Örn Bárður Jónsson – and "BARD-art"

The beauty of Life – Social Issues – Justice – Truth // Fegurði lífsins – Þjóðfélagið – Réttlæti – Sannleikur

Greinar og hugvekjur / Articles

Minningarorð / Funeral Speeches

Myndlistin mín / My Art

…og skissu-syrpan heldur áfram

Besta skissubók sem ég hef fundið og þá vísa ég í pappírinn sem er með nákvæmlega réttar tennur eins og það heitir á vatnslitamáli. Á ensku er talað um „tooth“ pappírsins og það vísar í hrjúfleika og hvernig hann mætir pensilstrokunni.

Ég, sem sagt, beit á jaxlinn og kláraði bókina. Sæki mér svo nýjar skissubækur af sömu gerð eftir verzlunarmannahelgina.

Hér koma skissurnar sem auðvitað eru líka skyssukenndar eins og gengur þegar teiknað er fjálslega! Njóttu!

Horft út um gluggann heima. Esjan og Sundin blá gleðja stöðugt. Skýjað hefur verið undanfarnar vikur og litir því í þeim dúr.
Sá kvikmyndina GENIUS sem er um bandaríska rithöfundinn Thomas Wolfe 1900-1938 sem skáldið Ólafur Gunnarsson kynnti mig fyrir á sínum tíma. Myndin er með dimmri lýsingu. Tökur fagrar með mildum blæ. Leikur góður.

Smelltu á yfirskrift færslunnar ef næstu myndir sjást ekki!

Fulltrúi útfgáfunnar sem lét skáldið strika út hálfar og heilu síðurnar. Myndin snýst að miklu leyti um samskipti þeirra og eiginkonur beggja. Hann var allaf með hattinn. Líklega svaf hann með hann!
Skip mætast í hafnarkjaftinum í Reykjavík.
Gítaristi á skjánum á YouTube
Hús á skjánum
Kaffi og croissant
Verk eftir Sigurð Guðmundsson og fleiri munir af annarra höndum
Mannequin og skál með stiga eftir finnskan listamann sem ég keypti. Á einnig forláta krossmen eftir hann sem ég hef notað við athafnir um árabil.
Lokasíða skissubókarinnar með rétt-tenta pappírnum!
Vinstri hönd höfundar og fingrafar hægri þumals.

Posted on

Greinar og hugvekjur / Articles
Minningarorð / Funeral Sermons
Myndlist / Art
Prédikanir / Sermons