísraels.

Sálmarnir eru kenndir við Davíð konung, sem var uppi á árunum um 1000 f. Kr. Þeir eru sumir án efa eldri og aðra samdi hann og safnaði svo saman þessum dýra arfi þjóðar sinnar sem kennt hafa sálmana við hann.

En reynum að skilja aðstæðurnar og ákall þeirra um að Guð veiti þeim lið í erfiðum aðstæðum og jafnvel í hefndum:

1Drottinn, Guð hefndarinnar, [

Guð hefndarinnar, birst þú í ljóma.

2Rís þú upp, dómari jarðar,

endurgjald drembilátum breytni þeirra.

3Hve lengi, Drottinn, mega guðlausir,

hve lengi mega guðlausir fagna?

4Þeir ausa úr sér stóryrðum,

allir illvirkjar hreykja sér.

5Þeir kremja lýð þinn, Drottinn,

kúga arfleifð þína,

6drepa ekkjur og aðkomandi

og myrða munaðarlausa.

7Þeir segja: „Drottinn sér þetta ekki,

Guð Jakobs tekur ekki eftir því.“

8Takið eftir, þér hinir skilningslausu meðal lýðsins

og vitgrönnu, hvenær ætlið þér að vitkast?

9Mun sá eigi heyra sem eyranu hefur plantað

og sá eigi sjá sem augað hefur til búið?

10Skyldi sá ekki hegna sem agar þjóðirnar,

hann, sem kennir manninum visku?

11Drottinn þekkir hugsanir manna,

veit að þær eru vindgustur einn.

12Sæll er sá maður er þú agar, Drottinn,

og fræðir með lögmáli þínu

13svo að hann njóti friðar á erfiðum dögum

uns hinum óguðlega verður grafin gröf.

14Drottinn mun ekki hafna lýð sínum,

hann mun ekki yfirgefa arfleifð sína.

15Réttlætið mun aftur ríkja í réttarfari

og allir hjartahreinir munu lúta því.

16Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna,

hver standa með mér gegn illgjörðamönnum?

17Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín

yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar.

18Þegar ég hugsa: „Mér skriðnar fótur,“

þá styður mig miskunn þín, Drottinn.

19Þegar áhyggjur þjaka mig

hressir huggun þín sál mína.

20Ert þú í bandalagi við hinn spillta dómstól

sem misnotar lögin og veldur þjáningu?

21Þeir sitja um líf hins réttláta og sakfella saklaust blóð.

22 En Drottinn er mér háborg

og Guð minn klettur mér til hælis.

23 Hann geldur þeim misgjörð þeirra

og tortímir þeim í illsku þeirra,

Drottinn, Guð vor, afmáir þá.

Svo mörg voru þessi orð sálmsins, rituð fyrir um 3000 árum.

Laugardaginn 6. september 2025 sat ég og ritaði þessa þanka. Þá hlustaði ég á Bob Dylan syngja sitt ódauðlega ljóð, Blowing in the Wind. Ég réðst í að þýða textann, fann undirspil á vefnum og lét vaða með minni þýðingu og söng.

Undirleikurinn er af YouTube: Version from Zoom Karaoke.

Og hér er lag og söngur:





Kveðja og þakkir . . .

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons