Aðför að akademísku frelsi
Viltu lesa og/eða hlusta í 5 mínútur?
Illa fór nú á dögunum þegar Háskóli Íslands féll á prófi sem allir nemendur hafa þurft að þreyta þar og í öðrum akademískum skólum um aldir.
Aðför var gerð að prófessor Gil S. Epstein prófessor í hagfræði við háskólann Bar Ilan í Tel Aviv í Ísrael.
Nú er Háskóli Ísland alvarlega löskuð stofnun.
Og hvað skal gera?
Þarf Ingólfur Gíslason, lektor ekki að taka pokann sinn? Hann er lektor við skólann og hafði sig víst mjög í frammi ásamt æstum hópi „atvinnumótmælenda“ undir fána Palestínu.
Allt þetta fólk sem stóð að aðförinni að að hinu akademíska frelsi er fallið með 4,9 eða lægri einkunn.
Verður ekki að að gera þá kröfu að kennarar við HÍ standist mál?
Geri þeir það ekki er sjálfgefið að þeir verði að víkja.
Háskóli Íslands getur ekki haft einhverja titti að störfum sem standast ekki akademískar kröfur eða mál. Slíkt smælki á að fara í ruslflokk með öðru trosi.
Og nú er það spurningin:
Mun Silja Bára standast prófið sem ræðari hennar féll á?


8. ágúst 2025
You must be logged in to post a comment.