Ég kynntist félagsskapnum Urban Sketchers árið 2013 og tengdist honum á Netinu. Hann heldur utan um fólk sem hefur gaman af að skissa, einkum úti. Pappír, blýantur, penni og önnur einföld verkfæri eru notuð. Sumir lita og nota þá vatnsliti eða aðra miðla. Málið er að teikna á staðnum.
Ég nota blekpenna með vatnsheldu bleki og teikna beint og þar með er ekki unnt að stroka neitt út. Teikningin verður að takast og maður venst því að mistök geti jafnvel gætt verkið einhverju skemmtilegu sem annars hefði ekki gerst.
Ég hef fyllt meir en tug bóka með skissum. Þetta er afar skemmtileg dægradvöl
Nóg um það.
Hef verið nokkuð iðinn síðustu dagana og hér eru nokkrar sem urðu til við ýmsar aðstæður.
Þúfan fagra gleður mig gjarnan þar sem hún kallast á við olíutankana í Örfirisey.Kominn heim og þarf að hafa hægt um mig eftir aðgerð. Horft á sjónvarp og út um gluggann þar sem þessir tveir hlutir standa og bera við himin.
Ef framhaldið birtist ekki, skaltu smella á FYRIRSÖGN færslunnar efst!
Lenti á spítala og gekkst undir hnífinn. Var á þremur stofnunum í rúman sólahring og þar mætti mér yndislegt starfsfólk frá fjölmörgum löndum. Ég hef það fínt og er þakklátur. Aðgerðin var minniháttar en allt inngrip í kroppinn felur þó í sér vissa áhættu. Teiknaði liggjandi í rúminu á gangi Bráðavaktar við hlið vaktherbergis lækna.Hús á skjánum í útlöndum.Plastkassar á gólfi sem fylgdu mér í afleysingum á Vestfjörðum og á Vopnafirði og Þórshöfn s.l. vetur.Hús á skjánum í Cotswold. Þar er án efa margt fagurt að sjá. Væri gaman að heimsækja staðinn og teikna gömul hús og mótíf!Horft úr Skuggahverfi austur Sæbraut þar sem turnar og byggingar af ýmsu tagi standa. Sæbrautin er eins og fljót þar sem sjálfrennireiðar streyma daga og nætur. Í beygjunni geri ég ráð fyrir að Rauðará hafi áður runnið til sjávar og geri e.t.v. enn í ræsum.Hlutaði á Rupert Sheldrake flytja fyrirlestur á Netinu í erlendri kirkju um „pan-en-the-isma“ sem fjallar um það að Guð sé í öllu efnislegu. Skemmtilegar pælingar sem sumar stangast á við hefðbundna, kristna, guðfræði. En hvað með það? Gott að hlusta og pæla í öðrum hugmyndum en þeim sem maður sjálfur aðhyllist.
Forritið leyfir mér ekki að setja inn tengla en ef þú slærð inn meðfylgjandi slóð, finnurðu upplýsingar um samtökin Urban Sketchers:
You must be logged in to post a comment.