Það sem fáir þora að tala um
Grein eftir Örn Bárð Jónsson sem les

Fyrri hluti
I. Framandi menning og siðir
Margt er það sem ógnar Vesturlöndum og þeirri menningu sem hefur sprottið fram innan þeirra og tekið aldir að þróa.
Að margra áliti er það andvaraleysi sem er að gera út af við menningu okkar.
Nýjar breytur
Samfélagsmiðlar hafa á sér tvær hliðar. Þá má nota á skynsamlegan hátt, en í lækjum þeirra rennur þó ótal margt sem skemmir. Mörg samfélög eru orðin eins og eiturlyfjasjúklingur sem sprautar sig beint í æð. Samfélagsmiðlarnir eru fullir af bulli og andlegu eitri sem slævir fólk og skerðir dómgreind þess. Frakkar íhuga nú að banna börnum undir 15 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Ættum við að bregaðast við á líkan hátt? (Sjá t.d. hér: https://mannlif.is/greinar/frakkar-leggja-til-ad-banna-bornum-ad-nota-samfelagsmidla/)
Ógnir samtímans eru margar. Þessi frétt birtist t.d. á mbl.is 1. maí 2025:
„Sænskur blaðamaður hefur verið dæmdur í 11 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi fyrir að móðga forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Hann gæti þó átt yfir höfði sér mun þyngri dóm vegna ásakana tyrkneska ríkisins um hryðjuverk.“
Ríki islams þola illa gagnrýni og frelsi íbúanna er af mjög skornum skammti.
Sama ógn steðjar einnig að vestrænum lýðræðisríkjum. Í London var 71 árs, fv. lögreglumaður handtekinn og gerð húsleit hjá honum, fyrir að hafa skrifað færslu á Netið með athugasemd um framferði fólks sem studdi málstað Palestínu í mótmælagöngu. Sex lögrelgumenn komu heim til hans, handjárnuðu hann og tæmdu alla skápa og skúffur í leit að gögnum sem gætu sannað að hann væri öfgamaður. Hann var látinn dúsa í fangaklefa í 8 klukkustundir. Sem betur fer, bað lögrelgan hann afsökunar á tilefnislausri húsleit og handtöku. (The Telegraph 10. maí 2025)
Aðgerðir Ísraelsmanna í Palestínu, virðast oftar en ekki, séðar með eineygðum fréttamönnum hér á landi. Fáir þeirra reyna að skoða málið frá öðrum hliðum en þeirri sem Hamas stýrir. Já, taktu eftir, áróður Hamas stýrir algjörlega hugsun sumra fréttamanna í landinu.
Og ég spyr: Hvar er fólkið sem fara ætti í kröfugöngu fyrir því að Hamas láti af þeirri stefnu að drepa skuli alla Gyðinga heimsins og útrýma Ísraelsríki?

Að fordæma
Ég hef verið snupraður af fólki sem telur sig þekkja söguna betur en ég. Ástæðan er sú að ég hef kennt Hamas um upptök þeirra átaka sem nú eiga sér stað í Palestínu, allt frá 7. október 2023. Þeir tala um að ég kunni ekki söguna og hafi ekkert lesið. Hamas framdi pogrom en það hugtak notað um að drepa gyðinga í hópum og er þekkt í sögunni.
Ég hef þó lesið sögu Ísreals frá upphafi vega, mörg þúsund ára gamla sögu og fylgst með Ísraelsríki frá því ég komst til vits og ára. Kynslóð foreldra minna man vel stofnun Ísraelsríkis 1948, sem Ísland studdi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Fimm arabaríki réðust á Ísrael á fyrstu tilvistardögum þess. Ísrael hefur svarað árásum eða skærum araba í áranna rás: 1948-49, 1956, 1967, 1973, 1982, 2006 og 2023 til okkar daga. Fyrir stofnun Ísraelsríkis réðust arabar á Gyðinga í Palesínu árið 1921 (Jaffa-óeirðirnar) og aftur nokkrum árum síðar. Hér er slóð um árásir araba á Gyðinga í Palestínu allt frá árinu 1517 til 2023: https://www.reddit.com/r/Israel/comments/1dag6gn/arab_palestinian_attacks_on_jews_since_1517/
„Vitringana“ sem þykjast þekkja söguna betur en ég, spyr ég: Hvaða sögu hafið þið lesið? Sagan er nefnilega ekki ein, hún er mörg. Hver skrifaði söguna sem þú hefur lesið? Ég leyfi mér að fullyrða að fyrrnefndir „vitringar“ hafa ekki lesið nema brot af því sem ég hef lesið.
Ég læt ekki sögu, sem rituð er af múslimum eða öfgahreyfingum innan islam, stjórna skilningi mínum á Ísrael eða málflutning annarra nytsamra sakleysingja á bandi islam. Þeir eiga sína fulltrúa í fjölmiðlum, sem reka einhliða áróður í hverjum fréttatímanum á fætur öðrum hér á landi.
Ég kaupi ekki heldur sögu sem skálduð er af kommúnistum, sósialistum eða feministum með marxísk gleraugu á nefi sínu sem gefa ætíð tveggja póla niðurstöðu: kúgarinn og hin kúguðu. Þessi einföldun sögunnar er ein ljótasta fölsun sem átt hefur sér stað í sögu mannsandans. Henni má líkja við tölvuvírus sem eitrar allt.
Hver skrifar söguna? Hvaða sögu lest þú? Ert þú í hópi þeirra sem ganga í kærleiksvímu í kröfugöngum í einhliða og meðvirkri elsku og sjá ekki heildarmyndina? Fólkið sem gengur undir fána Palestínu hér á landi styður nefnilega Hamas, meðvitað eða ómeðvitað um þá reginvillu sína.
Ísrael er umkringt af brjáluðu fólki, sem vill eyða ríkinu og drepa hvern einasta Gyðing. Fólkið á Gaza kaus yfir sig Hamas, hryllilegasta hóp villidýar, sem á jörðinni lifa um þessar mundir. Þau kusu Hamas yfir sig í lýðræðislegum kosningum! Hamas vill ekki neina samninga, því þá verða þeir að hætta að dýrka dauðann. Hamas er nefnilega dauðakölt. Ég veit ekki hvort almenningur skilur slíkt brjálæði, hve ógnardjúpt það er og djöfullegt og svo langt frá heilbrigðri skynsemi sem „austrið er frá vestrinu“.
Einn af stofnendum Hamas, Mahmoud al Zahar tilkynnti eftirfarandi í desember 2022:
Við erum ekki að tala um að frelsa landið okkar…. Allir 510 milljón ferkílómetrar plánetunnar Jörð munu falla undir [kerfið] þar sem enginn óréttur verður, engin kúgun, enginn Zíonismi, enginn svikull Kristindómur . . .
(S.33-34 í rafbókinni The Builder’s Stone: How Jews and Chistians Built the West – and Why Only They Can Save It, eftir Melanie Philips)
Markmið Hamas eru skýr – eyðing alls sem ekki er undir sharia-lögum islam.
Og nú stíga fram forystumenn nokkurra lýðræðisríkja og vilja viðurkenna Palestínu! Hvaða pólitíska keiluspil er nú í gangi? Var Palestína ekki frjáls? Voru ekki haldnar lýðræðislegar kosningar? Og fólkið kaus Hamas! Fólkið kaus yfir sig morðingja og brjálæðinga. Nytsamir sakleysingjar kusu yfir sig menn sem líta á eigið fólk eins og fé sem leiða má stil slátrunar undir merkjum málstaðar um að eyða skuli Gyðingum og Ísrael.
Ísreal er sem klettur í hafi múslimskra þjóða sem umkringja ríki Gyðinga og ef þeim tekst að eyða Ísrael þá er það aðeins fyrsta stoppustöð. Evrópa bíður og vegna andvaraleysis, með dyr sínar opnar upp á gátt. Villuráfandi fólk í hugmyndafræðilegri þoku og meðvirkri elsku, sér því miður ekki í gegnum hryðjur hroðans í þessum efnum.
Hamas hefur enga samúð með fólkinu á Gaza en notar það sem skjöld í baráttu sinni og tryllingi gegn Gyðingum, sem náð hafa að reka eina ríkið í sínum heimshluta sem hefur lýðræði og mannréttindi í öndvegi.
Hinn 7. október 2023 drápu Hamasliðar um tvö þúsund Ísraelsmenn, karla, konur og börn. Þeir nauðguðu konum og drógu líkin um götur og torg – og lifandi og limlestar konur líka – þar sem skríllinn – „góðmennin“ í Palestínu – fögnuðu eins og fólk fagnar áramótum eða sigrum í íþróttum. Þeir skáru fóstur úr kviði ísraelskra kvenna og auglýstu illvirki sín á torgum. Og fólkið emjaði af sælu þegar það fékk þá andlega fullnægingu sem hrottaksapurinn gaf þeim.
Palestínumenn voru nefnilega rækilega teknir í gegn af Hamas og heilaþvegnir í gegnum skólakerfið og með öllum ráðum áróðursmeistara illvirkjanna.
Þegar Ísrealsmenn svöruðu, földu Hamasliðarnir sig í jarðgöngunum sem þeir byggðu með peningum heilaþveginna hjálparstofnana Vesturlandabúa og tregra mótmælenda á Austurvelli og víðar. Þeir taka nánast öll hjálpargögn og selja svo sínu „áskæra“ fólki á uppsprengdu verði. Og við, Vesturlandabúar, nærum þessa spillingu með gjöfum okkar eins og heiladofnir hálfvitar. Göngin eru 500 kílómetra löng og í þeim eru sprengjuheldar hvelfinga, rafmang, loftkæling, allt, allur lúxus. Inngangar í göngin eru taldir vera um 5.700 talsins. En Palestínufólkið fær aldrei að stíga fæti inn í þessi göng. Þau er bara til að skýla brjálæðingunum í Hamas sem er skítsama um fólkið en stillir því upp við inngangana sem eru allir undir sjúkrahúsum, skólum, læknastofum, leikskólum og opinberum byggingum.

Sameinuðuþjóðirna álykta um allt og ekkert og styðja Hamas en hata Ísreal v.þ.a. illa upplýstar þjóðir í hugmyndafræðilegri þoku hafa náð þar undirtökum.
Palestínumenn keyptu vopn fyrir fé frá Vesturlöndum og svo földu Hamasliðar sig sívilklæddir í sjúkrahúsum og öðrum opinberum byggingum. Nei, þeir komu ekki fram sem hermenn í hermannabúningum, sem væri hið eina siðlega og að verjast sem slíkir, nei, þeir dulbúa sig sem almennir borgar, því þeir eru heiglar og aumingjar og í heila þeirra býr vonin um sæluvímuna af því að deyja, því þeir tilbiðja dauðann og því má skilgreina Hamas sem dauða-költ. Þeir eiga í vændum skv. Kóraninum, 72 hreinar meyjar á himnum ef þeir deyja píslarvættisdauða. Er einhver heil brú í slíkri trú?
Þjóðirnar í löndunum í kring um Ísreal hafa lítið þróast í 1400 ár, nema þær sem hafa olíu og hafa getað bætt lífskjör sín að einhverju leyti en ekkert í líkingu við Vesturlönd. Þessar þjóðir halda fólki enn í fjötrum og án flestra vestrænna mannréttinda og enn hafa konur í löndum múslima takmörkuð réttindi. Mannréttindin sem við viljum halda í eru, Nota Bene, ÖLL sprottin úr gyðing/kristnum jarðvegi. Og hvers vegna skyldu flóttamenn streyma til Evrópu? Svarið liggur í augun uppi! Þar eru lífsgæðin mest enda þótt vestræn þjóðfélög séu langt í frá fullkomin.
Frumskyldur ríkisstjórna
Sérhver landsstjórn, lýræðislega kosin eða ekki, ber þá ábyrgð að þjóna sínu fólki, tryggja því sem allra best líf, styðja það í náttúruhamförum og vernda það fyrir árásum óvinveittra afla.
Hefu Hamas gert þetta gagnvart sínu fólki? Nei! Göngin þeirra gætu hýst alla íbúa landsins, en almenningur fær ekki að setja tærnar yfir þröskuldana í þeim sprengjuheldu gímöldum. Ríkisstjórn á að tryggja fólki öryggi og að matvæli nái óhindrað til almennings? Hefur Hamast séð um það? Nei, þeir hafa komið í veg fyrir að matvælum sé dreift til fólksins og séð um að þau eyðileggist undir brennandi geislum sólar á Gaza. Og kenna svo Ísraelsmönnum um að hindra að hjálpargögn nái til fólksins, sem er ein af þúsund lygum hinna vitfirrtu Hamas-liða.
Þetta styður margt fólk á Vesturlöndum án þess í raun að gera sér grein fyrir villu sinni.
II. Olía og vatn blandast ekki
Islam
Við, Vesturlandabúar, sofum á verðinum, þegar kemur að islam.
Auðvitað er gott fólk innan allra trúarbragða, en islam sker sig frá þeim flestum þegar kenningarnar eru skoðaðar. Ég leyfi mér að fara í boltann í þessu sambandi, þ.e. kenninguna, en ekki manneskjuna, ekki í múslimann. Milljónir múslima eru hið besta fólk, en islam hefur þó í sér fræ öfga og illinda. Því miður. Innan islam eru til djöfullegar hugmyndir sem eiga sér ekki rætur í neinu jarðnesku. Þær rætur liggja lóðbeint niður í helvíti.
Ég hef lesið trúarbragðafræði til prófs í háskóla og þá voru öll trúarbrögð heims undir. Mjög fróðleg og skemmtileg námsgrein, en ég man hvað islam stóð í mér vegna kekkjanna í kenningunum. Islam er undarleg blanda af ýmsu tagi, en fegurstu bitarnir í Kóraninum, eru taldir vera textar kristins fólks sem hafnaði guðdómi Krists á 4. öld og varð viðskila við kirkjuna og dreifðist víða um löndin fyrir botni Miðjararhafs. Öldum síðar rann arfur þeirra inn í islam sem einnig hafnar guðdómi Krists, en nefnir hann þó meðal spámanna í Kóraninum.
Var Múhammeð til? Hann er sagður hafa fæðst um 570 e. Kr. En fræðimaður sem ég hef hlustað á halda fyrirlestur hefur ásamt kollegum sínum rannsakað texta frá löndum araba frá 6. öld og næstu aldir á eftir. Hann segir að hvergi sé að finna einn einasta texta um að maður að nafni Múhammeð hafi verið til á 6. öld. Og nafnið er í raun ekki nafn heldur ávarp og þýðir „hinn smurði“ eins og einnig var notað um Jesú, á grísku, KRISTOS, hinn smurði.
Mekka er heldur ekki til í neinum textum frá 6. eða 7. öld, en til eru fjálglegar lýsingar á grasi gróinni borg með blómum og trjálundum svo sem í aldingarði. En það stenst engan veginn því Mekka er í vatnslausri eyðimörk og að brunnum, sem eiga að vera heilagir þar í borg, hafa verið lagðar leiðslur með vatni úr fjöllum langt í burtu til að blekkja pílagrímana sem nú flykkjast í hina helgu borg og bergja af meintum, helgum brunnum!
Lýsingarnar á Mekka og allt sem ritað eru um Múhammeð var ritað 400-900 árum eftir meinta tilvist hans. Ég endurtek 400-900 árum eftir að Múhammeð er sagður hafa verið til.

Lýsingar á Mekka voru líklega ritaðar í Islamabad í Pakistan, öldum síðar, þar sem allt önnur gróðurskilyrði eru fyrir hendi og gætu lýsingarnar átt við um þá borg en ekki Mekka.
Múhammeð, hafi hann verið til, var ólæs og óskrifandi. En sá eða þeir sem rituður Kóraninn höfðu einhverja vitneskju um texta þeirra sem yfirgáfu kristnina og einnig hafa þeir þekkt Gamla testementið, trúarbók gyðinga en svo illa voru þeir að sér að þeir gerðu eina manneskju úr Miriam systur Móse og Maríu móður Jesú, en á milli þeirra voru þó ekki nema um 1500 ár!
Þeir sem settu Kóraninn saman, skálduðu þetta allt meira og minna með hrafli úr Biblíunni, Gamla testamentinu og hinu Nýja.
Múhammeð er lýst sem herforingja og margföldum morðingja sem tók sér svo níu ára stúlku og bætti í hóp eiginkvenna sinna. Hann gaf sér og körlum almennt leyfi til að eiga 4 konur, en svo fékk HANN nýja „vitrun“ sem leyfði HONUM að eiga 11 konur!
Þú mátt reyna að bera Múhammeð saman við Krist, en það er ekki hægt!
Elstu textar kóransins voru því ritaðir um 400-900 árum eftir meintan tíma Múhammeðs, sem talinn er hafa fæðst um 570 e. Kr.
Elstu textar Nýja testamentisins (NT), sem bera Jesú vitni, eru hins vegar frá því um 20-60 árum eftir að hann gekk um og kenndi.
Höfundar NT skráðu sínar eigin minningar eða eftir frásögn sjónarvotta sem þekktu Jesú og höfðu heyrt ræður hans. Á þeim tímum þurfti fólk að muna og mundi mun betur en við, því engir voru fjölmiðlarnir, hvað þá Alnetið. Og Gyðingar og grikkir sem rituðu Nýja testamentið voru bæði læsir og skrifandi, kunnu auk þess rökfræði og ritlist á háu stigi. Nýja testamentið var allt skrifað á 1. öld þ.e.a.s. eftir dauða Jesú árið 33 og fram yfir árið 90 e. Kr.
Ég, með minn nútíma huga, sem er háður bókum og Netinu, man þrátt fyrir það greinilega hvað gerðist 22. nóvember 1963, man svip móður minnar, þegar hún tilkynnti mér viðburð dagsins úr heimsfréttunum:
John F. Kennedy, Bandaríkjaforseti, hafði verið myrtur.
Ég man það eins og það hefði gerst í gær, en liðin eru tæp 62 ár frá atburðinum. Ég gæti skrifað um það frásögn sem væri nákvæm og stæðist alla gagnrýni.
Fólk sem hlustaði á Jesú, gleymdi honum aldrei og ekki heldur orðum hans.
Ritendur Nýja testamentisins mundu allt betur en við og það gerði fólk almennt á þeim tíma.
Upplýsingin og Siðbótin
Kristin kirkja hefur gengið í gegnum heimspekilega strauma liðinna alda og þurft að endurmeta allan sinn grunn og endurtúlka og þar með texta Biblíunnar, bæði Gamla testamentið og hið Nýja.
Endurreisnin (Renaissance) og Upplýsingin (Enlightenment) voru tímar endurmats á öllum kerfum, trúarkenningum og framsetningu menntamanna og skilnings þeirra á lífinu og tilverunni. Siðbótina má líklega ennfremur flokka sem beina afurð þessara strauma sem gengu yfir Evrópu.
Islam hefur ekki gengið í gegnum neina sambærilega upplýsingu og endurnýjun. Ríki þeirra einkennast af fáfræði, ranghugmyndum um mann og heim. Konur hafa þar lítil sem engin réttindi. Varhugavert er samt að alhæfa í þessu sambandi. Fjöldi kvenna innan islam fær í sumum löndum að ganga menntaveginn og gegna mikilvægum hlutverkum innan sinna heimalanda.
Dóttir mín, sem starfaði fyrir margt löngu í pílagrímaflugi og var staðsett í Saudi-Arabíu, varð að klæðst búrku ef hún þurfi að fara út í búð. Og þá þurfti starfsfélagi hennar af gagnstæðu kyni, að ganga á undan henni. Hún mátti ekki ganga við hlið hans.
Múslimar skiptast í tvo flokka. Annars vegar eru svonefndir súnní-múslimar sem þykja mildari og víðsýnni en shítar sem hallast meir að bókstafstrú og telja sig vera afkomendur Múhammeðs.
Múslimar telja yfir einn og hálfan milljarð, sem reiknast um fimmtungur mannkyns. Þeir hafa margir illar bifur á Gyðingum og einnig kristnum og það er vegna þess að þeir síðarnefndu trúa á guðdóm Krists þ.e. að Hann hafi verið meira en spámaður, að Hann hafi verið guðdómurinn sjálfur í mannsmynd.
You must be logged in to post a comment.