Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art
Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir í Silfrinu

Umræðunni í Silfrinu í gær um ofbeldið gegn ísraelska prófessornum sem var meinað að tjá sig í fyrirlestri um lífeyrismál innan vébanda HÍ var alvarlega ábótavant.

Því sem mestu skipti var sópað undir teppið.

Ítrekað var í þættinum að málfrelsi væri mikilvægt og að rétturinn til mótmæla væri það jafnframt. Málfrelsi telst til mannréttinda.

Rektor tjáði sig fimlega um hinn gagnkvæma rétt til tjáningar en skautaði framhjá því sem mestu skiptir í þessu tilviki.

Eitt er rétturinn til að tjá sig – og hann er heilagur bæði hvað varðar prófessorinn og mótmælendur – hitt er hvort mótmælafólkið hafi rétt til að hindra tjáningu hins aðilans. Það gerðist í þessu tilfelli og þar með snerist rétturinn til að mótmæla upp í órétt og ofbeldi.

Þú mátt andmæla Alþingi en ekki hindra störf þess. Þú kannt að vera á móti kristinni trú og kirkju, en mátt ekki hindra helgihald eða hleypa upp messu eða útför. Slíkt varðar við lög.

Mótmælin snerust upp í ofbeldi.

Þetta sáu hvorki stjórnandi Silfursins, né rektor HÍ eða skautuðu vísvitandi fram hjá alaðatriði málsins.

HÍ og Rúv þurfa að lesa betur heima fyrir prófin og gæta sín á að falla ekki aftur.

Hér er hægt að hlusta og horfa með því að smella á auðasvæðið innan svigans!

(https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-09-01-rektor-hi-segir-skyran-rett-til-baedi-motmaela-og-fyrirlestrahalds-452386)

Svo birtist þetta og ég bæt inn tengli:-skrifar-retturinn-til-fundafridar/

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons