Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

Hugrakkur Palestínumaður tjáir sig

Mér var bent á viðtal við Jamil Abdul-Nabi sem ég þýddi úr norskur með hliðsjón af enskri þýðingu.

Hér er upplestur á textanum ef þú vilt hlusta. Tekur 3 mínútur.

Hugrakkur Palestínumaður tjáir sig

„Hinn hugrakki, palestínski aðgerðarsinni, Jamil Abdul-Nabi, búsettur á Gaza, gerir meiri greinarmun á Palestínumönnum þar, en mótmælendur á Vesturlöndum.

Jamil segir hreint út og án fyrirvara:

„Hamas-samtökin bera meginábyrgð á því sem á sér stað á Gaza.

Hryðjuverkin 7. október 2023 voru söguleg mistök. Afleiðingin. Gaza hefur verið jafnað við jörðu. Þúsundir hafa látist. Ríki Palestínu er fokið út í veður og vind.

Hamas-samtökin eru algjör mistök. Meðlimir þeirra eru spilltir. Óhæfir. Ofstækismenn. Þeir verða að hypja sig.

Það sem Hamas gerir nú er að neita að leggja niður vopn og samþykkja vopnahlé, ekki vegna snilldar eða taktískrar hugvitsemi, heldur vegna eigingirni og trúarlegs ofstækis.

Þegar leiðtogi Hamas, Ghazi Hamad, sagði: „Jafnvel þótt þeir drepi 10.000, 20.000 eða 100.000 af okkur …“ þá höldum við áfram baráttunni. Hvernig getur hann talað þannig um líf Palestínumanna, á meðan hann býr sjálfur erlendis?

Yfirgnæfandi fjöldi íbúa Gaza eru ekki hrifnir af Hamas, en þora ekki að segja það upphátt. „Mér hefur sjálfum verið margsinnis hótað af Hamas.“

Þessi palestínski aðgerðasinni gagnrýnir einnig stjórn Netanyahu, meðal annars fyrir, að nota hungur sem vopn. Á Gaza kostar 1 kg af sykri 100 Bandaríkjadali. Hann leggur þó meginábyrgðina á Hamas.

Hamas-samtökin bera ein ábyrgð á því sem gerst hefur. Leggi þau niður vopn sín og hverfi á brott, mun staða okkar breytast til batnaðar. Við kærum okkur ekkert um baráttu Hamas.

Hlýðið á Jamil Abdul-Nabi og aðra skynsama Palestínumenn – hlustið ekki á áróður Hamas.

Ljósmynd: Jamil Abdul-Nabi/ al-Arabiya sjónvarpsstöðin.“

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons